Hver er J.D. Vance? Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 16. júlí 2024 11:15 Öldungadeildarþingmaðurinn J.D. Vance hefur verið valinn varaforsetaefni Donald Trumps í komandi kosningum, en hver er J.D. Vance? Getty/Joe Raedle Á landsþingi Repúblikanaflokksins í Wisconsinfylki í gær var tilkynnt að J.D. Vance yrði varaforsetaefni Trumps í komandi forsetakosningum í Bandaríkjunum. Vance er ekki ýkja þekktur á heimsvísu en hefur verið þekkt stærð í bandarískum stjórnmálum síðan hann var kjörinn öldungadeildarþingmaður árið 2022, 38 ára að aldri. J.D. Vance skaust upp á stjörnuhiminn árið 2016 þegar hann skrifaði æskuminningar sínar í fátækum ryðbeltisbæ í Ohio. Í bókinni fjallar hann um þau fjölmörgu mein sem hrjá heimaslóðir hans, svo sem fíkn og mikil fátækt. Bókin naut mikilla vinsælda og samnefnd bíómynd var gerð eftir henni árið 2020. Málefnin Vance hefur sagt að hann hefði ekki staðfest niðurstöður forsetakosninganna 2020. Í viðtali við ABC fyrr á árinu segir hann að hann hefði stigið inn í og krafið ríkin sem deilt var um um frekari yfirferð og neitað að staðfesta niðurstöðuna annars. Árið 2020 beitti Donald Trump þáverandi varaforseta sinn Mike Pence þrýstingi til að fá hann til að neita að staðfesta niðurstöður kosninganna, líkt og gert er á sérstökum fundi öldungadeildar að talningu lokinni. Pence staðfesti loks að Biden hefði borið sigur úr býtum en það var ekki fyrr en æstur lýður hafði gert áhlaup á þinghúsið. Vance hefur verið sakaður um að laga skoðanir sínar eftir hentisemi.Getty/Chip Somodevilla Þungunarrof hefur lengi verið ásteytingarsteinn í Bandaríkjunum og hefur löggjöfin varðandi þungunarrof einnig tekið miklum breytingum víðs vegar um landið á undanförnum árum. Vance hefur sagst styðja bann við þungunarrofsaðgerðum eftir fimmtándu viku meðgöngu. Þá er Vance einnig mótfallinn því að Bandaríkin taki virkan þátt í stuðningi við stríðsrekstur í Úkraínu. Hann skrifaði meðal annars grein í New York Times þar sem hann hélt því fram að Úkraínu tækist aldrei að halda Rússum í skefjum og að Bandaríkin byggju ekki yfir slíkum framleiðslutækjum að þau gætu gert Úkraínumönnum það kleift. Hann er hlynntur því að Úkraína gefi þau landsvæði sem Rússar girnast upp á bátinn í skiptum fyrir frið. Sagður skipta um skoðun eftir hentisemi Ummæli Vance frá árinu 2016 hafa einnig vakið mikla athygli síðan ljóst varð að hann yrði varaforsetaefni Trumps. Vance hefur nefnilega ekki alltaf verið jafndyggur stuðningsmaður forsetans fyrrverandi og hann er nú. „Ég get ekki ákveðið hvort mér þyki Trump bituryrtur fáviti eins og Nixon, sem væri ekki sem verst (og gæti reynst gagnlegt) eða hvort hann sé Hitler Ameríku,“ skrifaði Vance til samstarfsmanns síns árið 2016. Fyrir tveimur árum var skilaboðunum lekið og talsmaður Vance tjáði fjölmiðlum að ummælin endurspegluðu ekki skoðanir hans lengur. Hann hefur verið sakaður um tækifærismennsku og að laga skoðanir sínar að skoðunum Trumps eftir hentisemi. Til dæmis hafði Vance áður lýst því yfir að niðurstöður atkvæðagreiðslu Ohio-búa um að rétturinn til þungunarrofs skyldi vera stjórnarskrárbundinn sem höggi í magann en sagði í ár að hann styddi aðgengi að þungunarrofslyfinu Mifepristone. Skoðun sem Trump hafði þá viðrað. J.D. og Usha eiga saman þrjú börn.Getty/Anna Moneymaker J.D. Vance útskrifaðist úr lögfræðideild Yale-háskóla árið 2013 og hefur setið í hinum ýmsu öldungadeildarnefndum. Þeirra á meðal eru bankanefnd, húsnæðisnefnd og viðskipta- vísinda og samgöngunefnd. Hann fæddist og ólst upp í bænum Middleton í Ohiofylki og sinnti herþjónustu í landgönguliðadeild Bandaríkjahers. Vance er giftur Ushu Chilukuri sem hann kynntist á námsárunum í Yale. Hún er lögmaður og hefur meðal annars starfað á skrifstofum hæstaréttardómara. Þau eiga þrjú börn saman. Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Bandaríkin Donald Trump Fréttaskýringar Mest lesið Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Innlent Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Innlent Fleiri fréttir Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Sjá meira
J.D. Vance skaust upp á stjörnuhiminn árið 2016 þegar hann skrifaði æskuminningar sínar í fátækum ryðbeltisbæ í Ohio. Í bókinni fjallar hann um þau fjölmörgu mein sem hrjá heimaslóðir hans, svo sem fíkn og mikil fátækt. Bókin naut mikilla vinsælda og samnefnd bíómynd var gerð eftir henni árið 2020. Málefnin Vance hefur sagt að hann hefði ekki staðfest niðurstöður forsetakosninganna 2020. Í viðtali við ABC fyrr á árinu segir hann að hann hefði stigið inn í og krafið ríkin sem deilt var um um frekari yfirferð og neitað að staðfesta niðurstöðuna annars. Árið 2020 beitti Donald Trump þáverandi varaforseta sinn Mike Pence þrýstingi til að fá hann til að neita að staðfesta niðurstöður kosninganna, líkt og gert er á sérstökum fundi öldungadeildar að talningu lokinni. Pence staðfesti loks að Biden hefði borið sigur úr býtum en það var ekki fyrr en æstur lýður hafði gert áhlaup á þinghúsið. Vance hefur verið sakaður um að laga skoðanir sínar eftir hentisemi.Getty/Chip Somodevilla Þungunarrof hefur lengi verið ásteytingarsteinn í Bandaríkjunum og hefur löggjöfin varðandi þungunarrof einnig tekið miklum breytingum víðs vegar um landið á undanförnum árum. Vance hefur sagst styðja bann við þungunarrofsaðgerðum eftir fimmtándu viku meðgöngu. Þá er Vance einnig mótfallinn því að Bandaríkin taki virkan þátt í stuðningi við stríðsrekstur í Úkraínu. Hann skrifaði meðal annars grein í New York Times þar sem hann hélt því fram að Úkraínu tækist aldrei að halda Rússum í skefjum og að Bandaríkin byggju ekki yfir slíkum framleiðslutækjum að þau gætu gert Úkraínumönnum það kleift. Hann er hlynntur því að Úkraína gefi þau landsvæði sem Rússar girnast upp á bátinn í skiptum fyrir frið. Sagður skipta um skoðun eftir hentisemi Ummæli Vance frá árinu 2016 hafa einnig vakið mikla athygli síðan ljóst varð að hann yrði varaforsetaefni Trumps. Vance hefur nefnilega ekki alltaf verið jafndyggur stuðningsmaður forsetans fyrrverandi og hann er nú. „Ég get ekki ákveðið hvort mér þyki Trump bituryrtur fáviti eins og Nixon, sem væri ekki sem verst (og gæti reynst gagnlegt) eða hvort hann sé Hitler Ameríku,“ skrifaði Vance til samstarfsmanns síns árið 2016. Fyrir tveimur árum var skilaboðunum lekið og talsmaður Vance tjáði fjölmiðlum að ummælin endurspegluðu ekki skoðanir hans lengur. Hann hefur verið sakaður um tækifærismennsku og að laga skoðanir sínar að skoðunum Trumps eftir hentisemi. Til dæmis hafði Vance áður lýst því yfir að niðurstöður atkvæðagreiðslu Ohio-búa um að rétturinn til þungunarrofs skyldi vera stjórnarskrárbundinn sem höggi í magann en sagði í ár að hann styddi aðgengi að þungunarrofslyfinu Mifepristone. Skoðun sem Trump hafði þá viðrað. J.D. og Usha eiga saman þrjú börn.Getty/Anna Moneymaker J.D. Vance útskrifaðist úr lögfræðideild Yale-háskóla árið 2013 og hefur setið í hinum ýmsu öldungadeildarnefndum. Þeirra á meðal eru bankanefnd, húsnæðisnefnd og viðskipta- vísinda og samgöngunefnd. Hann fæddist og ólst upp í bænum Middleton í Ohiofylki og sinnti herþjónustu í landgönguliðadeild Bandaríkjahers. Vance er giftur Ushu Chilukuri sem hann kynntist á námsárunum í Yale. Hún er lögmaður og hefur meðal annars starfað á skrifstofum hæstaréttardómara. Þau eiga þrjú börn saman.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Bandaríkin Donald Trump Fréttaskýringar Mest lesið Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Innlent Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Innlent Fleiri fréttir Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Sjá meira