Trump greindi frá þessu á landsþingi Repúblikanaflokksins í Milwaukee í Wisconsin fyrir skömmu. Hann er sagður hafa farið fram og til baka í að ákveða hver byði sig fram með honum, líkt og árið 2016.
Samkvæmt New York Times komu í dag þrír til greina sem möguleg varaforsetaefni Trump, öldungardeildarþingmennirnir J.D. Vance og Marco Rubio og Doug Burgum ríkisstjóri Norður Dakota.
Skömmu eftir að landsþingið hófst hafði AP eftir heimildarmanni að Marco Rubio hefði þegar verið tjáð að hann hafi ekki orðið fyrir valinu. Skömmu síðar sagði miðillinn frá því að Doug Burgum hefði fengið sömu fréttir.