Í færslu á samfélagsmiðlinum X segir Þórdís árásina vera hörmulega. „Skotárásin á Trump fyrrverandi forseta í gærkvöldi var hörmuleg og skelfileg. Pólitískt ofbeldi er algjörlega óásættanlegt og má aldrei vera normalíserað. Hugur minn er hjá þeim sem urðu fyrir áhrifum árásarinnar og fjölskyldum þeirra,“ skrifar Þórdís í færslu sinni.
Last night’s shooting attack on former President Trump was tragic and appalling. Political violence is absolutely unacceptable and must never be normalized.
— Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir🇮🇸 (@thordiskolbrun) July 14, 2024
My thoughts are with all those affected and their families.
Áður höfðu meðal annars Bjarni Benediktsson forsætisráðherra tjáð sig um árásina sem hann segir skelfilega og óskar Trump skjóts bata. Fjöldi þjóðarleiðtoga og stjórnmálamanna um allan heim hafa fordæmt árásina sem meðal annars hefur verið sögð árás á lýðræðið.