Tilfinningalegur athyglisbrestur og heilbrigt tilfinningalíf Jón Þór Ólafsson skrifar 14. júlí 2024 12:31 Í um 10.000 klukkutíma sem börn - í 10 mánuði á ári í 10 ár er okkur kennt að grípa athyglina okkar og beina henni að hugrænum viðfangsefnum. Einhverjum upplýsingum til að skilja og muna, og geta svo notað. Skiljanlega, því athygli er grundvöllur fyrir nánast öllum lærdómi. Og ef það er athyglisbrestur þá tökum við oft þau skref að breyta efnabúskap heilans. Við tökum inn efni eins og koffín og ADHD lyf til þess að geta leitt hugan að einhverju viðfangsefni og lært. Við höfum lagt ofboðslega mikið á okkur sem samfélag til að bæta upp athyglisbrest, með þjálfun og efnum, þegar kemur að því að beina athyglinni að hugrænum viðfangsefnum og það hefur hjálpað okkur að lifa vel, en ekki endilega að líða vel. Það sem hefur fengið minni athygli, er hins vegar að leiða hugan að því tilfinningalífi sem á endanum ræður því algerlega hvernig okkur líður. Fullorðið fólk er mjög mis langt á veg komið að hjálpa börnunum sem verða eðlilega pirruð eða óþolinmóð eða leið yfir því að vera sífellt sett í kringumstæður sem þeim finnst tilgangslausar við að læra eitthvað sem þeim finnst tilgangslaust. Og fullorðið fólk er líka mjög mis langt á veg komið að hjálpa börnunum að skoða tilfinningar sínar og leysa úr þeim á heilbrigðan hátt án þess að meiða sig og aðra. Eðlilega, því okkur var ekki kennt betur og það þarf leiðsögn og þjálfun til að læra á tilfinningalífið. Við erum því enn þá flest með töluverðan tilfinningalegan athyglisbrest. En það er hægt að bæta upp þann athyglisbrest með þjálfun og efnum, og læra þannig að beina athyglinni að tilfinningalegum viðfangsefnum og leysa úr þeim. Tilfinningar ráða því á endanum hvort okkur líður vel eða illa, og hvort við viljum öðrum vel eða illt. Svo það er mikilvægt að setja í meiri forgang að hjálpa börnum sérstaklega og okkur fullorðna fólkinu líka, að leiða athyglina að því tilfinningalífi sem er til staðar og læra að lifa því farsællega. Sem samfélag býður sálfræðin upp á mikið af gagnreyndum aðferðum sem rannsóknir sýna að raunverulega virka til að hjálpa okkur að hafa heilbrigt tilfinningalíf og hægt er að læra þær hjá sálfræðingum, í hópum og heima hjá sér - og hér er hlekkur á myndskeið með bestu samantektinni sem ég hef fundið og nota sjálfur. - Sem foreldrar getum við t.d. horft með börnunum okkar á nýju Disney myndin „Inside Out 2“ sem kennir svo vel á nokkrar grunntilfinningar eins og kvíða og sorg. - Sem einstaklingar eru leiðirnar svo mögulega jafn margar og við erum mörg, því það er svo mismunandi hvað við þurfum hverju sinni. - Það tekur tíma að læra á tilfinningalífið - en við getum það - og eflaust er fátt í lífinu mikilvægara. Höfundur er sálfræðinemi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Þór Ólafsson Mest lesið Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Keld Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson Skoðun Skoðun Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Keld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar Skoðun Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Mokum ofan í skotgrafirnar Teitur Atlason skrifar Skoðun Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Skattspor ferðaþjónustunnar 184 milljarðar árið 2023 Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Kynskiptur vinnumarkaður Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson skrifar Sjá meira
Í um 10.000 klukkutíma sem börn - í 10 mánuði á ári í 10 ár er okkur kennt að grípa athyglina okkar og beina henni að hugrænum viðfangsefnum. Einhverjum upplýsingum til að skilja og muna, og geta svo notað. Skiljanlega, því athygli er grundvöllur fyrir nánast öllum lærdómi. Og ef það er athyglisbrestur þá tökum við oft þau skref að breyta efnabúskap heilans. Við tökum inn efni eins og koffín og ADHD lyf til þess að geta leitt hugan að einhverju viðfangsefni og lært. Við höfum lagt ofboðslega mikið á okkur sem samfélag til að bæta upp athyglisbrest, með þjálfun og efnum, þegar kemur að því að beina athyglinni að hugrænum viðfangsefnum og það hefur hjálpað okkur að lifa vel, en ekki endilega að líða vel. Það sem hefur fengið minni athygli, er hins vegar að leiða hugan að því tilfinningalífi sem á endanum ræður því algerlega hvernig okkur líður. Fullorðið fólk er mjög mis langt á veg komið að hjálpa börnunum sem verða eðlilega pirruð eða óþolinmóð eða leið yfir því að vera sífellt sett í kringumstæður sem þeim finnst tilgangslausar við að læra eitthvað sem þeim finnst tilgangslaust. Og fullorðið fólk er líka mjög mis langt á veg komið að hjálpa börnunum að skoða tilfinningar sínar og leysa úr þeim á heilbrigðan hátt án þess að meiða sig og aðra. Eðlilega, því okkur var ekki kennt betur og það þarf leiðsögn og þjálfun til að læra á tilfinningalífið. Við erum því enn þá flest með töluverðan tilfinningalegan athyglisbrest. En það er hægt að bæta upp þann athyglisbrest með þjálfun og efnum, og læra þannig að beina athyglinni að tilfinningalegum viðfangsefnum og leysa úr þeim. Tilfinningar ráða því á endanum hvort okkur líður vel eða illa, og hvort við viljum öðrum vel eða illt. Svo það er mikilvægt að setja í meiri forgang að hjálpa börnum sérstaklega og okkur fullorðna fólkinu líka, að leiða athyglina að því tilfinningalífi sem er til staðar og læra að lifa því farsællega. Sem samfélag býður sálfræðin upp á mikið af gagnreyndum aðferðum sem rannsóknir sýna að raunverulega virka til að hjálpa okkur að hafa heilbrigt tilfinningalíf og hægt er að læra þær hjá sálfræðingum, í hópum og heima hjá sér - og hér er hlekkur á myndskeið með bestu samantektinni sem ég hef fundið og nota sjálfur. - Sem foreldrar getum við t.d. horft með börnunum okkar á nýju Disney myndin „Inside Out 2“ sem kennir svo vel á nokkrar grunntilfinningar eins og kvíða og sorg. - Sem einstaklingar eru leiðirnar svo mögulega jafn margar og við erum mörg, því það er svo mismunandi hvað við þurfum hverju sinni. - Það tekur tíma að læra á tilfinningalífið - en við getum það - og eflaust er fátt í lífinu mikilvægara. Höfundur er sálfræðinemi
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Keld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun