Tilfinningalegur athyglisbrestur og heilbrigt tilfinningalíf Jón Þór Ólafsson skrifar 14. júlí 2024 12:31 Í um 10.000 klukkutíma sem börn - í 10 mánuði á ári í 10 ár er okkur kennt að grípa athyglina okkar og beina henni að hugrænum viðfangsefnum. Einhverjum upplýsingum til að skilja og muna, og geta svo notað. Skiljanlega, því athygli er grundvöllur fyrir nánast öllum lærdómi. Og ef það er athyglisbrestur þá tökum við oft þau skref að breyta efnabúskap heilans. Við tökum inn efni eins og koffín og ADHD lyf til þess að geta leitt hugan að einhverju viðfangsefni og lært. Við höfum lagt ofboðslega mikið á okkur sem samfélag til að bæta upp athyglisbrest, með þjálfun og efnum, þegar kemur að því að beina athyglinni að hugrænum viðfangsefnum og það hefur hjálpað okkur að lifa vel, en ekki endilega að líða vel. Það sem hefur fengið minni athygli, er hins vegar að leiða hugan að því tilfinningalífi sem á endanum ræður því algerlega hvernig okkur líður. Fullorðið fólk er mjög mis langt á veg komið að hjálpa börnunum sem verða eðlilega pirruð eða óþolinmóð eða leið yfir því að vera sífellt sett í kringumstæður sem þeim finnst tilgangslausar við að læra eitthvað sem þeim finnst tilgangslaust. Og fullorðið fólk er líka mjög mis langt á veg komið að hjálpa börnunum að skoða tilfinningar sínar og leysa úr þeim á heilbrigðan hátt án þess að meiða sig og aðra. Eðlilega, því okkur var ekki kennt betur og það þarf leiðsögn og þjálfun til að læra á tilfinningalífið. Við erum því enn þá flest með töluverðan tilfinningalegan athyglisbrest. En það er hægt að bæta upp þann athyglisbrest með þjálfun og efnum, og læra þannig að beina athyglinni að tilfinningalegum viðfangsefnum og leysa úr þeim. Tilfinningar ráða því á endanum hvort okkur líður vel eða illa, og hvort við viljum öðrum vel eða illt. Svo það er mikilvægt að setja í meiri forgang að hjálpa börnum sérstaklega og okkur fullorðna fólkinu líka, að leiða athyglina að því tilfinningalífi sem er til staðar og læra að lifa því farsællega. Sem samfélag býður sálfræðin upp á mikið af gagnreyndum aðferðum sem rannsóknir sýna að raunverulega virka til að hjálpa okkur að hafa heilbrigt tilfinningalíf og hægt er að læra þær hjá sálfræðingum, í hópum og heima hjá sér - og hér er hlekkur á myndskeið með bestu samantektinni sem ég hef fundið og nota sjálfur. - Sem foreldrar getum við t.d. horft með börnunum okkar á nýju Disney myndin „Inside Out 2“ sem kennir svo vel á nokkrar grunntilfinningar eins og kvíða og sorg. - Sem einstaklingar eru leiðirnar svo mögulega jafn margar og við erum mörg, því það er svo mismunandi hvað við þurfum hverju sinni. - Það tekur tíma að læra á tilfinningalífið - en við getum það - og eflaust er fátt í lífinu mikilvægara. Höfundur er sálfræðinemi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Þór Ólafsson Mest lesið Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland Skoðun Skoðun Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala fyrir börnin á Gaza Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Áhrif, evran, innviðir, öryggi Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson skrifar Skoðun Tumi þumall og blaðurmaðurinn Kristján Logason skrifar Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Stefnum á að veita 1000 börnum innblástur fyrir framtíðina Dr. Bryony Mathew skrifar Skoðun Samgönguáætlun – skuldbinding, ekki kosningaloforð skrifar Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson skrifar Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Menntastefna stjórnvalda – ferð án fyrirheits? Sigvaldi Egill Lárusson skrifar Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Sjá meira
Í um 10.000 klukkutíma sem börn - í 10 mánuði á ári í 10 ár er okkur kennt að grípa athyglina okkar og beina henni að hugrænum viðfangsefnum. Einhverjum upplýsingum til að skilja og muna, og geta svo notað. Skiljanlega, því athygli er grundvöllur fyrir nánast öllum lærdómi. Og ef það er athyglisbrestur þá tökum við oft þau skref að breyta efnabúskap heilans. Við tökum inn efni eins og koffín og ADHD lyf til þess að geta leitt hugan að einhverju viðfangsefni og lært. Við höfum lagt ofboðslega mikið á okkur sem samfélag til að bæta upp athyglisbrest, með þjálfun og efnum, þegar kemur að því að beina athyglinni að hugrænum viðfangsefnum og það hefur hjálpað okkur að lifa vel, en ekki endilega að líða vel. Það sem hefur fengið minni athygli, er hins vegar að leiða hugan að því tilfinningalífi sem á endanum ræður því algerlega hvernig okkur líður. Fullorðið fólk er mjög mis langt á veg komið að hjálpa börnunum sem verða eðlilega pirruð eða óþolinmóð eða leið yfir því að vera sífellt sett í kringumstæður sem þeim finnst tilgangslausar við að læra eitthvað sem þeim finnst tilgangslaust. Og fullorðið fólk er líka mjög mis langt á veg komið að hjálpa börnunum að skoða tilfinningar sínar og leysa úr þeim á heilbrigðan hátt án þess að meiða sig og aðra. Eðlilega, því okkur var ekki kennt betur og það þarf leiðsögn og þjálfun til að læra á tilfinningalífið. Við erum því enn þá flest með töluverðan tilfinningalegan athyglisbrest. En það er hægt að bæta upp þann athyglisbrest með þjálfun og efnum, og læra þannig að beina athyglinni að tilfinningalegum viðfangsefnum og leysa úr þeim. Tilfinningar ráða því á endanum hvort okkur líður vel eða illa, og hvort við viljum öðrum vel eða illt. Svo það er mikilvægt að setja í meiri forgang að hjálpa börnum sérstaklega og okkur fullorðna fólkinu líka, að leiða athyglina að því tilfinningalífi sem er til staðar og læra að lifa því farsællega. Sem samfélag býður sálfræðin upp á mikið af gagnreyndum aðferðum sem rannsóknir sýna að raunverulega virka til að hjálpa okkur að hafa heilbrigt tilfinningalíf og hægt er að læra þær hjá sálfræðingum, í hópum og heima hjá sér - og hér er hlekkur á myndskeið með bestu samantektinni sem ég hef fundið og nota sjálfur. - Sem foreldrar getum við t.d. horft með börnunum okkar á nýju Disney myndin „Inside Out 2“ sem kennir svo vel á nokkrar grunntilfinningar eins og kvíða og sorg. - Sem einstaklingar eru leiðirnar svo mögulega jafn margar og við erum mörg, því það er svo mismunandi hvað við þurfum hverju sinni. - Það tekur tíma að læra á tilfinningalífið - en við getum það - og eflaust er fátt í lífinu mikilvægara. Höfundur er sálfræðinemi
Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar