Jarðskjálfti reið yfir bæinn um klukkan sex á fimmtudagsmorgun með þeim afleiðingum að einn námuverkamaður í kolanámunni lést og sautján slösuðust. Björgunarsveitir björguðu 76 starfsmönnum sem höfðu fests neðanjarðar í skjálftanum.
Í umfjöllun AP kemur fram að maðurinn, sem er 32 ára, hafi verið með meðvitund þegar hann fannst og hann hafi verið fluttur á sjúkrahús.
Nokkrum sinnum þurfti að gera hlé á leitinni vegna hættu á fleiri jarðskjálftum eða vegna of hás gildis metangass inni í námunni.