Segir fáránlegt að enginn axli ábyrgð á banaslysinu Jón Ísak Ragnarsson skrifar 13. júlí 2024 16:48 Hópur mótorhjólamanna ætlar að aka frá Korputorgi að Kjalarnesi klukkan 19 á mánudaginn, og stöðva þar á báðum akreinum í stutta stund. Vísir/Vilhelm Hópur mótorhjólamanna hefur efnt til mótmæla næstkomandi mánudag til að mótmæla því að enginn ætli að bera ábyrgð á mistökum við vegagerð, sem leiddu til banaslyss tveggja mótorhjólamanna á Kjalarnesi fyrir fjórum árum. Hópurinn ætlar að hittast á Korputorgi klukkan 19, aka saman upp á Kjalarnes, og stöðva þar hjólin á báðum akreinum í stutta stund í mótmælaskyni. Skipuleggjandi segir fáránlegt að enginn taki ábyrgð. Þann 28. júní létust tveir þegar húsbíll og tvö bifhjól skullu saman á Vesturlandsvegi á Kjalarnesi, á nýlögðu malbiki. Í ljós kom að malbikið þar sem slysið varð stóðst ekki staðla útboðsskilmála um viðnám, og var mun hálla en Vegagerðin ætlaðist til. Í síðustu viku greindi mbl frá því að héraðssaksóknari hefði fellt niður mál í tengslum við banaslysið. Þar segir að við rannsókn málsins hafi starfsmaður verkkaupa, verkstjóri slitlagningar, eftirlitsmaður og deildarstjóri framleiðsludeildar hjá framleiðanda malbiksins haft réttarstöðu sakbornings. Niðurstaða héraðssaksóknara var hins vegar sú að ekki hafi verið talið að þau gögn sem komu fram hafi verið nægileg eða líkleg til sakfellis. Málið hafi því verið fellt niður. Fáránlegt að enginn beri ábyrgð Atli Már Jóhannsson er einn skipuleggjanda viðburðarins. Hann segir algjörlega fáránlegt að enginn sé dreginn til ábyrgðar. „Vegamálastjóri viðurkenndi þessi mistök á sínum tíma. Það er engann vegin ásættanlegt að svona geti gerst og enginn taki ábyrgð á því,“ segir Atli. Málið sé í raun og veru ekkert flóknara en það. Mótmælin snúist um að einhver taki ábyrgð á því að lagt hafi verið gallað malbik, sem leiddi til banaslyss. Hann vonar að sem flestir mótorhjólamenn sjái sér fært að mæta. Sjá viðburðinn á Facebook. Vegagerð Samgönguslys Umferðaröryggi Banaslys á Kjalarnesi 2020 Tengdar fréttir Loka Vesturlandsvegi til að rannsaka banaslysið Hluta Vesturlandsvegar verður lokað frá klukkan 13:00 í dag vegna rannsóknar á banaslysi sem varð þar í gær. 29. júní 2020 11:33 Malbika kaflann þar sem bifhjólafólkið lést Gert er ráð fyrir umtalsverðum umferðartöfum á Kjalarnesi til klukkan 19:00 í kvöld vegna malbikunarframkvæmda á vegarkafla þar sem tvennt lést í umferðarslysi í síðustu viku. 7. júlí 2020 17:35 Tveir létust í slysinu á Kjalarnesi Slysið varð á fjórða tímanum í dag. 28. júní 2020 21:30 Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Ekki allt sem sýnist varðandi launin Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Segir ásakanir Evrópu barnalegar Erlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Erlent Fleiri fréttir Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Sjá meira
Þann 28. júní létust tveir þegar húsbíll og tvö bifhjól skullu saman á Vesturlandsvegi á Kjalarnesi, á nýlögðu malbiki. Í ljós kom að malbikið þar sem slysið varð stóðst ekki staðla útboðsskilmála um viðnám, og var mun hálla en Vegagerðin ætlaðist til. Í síðustu viku greindi mbl frá því að héraðssaksóknari hefði fellt niður mál í tengslum við banaslysið. Þar segir að við rannsókn málsins hafi starfsmaður verkkaupa, verkstjóri slitlagningar, eftirlitsmaður og deildarstjóri framleiðsludeildar hjá framleiðanda malbiksins haft réttarstöðu sakbornings. Niðurstaða héraðssaksóknara var hins vegar sú að ekki hafi verið talið að þau gögn sem komu fram hafi verið nægileg eða líkleg til sakfellis. Málið hafi því verið fellt niður. Fáránlegt að enginn beri ábyrgð Atli Már Jóhannsson er einn skipuleggjanda viðburðarins. Hann segir algjörlega fáránlegt að enginn sé dreginn til ábyrgðar. „Vegamálastjóri viðurkenndi þessi mistök á sínum tíma. Það er engann vegin ásættanlegt að svona geti gerst og enginn taki ábyrgð á því,“ segir Atli. Málið sé í raun og veru ekkert flóknara en það. Mótmælin snúist um að einhver taki ábyrgð á því að lagt hafi verið gallað malbik, sem leiddi til banaslyss. Hann vonar að sem flestir mótorhjólamenn sjái sér fært að mæta. Sjá viðburðinn á Facebook.
Vegagerð Samgönguslys Umferðaröryggi Banaslys á Kjalarnesi 2020 Tengdar fréttir Loka Vesturlandsvegi til að rannsaka banaslysið Hluta Vesturlandsvegar verður lokað frá klukkan 13:00 í dag vegna rannsóknar á banaslysi sem varð þar í gær. 29. júní 2020 11:33 Malbika kaflann þar sem bifhjólafólkið lést Gert er ráð fyrir umtalsverðum umferðartöfum á Kjalarnesi til klukkan 19:00 í kvöld vegna malbikunarframkvæmda á vegarkafla þar sem tvennt lést í umferðarslysi í síðustu viku. 7. júlí 2020 17:35 Tveir létust í slysinu á Kjalarnesi Slysið varð á fjórða tímanum í dag. 28. júní 2020 21:30 Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Ekki allt sem sýnist varðandi launin Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Segir ásakanir Evrópu barnalegar Erlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Erlent Fleiri fréttir Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Sjá meira
Loka Vesturlandsvegi til að rannsaka banaslysið Hluta Vesturlandsvegar verður lokað frá klukkan 13:00 í dag vegna rannsóknar á banaslysi sem varð þar í gær. 29. júní 2020 11:33
Malbika kaflann þar sem bifhjólafólkið lést Gert er ráð fyrir umtalsverðum umferðartöfum á Kjalarnesi til klukkan 19:00 í kvöld vegna malbikunarframkvæmda á vegarkafla þar sem tvennt lést í umferðarslysi í síðustu viku. 7. júlí 2020 17:35