Rétt fyrir miðnætti á miðvikudaginn fékk lögreglan á svæðinu tilkynningu um furðulega hegðun manns á ferðinni með ferðatöskur á Clifton suspension brúnni. Lögreglan var mætt á svæðið tíu mínútum síðar, en þá var maðurinn farinn, en hafði skilið töskur eftir. Önnur taska fannst svo ekki langt frá brúnni.
Í ljós kom að í töskunum væru líkamsleifar, fleiri líkamsleifar fundust svo í íbúð í Scott's Road í vestur-London.
Fórnarlömbin voru tveir karlar, lögregla hefur ekki borið kennsl á þá enn sem komið er.
Maður sem var handtekinn vegna málsins í Greenwich í London á föstudaginn í tengslum við rannsókn málsins, er laus allra mála.
Sjá frétt BBC.