Ekki gera þessi mistök í sumarfríinu! Ólafía Sigurjónsdóttir skrifar 11. júlí 2024 10:02 Á þeim allt of mörgu klukkutímum sem ég hef eytt í að skoða samfélagsmiðla og fréttasíður síðustu ár, hef ég tekið eftir því hvað óskaplega margir hafa áhyggjur af því að ég geri mistök. Ég var núna síðast að leita að einhverju sniðugu til að gera í næstu utanlandsferð með fjölskyldunni og fann allskonar góð meðmæli með veitingastöðum og fallega staði til að heimsækja, en inn á milli er öskrað með hástöfum: „Ekki gera þessi mistök þegar þú ferð til …“ Svona lagað grípur örugglega marga, því hver vill gera mistök á ferðalagi sem á að vera vel heppnað og skemmtilegt? Best að forðast það. Þetta virkar greinilega það vel að þegar slegið er inn “ekki gera þessi mistök” á Google kemur röð af fyrirsögnum: „Ekki gera þessi mistök þegar þú planar sumarfríið, á skemmtiferðaskipi, þegar þú tannburstar þig, í húðumhirðu!“ Sú hugmynd að forðast mistök er aðlaðandi, lífið hlýtur að vera betra og skemmtilegra án mistaka. En hvað gerist þegar lífið fer að snúast um að forðast mistök? Þá þarf að ofhugsa og plana í smáatriðum hvert einasta skref, skoða matseðilinn áður en maður fer á veitingastaðinn, skoða leiðina á Google maps áður en maður leggur af stað, skoða 10 myndbönd á YouTube áður en maður reynir losa stífluna í baðvaskinum. Þegar við gerum þessa hluti þá lærum við gjarnan eitthvað nýtt eða finnum leið til að leysa vandamál og því fylgir oft góð tilfinning, tilfinningin sem fylgir því að vera með hlutina á hreinu. En þessi tilfinning endist oft ekki lengi því oft koma efasemdir og óvissa því veruleikinn fylgir sjaldnast plani. Rörin undir vaskinum eru öðruvísi en hjá gæjanum í Texas sem gerði YouTube myndbandið eða það er allt of heitt til að eyða deginum í útivist á Majorca eins og planið sagði til um. Það er nefnilega engin ein rétt leið, eitt rétt svar eða gulltryggð leið til að forðast mistök hvort sem það er við tannburstun eða í að plana sumarfríið. Ofhugsun og leit að hugsanlegum vandamálum getur tekið mikinn tíma og skapar oft óþarfa kvíða og áhyggjur af hlutum sem gjarnan leysast þegar á hólminn er komið. Hegðun okkar hefur áhrif á upplifun okkar af því verkefni sem við stöndum frammi fyrir og einnig hvernig við upplifum okkar eigin getu og færni til að leysa þau. Þegar við ofhugsum, ofurplönum og leitum ráða í óhófi, erum við í raun að senda sjálfum okkur þau skilaboð að við séum ekki nægilega fær til að ráða fram úr þessum hlutum upp á eigin spýtur. Þetta getur svo smám saman grafið undan sjálfstraustinu og ýtt undir meiri kvíða. Það er því ágætt að doka við þegar hvötin til að gúggla og leita fleiri ráða frá YouTube eða Google og prófa að taka sénsinn á mistökum. Þegar við treystum Google og YouTube betur en okkar eigin hyggjuviti förum líka við á mis við verðmæt mistök og reddingarnar sem kenna manni svo margt. Svo er það líka merkilegt hvernig klúðrið og óvæntu beygjurnar á ferðalögunum er stundum það sem býr til skemmtilegustu ferðasögurnar. Höfundur er sálfræðingur á Kvíðaklíníkinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Ferðalög Mest lesið Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun 52 milljarðar/ári x 30 ár = EES Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Á þeim allt of mörgu klukkutímum sem ég hef eytt í að skoða samfélagsmiðla og fréttasíður síðustu ár, hef ég tekið eftir því hvað óskaplega margir hafa áhyggjur af því að ég geri mistök. Ég var núna síðast að leita að einhverju sniðugu til að gera í næstu utanlandsferð með fjölskyldunni og fann allskonar góð meðmæli með veitingastöðum og fallega staði til að heimsækja, en inn á milli er öskrað með hástöfum: „Ekki gera þessi mistök þegar þú ferð til …“ Svona lagað grípur örugglega marga, því hver vill gera mistök á ferðalagi sem á að vera vel heppnað og skemmtilegt? Best að forðast það. Þetta virkar greinilega það vel að þegar slegið er inn “ekki gera þessi mistök” á Google kemur röð af fyrirsögnum: „Ekki gera þessi mistök þegar þú planar sumarfríið, á skemmtiferðaskipi, þegar þú tannburstar þig, í húðumhirðu!“ Sú hugmynd að forðast mistök er aðlaðandi, lífið hlýtur að vera betra og skemmtilegra án mistaka. En hvað gerist þegar lífið fer að snúast um að forðast mistök? Þá þarf að ofhugsa og plana í smáatriðum hvert einasta skref, skoða matseðilinn áður en maður fer á veitingastaðinn, skoða leiðina á Google maps áður en maður leggur af stað, skoða 10 myndbönd á YouTube áður en maður reynir losa stífluna í baðvaskinum. Þegar við gerum þessa hluti þá lærum við gjarnan eitthvað nýtt eða finnum leið til að leysa vandamál og því fylgir oft góð tilfinning, tilfinningin sem fylgir því að vera með hlutina á hreinu. En þessi tilfinning endist oft ekki lengi því oft koma efasemdir og óvissa því veruleikinn fylgir sjaldnast plani. Rörin undir vaskinum eru öðruvísi en hjá gæjanum í Texas sem gerði YouTube myndbandið eða það er allt of heitt til að eyða deginum í útivist á Majorca eins og planið sagði til um. Það er nefnilega engin ein rétt leið, eitt rétt svar eða gulltryggð leið til að forðast mistök hvort sem það er við tannburstun eða í að plana sumarfríið. Ofhugsun og leit að hugsanlegum vandamálum getur tekið mikinn tíma og skapar oft óþarfa kvíða og áhyggjur af hlutum sem gjarnan leysast þegar á hólminn er komið. Hegðun okkar hefur áhrif á upplifun okkar af því verkefni sem við stöndum frammi fyrir og einnig hvernig við upplifum okkar eigin getu og færni til að leysa þau. Þegar við ofhugsum, ofurplönum og leitum ráða í óhófi, erum við í raun að senda sjálfum okkur þau skilaboð að við séum ekki nægilega fær til að ráða fram úr þessum hlutum upp á eigin spýtur. Þetta getur svo smám saman grafið undan sjálfstraustinu og ýtt undir meiri kvíða. Það er því ágætt að doka við þegar hvötin til að gúggla og leita fleiri ráða frá YouTube eða Google og prófa að taka sénsinn á mistökum. Þegar við treystum Google og YouTube betur en okkar eigin hyggjuviti förum líka við á mis við verðmæt mistök og reddingarnar sem kenna manni svo margt. Svo er það líka merkilegt hvernig klúðrið og óvæntu beygjurnar á ferðalögunum er stundum það sem býr til skemmtilegustu ferðasögurnar. Höfundur er sálfræðingur á Kvíðaklíníkinni.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun