Nýir eigendur taka við Melabúðinni Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 10. júlí 2024 16:34 Snorri Guðmundsson, Inga Hrönn Georgsdóttir og Pétur Alan Guðmundsson. Snorri og Pétur eru fráfarandi eigendur en Inga Hrönn tekur við daglegum rekstri búðarinnar. Melabúðin Melabúðin við Hagamel í vesturbæ Reykjavíkur hefur fengið nýja eigendur. Melabúðin hefur stærstan hluta sögu sinnar verið í eigu sömu fjölskyldunnar, en verslunin var opnuð árið 1956. Bræðurnir Pétur og Snorri Guðmundssynir hverfa nú úr eigendahópnum og afhenda keflið hópi fólks sem ætlar sér að viðhalda starfsemi verslunarinnar óbreyttri. Nýir eigendur eru þau Anna Jónsdóttir, Bjarki Már Baxter, Pétur Árni Jónsson og Þorsteinn Rafn Johnsen en Inga Hrönn Georgsdóttir sem hefur starfað sem verslunarstjóri Melabúðarinnar undanfarin ár mun taka við daglegri stjórn búðarinnar. Í samtali við fréttastofu segir Þorsteinn Rafn Johnsen að markmið nýja eigendahópsins sé að halda í öll sérkenni Melabúðarinnar. Hugmyndin sé að halda áfram að reka hana eins og hún er og engar stórar breytingar séu í vændum. „Við höfum byggt upp að okkar mati góða þjónustu og tryggan rekstur og við erum ánægðir með okkar áratuga framlag til viðskiptavina. En allt hefur sinn tíma. Pétur er búinn að standa í stafninum í rúmlega 30 ár og við erum ekki að yngjast. Við erum þess fullvissir að flotta starfsfólkið okkar sem við nú kveðjum og nýir eigendur, með Ingu verslunarstjórann okkar í brúnni, haldi áfram á sömu braut. Nú njótum við þess bara að vera hinum megin við borðið, enda búum við báðir á Melunum,“ er haft eftir Snorra Guðmundssyni fráfarandi eiganda í tilkynningu vegna eigendaskiptanna. Melabúðin var stofnuð 1956 á Hagamel 39 þar sem hún stendur enn í dag. Guðmundur Júlíusson og Katrín Briem, foreldrar fráfarandi eigenda, tóku við rekstrinum árið 1979 og búðin hefur verið í fjölskyldunni síðan. Fráfarandi eigendur eru Pétur Alan og Snorri Guðmundssynir. Matvöruverslun Verslun Reykjavík Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Nýir eigendur eru þau Anna Jónsdóttir, Bjarki Már Baxter, Pétur Árni Jónsson og Þorsteinn Rafn Johnsen en Inga Hrönn Georgsdóttir sem hefur starfað sem verslunarstjóri Melabúðarinnar undanfarin ár mun taka við daglegri stjórn búðarinnar. Í samtali við fréttastofu segir Þorsteinn Rafn Johnsen að markmið nýja eigendahópsins sé að halda í öll sérkenni Melabúðarinnar. Hugmyndin sé að halda áfram að reka hana eins og hún er og engar stórar breytingar séu í vændum. „Við höfum byggt upp að okkar mati góða þjónustu og tryggan rekstur og við erum ánægðir með okkar áratuga framlag til viðskiptavina. En allt hefur sinn tíma. Pétur er búinn að standa í stafninum í rúmlega 30 ár og við erum ekki að yngjast. Við erum þess fullvissir að flotta starfsfólkið okkar sem við nú kveðjum og nýir eigendur, með Ingu verslunarstjórann okkar í brúnni, haldi áfram á sömu braut. Nú njótum við þess bara að vera hinum megin við borðið, enda búum við báðir á Melunum,“ er haft eftir Snorra Guðmundssyni fráfarandi eiganda í tilkynningu vegna eigendaskiptanna. Melabúðin var stofnuð 1956 á Hagamel 39 þar sem hún stendur enn í dag. Guðmundur Júlíusson og Katrín Briem, foreldrar fráfarandi eigenda, tóku við rekstrinum árið 1979 og búðin hefur verið í fjölskyldunni síðan. Fráfarandi eigendur eru Pétur Alan og Snorri Guðmundssynir.
Matvöruverslun Verslun Reykjavík Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira