Hans syrgir pabba sinn en fer 42 ára á ÓL Sindri Sverrisson skrifar 9. júlí 2024 23:30 Hans Lindberg fer á Ólympíuleikana í sumar, sextán árum eftir að hafa farið í fyrsta sinn á Ólympíuleika. EPA-EFE/Stian Lysberg Solum Hans Óttar Lindberg er óvænt á leiðinni á Ólympíuleikana í París, 42 ára gamall. Það skiptast á skin og skúrir hjá þessum íslenskættaða handboltamanni sem á dögunum missti pabba sinn, Tómas Erling Lindberg Hansson. Eftir fjölmörg stórmót með danska landsliðinu og langan feril í bestu landsdeild heims, þeirri þýsku, er farið að síga á seinni hlutann á handboltaferli Hans. Engu að síður er hann á leiðinni á Ólympíuleika, eftir að hafa í fyrsta sinn spilað á Ólympíuleikum í Peking 2008, fyrir sextán árum síðan. Íslenskt handboltaáhugafólk þekkir vel til Hans, sem fyrir rúmu ári sló ótrúlegt met með því að verða markahæstur í sögu þýsku 1. deildarinnar. Foreldrar Hans eru úr Hafnarfirði, þau Sigrún Sigurðardóttir og Tómas, en eins og fyrr segir féll Tómas frá í lok síðasta mánaðar. Hans minntist pabba síns í skrifum á Facebook: „Pabbi minn, hinn góði afi strákanna og maðurinn sem móðir mín elskaði, lést óvænt fimmtudaginn 27. júní. Hans verður saknað alveg svakalega mikið af fjölda fólks sem bæði hann elskaði og sem elskaði hann.“ Hans Lindberg hefur mætt íslenska landsliðinu á handboltavellinum, til að mynda á EM í Svíþjóð 2020, þar sem hann sagði foreldra sína enn styðja íslenska liðið. Vegna fráfalls Tómasar missti Hans af fyrstu æfingum danska landsliðsins í undirbúningi fyrir Ólympíuleikana, þegar þjálfarinn Nikolaj Jacobsen átti enn eftir að tilkynna 14 manna ólympíuhóp sinn. Þegar hópurinn var svo tilkynntur var Hans ekki á listanum, en í dag varð ljóst að hann færi engu að síður til Parísar, vegna ökklameiðsla Mads Hoxer sem meiddist á æfingu danska liðsins. Hans Lindberg, sem ákvað að halda heim til Danmerkur í sumar og semja við Höj Elite í næstefstu deild Danmerkur, spilaði á Ólympíuleikunum 2008 og 2012. Hann var svo varamaður á ÓL 2016 þegar Guðmundur Guðmundsson stýrði Dönum til fyrsta ólympíumeistaratitilsins, en liðið vann silfur í Tókýó fyrir þremur árum. Hans Lindberg er eini eiginlegi hægri hornamaðurinn í danska hópnum en Niclas Kirkelökke getur einnig leyst þá stöðu. Ólympíuleikar 2024 í París Handbolti Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ungverjaland 23-24 | Ísland fer með tvö stig í millirðil Sport Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Utan vallar: Ég get ekki meir Handbolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti Mikil trú á íslenskum sigri meðal stuðningsmanna Íslands Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Handbolti City fékk skell í Noregi Fótbolti Átján ára orðin næstfljótust í sögu Íslands Sport Fleiri fréttir „Bara vá, ég er svo glaður“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Tölfræðin á móti Ungverjum: Viktor hélt hreinu í átta mínútur þegar ekkert gekk Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Svartfellingar hjálpuðu alls ekki Færeyingum Kemst loksins á leik og styður Ísland til sigurs Mikil trú á íslenskum sigri meðal stuðningsmanna Íslands Viktor Gísli líka frábær í Fantasy Utan vallar: Ég get ekki meir „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ „Sáru töpin sitja í okkur“ „Örugglega orðinn hundleiður á umræðunni“ „Það er mjög slæm minning“ Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða „Það trompast allt þarna“ Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Sjá meira
Eftir fjölmörg stórmót með danska landsliðinu og langan feril í bestu landsdeild heims, þeirri þýsku, er farið að síga á seinni hlutann á handboltaferli Hans. Engu að síður er hann á leiðinni á Ólympíuleika, eftir að hafa í fyrsta sinn spilað á Ólympíuleikum í Peking 2008, fyrir sextán árum síðan. Íslenskt handboltaáhugafólk þekkir vel til Hans, sem fyrir rúmu ári sló ótrúlegt met með því að verða markahæstur í sögu þýsku 1. deildarinnar. Foreldrar Hans eru úr Hafnarfirði, þau Sigrún Sigurðardóttir og Tómas, en eins og fyrr segir féll Tómas frá í lok síðasta mánaðar. Hans minntist pabba síns í skrifum á Facebook: „Pabbi minn, hinn góði afi strákanna og maðurinn sem móðir mín elskaði, lést óvænt fimmtudaginn 27. júní. Hans verður saknað alveg svakalega mikið af fjölda fólks sem bæði hann elskaði og sem elskaði hann.“ Hans Lindberg hefur mætt íslenska landsliðinu á handboltavellinum, til að mynda á EM í Svíþjóð 2020, þar sem hann sagði foreldra sína enn styðja íslenska liðið. Vegna fráfalls Tómasar missti Hans af fyrstu æfingum danska landsliðsins í undirbúningi fyrir Ólympíuleikana, þegar þjálfarinn Nikolaj Jacobsen átti enn eftir að tilkynna 14 manna ólympíuhóp sinn. Þegar hópurinn var svo tilkynntur var Hans ekki á listanum, en í dag varð ljóst að hann færi engu að síður til Parísar, vegna ökklameiðsla Mads Hoxer sem meiddist á æfingu danska liðsins. Hans Lindberg, sem ákvað að halda heim til Danmerkur í sumar og semja við Höj Elite í næstefstu deild Danmerkur, spilaði á Ólympíuleikunum 2008 og 2012. Hann var svo varamaður á ÓL 2016 þegar Guðmundur Guðmundsson stýrði Dönum til fyrsta ólympíumeistaratitilsins, en liðið vann silfur í Tókýó fyrir þremur árum. Hans Lindberg er eini eiginlegi hægri hornamaðurinn í danska hópnum en Niclas Kirkelökke getur einnig leyst þá stöðu.
Ólympíuleikar 2024 í París Handbolti Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ungverjaland 23-24 | Ísland fer með tvö stig í millirðil Sport Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Utan vallar: Ég get ekki meir Handbolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti Mikil trú á íslenskum sigri meðal stuðningsmanna Íslands Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Handbolti City fékk skell í Noregi Fótbolti Átján ára orðin næstfljótust í sögu Íslands Sport Fleiri fréttir „Bara vá, ég er svo glaður“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Tölfræðin á móti Ungverjum: Viktor hélt hreinu í átta mínútur þegar ekkert gekk Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Svartfellingar hjálpuðu alls ekki Færeyingum Kemst loksins á leik og styður Ísland til sigurs Mikil trú á íslenskum sigri meðal stuðningsmanna Íslands Viktor Gísli líka frábær í Fantasy Utan vallar: Ég get ekki meir „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ „Sáru töpin sitja í okkur“ „Örugglega orðinn hundleiður á umræðunni“ „Það er mjög slæm minning“ Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða „Það trompast allt þarna“ Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Íslendingar ættu frekar að vera hræddir „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Sjá meira