Mikilvægi samkeppni Breki Karlsson skrifar 9. júlí 2024 14:31 Virk samkeppni, þegar fyrirtæki keppa innbyrðis á markaði, er ekki lítilvægt orðagjálfur til að hafa uppi á tyllidögum. Hún er ein grunnstoðin í hagkerfi okkar. Jafnframt er hún ein helsta trygging neytenda fyrir úrvali og auknum gæðum, auk þess að vera vörn gegn okri og blekkingu. Það er því miður tilefni til að rifja upp mikilvægi samkeppninnar og hvað hún færir okkur. Þegar fyrirtæki keppa á markaði reyna þau að gera hluti betur en samkeppnisaðilarnir. Þau finna leiðir til að nýta betur auðlindir sem nýttar eru og draga úr sóun. Óskilvirk fyrirtæki verða undir í samkeppninni og hætta starfsemi. Þannig ýtir samkeppni undir skilvirkni. Skilvirkni og barátta fyrirtækja um að gera betur við neytendur leiðir til þess að skilvirkari fyrirtæki geta boðið vörur og þjónustu á hagstæðara verði. Þannig leiðir samkeppni til lægra vöruverðs. Lægra vöruverð er ekki einungis gott fyrir neytendur. Þegar fleiri geta keypt vörur og þjónustu hvetur það fyrirtæki til að framleiða meira og þannig eflir það hagkerfið í heild. Þannig leiðir samkeppni til aukins hagvaxtar. Samkeppni leiðir til samtals við neytendur og þannig til aukins skilnings á þörfum og óskum neytenda. Því fyrirtæki á samkeppnismarkaði þurfa sífellt að vera á tánum og gera betur en áður hefur verið gert. Fyrirtæki sem ekki verða við óskum neytenda verða undir í samkeppninni. Þannig leiðir samkeppni til nýsköpunar. Samkeppni hvetur fyrirtæki til að bæta gæði vöru og þjónustu sem þau selja - til að laða að fleiri viðskiptavini. Þannig leiðir samkeppni til aukinna gæða. Í hnattvæddum heimi hvetur samkeppni fyrirtæki til að keppa ekki aðeins staðbundið heldur einnig á alþjóðavettvangi. Innri samkeppni eykur getu fyrirtækis til að staðsetja sig á alþjóðlegum markaði. Þannig eflir samkeppni alþjóðlega samkeppnishæfni sem getur leitt til aukins útflutnings. Til að öðlast samkeppnisforskot geta fyrirtæki tekið upp siðferðileg vinnubrögð og borið ábyrgð á samfélagi sínu, eða þróað umhverfisvæna starfshætti og tækni til að mæta eftirspurn neytenda eftir sjálfbærum vörum, sem geta haft jákvæð félagsleg og umhverfisleg áhrif. Þannig hvetur samkeppni til siðferðilegrar og umhverfisvænnar hegðunar. Til lengri tíma setur samkeppni neytendum völdin í hendur. Neytendur þurfa ekki að sætta sig við það sem að þeim er rétt. Neytendur geta valið vörur og þjónustu út frá óskum sínum og fyrirtæki sem ekki mæta kröfum neytenda heltast úr lestinni. Samkeppni valdeflir neytendur. Einhverjum kann að þykja krafan um samkeppni krefjandi og yfirþyrmandi, og vilja í skammtíma- og eiginhagsmunaskyni komast hjá því að þurfa að keppa á jafnréttisgrunni. En ávinningur samkeppni; skilvirkni, lægra vöruverð, framfarir, nýsköpun, hagvöxtur, alþjóðleg samkeppnishæfni og valdefling neytenda sýnir svo ekki verður um villst að almannahagsmunir felast í virkri samkeppni. Samkeppni er grundvallarstoð sem stuðlar að jafnvægi og réttlátu samfélagi, og markaði þar sem tækifæri eru fyrir alla. Án raunverulegrar heilbrigðrar virkrar samkeppni er hætta á að fyrirtæki sofni á verðinum og hvatinn til að gera betur í dag en í gær hverfur. Áskoranir samkeppninnar halda fyrirtækjum á tánum og knýja þau til stöðugra umbóta. Samkeppni er okkur öllum svo mikilvæg að þegar henni er kippt úr sambandi kemur það ekki einasta niðurá neytendum og greinunum sem ekki njóta samkeppni, heldur hagkerfinu öllu. Samkeppni er ekki bara keppnisvöllur, samkeppni er frjór jarðvegur fyrir nýsköpun. Þróun, eflir skilvirkni og nærir sköpunargáfu, umbreytir áskorunum í tækifæri til vaxtar og framfara. Þess vegna þurfum við heilbrigða og virka samkeppni, og þess vegna er aðför að samkeppni aðför að neytendum! Höfundur er formaður Neytendasamtakanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Breki Karlsson Neytendur Samkeppnismál Mest lesið Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Sjá meira
Virk samkeppni, þegar fyrirtæki keppa innbyrðis á markaði, er ekki lítilvægt orðagjálfur til að hafa uppi á tyllidögum. Hún er ein grunnstoðin í hagkerfi okkar. Jafnframt er hún ein helsta trygging neytenda fyrir úrvali og auknum gæðum, auk þess að vera vörn gegn okri og blekkingu. Það er því miður tilefni til að rifja upp mikilvægi samkeppninnar og hvað hún færir okkur. Þegar fyrirtæki keppa á markaði reyna þau að gera hluti betur en samkeppnisaðilarnir. Þau finna leiðir til að nýta betur auðlindir sem nýttar eru og draga úr sóun. Óskilvirk fyrirtæki verða undir í samkeppninni og hætta starfsemi. Þannig ýtir samkeppni undir skilvirkni. Skilvirkni og barátta fyrirtækja um að gera betur við neytendur leiðir til þess að skilvirkari fyrirtæki geta boðið vörur og þjónustu á hagstæðara verði. Þannig leiðir samkeppni til lægra vöruverðs. Lægra vöruverð er ekki einungis gott fyrir neytendur. Þegar fleiri geta keypt vörur og þjónustu hvetur það fyrirtæki til að framleiða meira og þannig eflir það hagkerfið í heild. Þannig leiðir samkeppni til aukins hagvaxtar. Samkeppni leiðir til samtals við neytendur og þannig til aukins skilnings á þörfum og óskum neytenda. Því fyrirtæki á samkeppnismarkaði þurfa sífellt að vera á tánum og gera betur en áður hefur verið gert. Fyrirtæki sem ekki verða við óskum neytenda verða undir í samkeppninni. Þannig leiðir samkeppni til nýsköpunar. Samkeppni hvetur fyrirtæki til að bæta gæði vöru og þjónustu sem þau selja - til að laða að fleiri viðskiptavini. Þannig leiðir samkeppni til aukinna gæða. Í hnattvæddum heimi hvetur samkeppni fyrirtæki til að keppa ekki aðeins staðbundið heldur einnig á alþjóðavettvangi. Innri samkeppni eykur getu fyrirtækis til að staðsetja sig á alþjóðlegum markaði. Þannig eflir samkeppni alþjóðlega samkeppnishæfni sem getur leitt til aukins útflutnings. Til að öðlast samkeppnisforskot geta fyrirtæki tekið upp siðferðileg vinnubrögð og borið ábyrgð á samfélagi sínu, eða þróað umhverfisvæna starfshætti og tækni til að mæta eftirspurn neytenda eftir sjálfbærum vörum, sem geta haft jákvæð félagsleg og umhverfisleg áhrif. Þannig hvetur samkeppni til siðferðilegrar og umhverfisvænnar hegðunar. Til lengri tíma setur samkeppni neytendum völdin í hendur. Neytendur þurfa ekki að sætta sig við það sem að þeim er rétt. Neytendur geta valið vörur og þjónustu út frá óskum sínum og fyrirtæki sem ekki mæta kröfum neytenda heltast úr lestinni. Samkeppni valdeflir neytendur. Einhverjum kann að þykja krafan um samkeppni krefjandi og yfirþyrmandi, og vilja í skammtíma- og eiginhagsmunaskyni komast hjá því að þurfa að keppa á jafnréttisgrunni. En ávinningur samkeppni; skilvirkni, lægra vöruverð, framfarir, nýsköpun, hagvöxtur, alþjóðleg samkeppnishæfni og valdefling neytenda sýnir svo ekki verður um villst að almannahagsmunir felast í virkri samkeppni. Samkeppni er grundvallarstoð sem stuðlar að jafnvægi og réttlátu samfélagi, og markaði þar sem tækifæri eru fyrir alla. Án raunverulegrar heilbrigðrar virkrar samkeppni er hætta á að fyrirtæki sofni á verðinum og hvatinn til að gera betur í dag en í gær hverfur. Áskoranir samkeppninnar halda fyrirtækjum á tánum og knýja þau til stöðugra umbóta. Samkeppni er okkur öllum svo mikilvæg að þegar henni er kippt úr sambandi kemur það ekki einasta niðurá neytendum og greinunum sem ekki njóta samkeppni, heldur hagkerfinu öllu. Samkeppni er ekki bara keppnisvöllur, samkeppni er frjór jarðvegur fyrir nýsköpun. Þróun, eflir skilvirkni og nærir sköpunargáfu, umbreytir áskorunum í tækifæri til vaxtar og framfara. Þess vegna þurfum við heilbrigða og virka samkeppni, og þess vegna er aðför að samkeppni aðför að neytendum! Höfundur er formaður Neytendasamtakanna.
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun