Mikilvægi samkeppni Breki Karlsson skrifar 9. júlí 2024 14:31 Virk samkeppni, þegar fyrirtæki keppa innbyrðis á markaði, er ekki lítilvægt orðagjálfur til að hafa uppi á tyllidögum. Hún er ein grunnstoðin í hagkerfi okkar. Jafnframt er hún ein helsta trygging neytenda fyrir úrvali og auknum gæðum, auk þess að vera vörn gegn okri og blekkingu. Það er því miður tilefni til að rifja upp mikilvægi samkeppninnar og hvað hún færir okkur. Þegar fyrirtæki keppa á markaði reyna þau að gera hluti betur en samkeppnisaðilarnir. Þau finna leiðir til að nýta betur auðlindir sem nýttar eru og draga úr sóun. Óskilvirk fyrirtæki verða undir í samkeppninni og hætta starfsemi. Þannig ýtir samkeppni undir skilvirkni. Skilvirkni og barátta fyrirtækja um að gera betur við neytendur leiðir til þess að skilvirkari fyrirtæki geta boðið vörur og þjónustu á hagstæðara verði. Þannig leiðir samkeppni til lægra vöruverðs. Lægra vöruverð er ekki einungis gott fyrir neytendur. Þegar fleiri geta keypt vörur og þjónustu hvetur það fyrirtæki til að framleiða meira og þannig eflir það hagkerfið í heild. Þannig leiðir samkeppni til aukins hagvaxtar. Samkeppni leiðir til samtals við neytendur og þannig til aukins skilnings á þörfum og óskum neytenda. Því fyrirtæki á samkeppnismarkaði þurfa sífellt að vera á tánum og gera betur en áður hefur verið gert. Fyrirtæki sem ekki verða við óskum neytenda verða undir í samkeppninni. Þannig leiðir samkeppni til nýsköpunar. Samkeppni hvetur fyrirtæki til að bæta gæði vöru og þjónustu sem þau selja - til að laða að fleiri viðskiptavini. Þannig leiðir samkeppni til aukinna gæða. Í hnattvæddum heimi hvetur samkeppni fyrirtæki til að keppa ekki aðeins staðbundið heldur einnig á alþjóðavettvangi. Innri samkeppni eykur getu fyrirtækis til að staðsetja sig á alþjóðlegum markaði. Þannig eflir samkeppni alþjóðlega samkeppnishæfni sem getur leitt til aukins útflutnings. Til að öðlast samkeppnisforskot geta fyrirtæki tekið upp siðferðileg vinnubrögð og borið ábyrgð á samfélagi sínu, eða þróað umhverfisvæna starfshætti og tækni til að mæta eftirspurn neytenda eftir sjálfbærum vörum, sem geta haft jákvæð félagsleg og umhverfisleg áhrif. Þannig hvetur samkeppni til siðferðilegrar og umhverfisvænnar hegðunar. Til lengri tíma setur samkeppni neytendum völdin í hendur. Neytendur þurfa ekki að sætta sig við það sem að þeim er rétt. Neytendur geta valið vörur og þjónustu út frá óskum sínum og fyrirtæki sem ekki mæta kröfum neytenda heltast úr lestinni. Samkeppni valdeflir neytendur. Einhverjum kann að þykja krafan um samkeppni krefjandi og yfirþyrmandi, og vilja í skammtíma- og eiginhagsmunaskyni komast hjá því að þurfa að keppa á jafnréttisgrunni. En ávinningur samkeppni; skilvirkni, lægra vöruverð, framfarir, nýsköpun, hagvöxtur, alþjóðleg samkeppnishæfni og valdefling neytenda sýnir svo ekki verður um villst að almannahagsmunir felast í virkri samkeppni. Samkeppni er grundvallarstoð sem stuðlar að jafnvægi og réttlátu samfélagi, og markaði þar sem tækifæri eru fyrir alla. Án raunverulegrar heilbrigðrar virkrar samkeppni er hætta á að fyrirtæki sofni á verðinum og hvatinn til að gera betur í dag en í gær hverfur. Áskoranir samkeppninnar halda fyrirtækjum á tánum og knýja þau til stöðugra umbóta. Samkeppni er okkur öllum svo mikilvæg að þegar henni er kippt úr sambandi kemur það ekki einasta niðurá neytendum og greinunum sem ekki njóta samkeppni, heldur hagkerfinu öllu. Samkeppni er ekki bara keppnisvöllur, samkeppni er frjór jarðvegur fyrir nýsköpun. Þróun, eflir skilvirkni og nærir sköpunargáfu, umbreytir áskorunum í tækifæri til vaxtar og framfara. Þess vegna þurfum við heilbrigða og virka samkeppni, og þess vegna er aðför að samkeppni aðför að neytendum! Höfundur er formaður Neytendasamtakanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Breki Karlsson Neytendur Samkeppnismál Mest lesið Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Sjá meira
Virk samkeppni, þegar fyrirtæki keppa innbyrðis á markaði, er ekki lítilvægt orðagjálfur til að hafa uppi á tyllidögum. Hún er ein grunnstoðin í hagkerfi okkar. Jafnframt er hún ein helsta trygging neytenda fyrir úrvali og auknum gæðum, auk þess að vera vörn gegn okri og blekkingu. Það er því miður tilefni til að rifja upp mikilvægi samkeppninnar og hvað hún færir okkur. Þegar fyrirtæki keppa á markaði reyna þau að gera hluti betur en samkeppnisaðilarnir. Þau finna leiðir til að nýta betur auðlindir sem nýttar eru og draga úr sóun. Óskilvirk fyrirtæki verða undir í samkeppninni og hætta starfsemi. Þannig ýtir samkeppni undir skilvirkni. Skilvirkni og barátta fyrirtækja um að gera betur við neytendur leiðir til þess að skilvirkari fyrirtæki geta boðið vörur og þjónustu á hagstæðara verði. Þannig leiðir samkeppni til lægra vöruverðs. Lægra vöruverð er ekki einungis gott fyrir neytendur. Þegar fleiri geta keypt vörur og þjónustu hvetur það fyrirtæki til að framleiða meira og þannig eflir það hagkerfið í heild. Þannig leiðir samkeppni til aukins hagvaxtar. Samkeppni leiðir til samtals við neytendur og þannig til aukins skilnings á þörfum og óskum neytenda. Því fyrirtæki á samkeppnismarkaði þurfa sífellt að vera á tánum og gera betur en áður hefur verið gert. Fyrirtæki sem ekki verða við óskum neytenda verða undir í samkeppninni. Þannig leiðir samkeppni til nýsköpunar. Samkeppni hvetur fyrirtæki til að bæta gæði vöru og þjónustu sem þau selja - til að laða að fleiri viðskiptavini. Þannig leiðir samkeppni til aukinna gæða. Í hnattvæddum heimi hvetur samkeppni fyrirtæki til að keppa ekki aðeins staðbundið heldur einnig á alþjóðavettvangi. Innri samkeppni eykur getu fyrirtækis til að staðsetja sig á alþjóðlegum markaði. Þannig eflir samkeppni alþjóðlega samkeppnishæfni sem getur leitt til aukins útflutnings. Til að öðlast samkeppnisforskot geta fyrirtæki tekið upp siðferðileg vinnubrögð og borið ábyrgð á samfélagi sínu, eða þróað umhverfisvæna starfshætti og tækni til að mæta eftirspurn neytenda eftir sjálfbærum vörum, sem geta haft jákvæð félagsleg og umhverfisleg áhrif. Þannig hvetur samkeppni til siðferðilegrar og umhverfisvænnar hegðunar. Til lengri tíma setur samkeppni neytendum völdin í hendur. Neytendur þurfa ekki að sætta sig við það sem að þeim er rétt. Neytendur geta valið vörur og þjónustu út frá óskum sínum og fyrirtæki sem ekki mæta kröfum neytenda heltast úr lestinni. Samkeppni valdeflir neytendur. Einhverjum kann að þykja krafan um samkeppni krefjandi og yfirþyrmandi, og vilja í skammtíma- og eiginhagsmunaskyni komast hjá því að þurfa að keppa á jafnréttisgrunni. En ávinningur samkeppni; skilvirkni, lægra vöruverð, framfarir, nýsköpun, hagvöxtur, alþjóðleg samkeppnishæfni og valdefling neytenda sýnir svo ekki verður um villst að almannahagsmunir felast í virkri samkeppni. Samkeppni er grundvallarstoð sem stuðlar að jafnvægi og réttlátu samfélagi, og markaði þar sem tækifæri eru fyrir alla. Án raunverulegrar heilbrigðrar virkrar samkeppni er hætta á að fyrirtæki sofni á verðinum og hvatinn til að gera betur í dag en í gær hverfur. Áskoranir samkeppninnar halda fyrirtækjum á tánum og knýja þau til stöðugra umbóta. Samkeppni er okkur öllum svo mikilvæg að þegar henni er kippt úr sambandi kemur það ekki einasta niðurá neytendum og greinunum sem ekki njóta samkeppni, heldur hagkerfinu öllu. Samkeppni er ekki bara keppnisvöllur, samkeppni er frjór jarðvegur fyrir nýsköpun. Þróun, eflir skilvirkni og nærir sköpunargáfu, umbreytir áskorunum í tækifæri til vaxtar og framfara. Þess vegna þurfum við heilbrigða og virka samkeppni, og þess vegna er aðför að samkeppni aðför að neytendum! Höfundur er formaður Neytendasamtakanna.
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun