Mikilvægt að heilbrigðiskerfið sé búið undir kynfæralimlestingar á börnum Jón Þór Stefánsson skrifar 9. júlí 2024 13:57 Lagt er til að Landspítalinn hanni verklag um meðferð barna sem hafa orðið fyrir limlestingu á kynfærum. Vísir/Vilhelm Það er mikilvægt að heilbrigðiskerfið sé undirbúið fyrir fjölgun á limlestingum á kynfærum barna. Það er á meðal þess sem kemur fram í skýrslu starfshóps sem Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra fól að móta framtíðarsýn í heilbrigðisþjónustu fyrir börn sem eru þolendur ofbeldis. Hópurinn afmarkað sig annars vegar við börn sem eru þolendur heimilisofbeldis og hins vegar börn sem eru útsett fyrir að undirgangast limlestingar á kynfærum. Í skýrslunni segir að með aukinni fjölmenningu megi heilbrigðiskerfið búast við því að slíkum aðgerðum muni fjölga á næstu misserum. Þá kemur fram að á Íslandi sé ekki til verklag um hvernig eigi að opna á umræðu um limlestingar á kynfærum barna. Í nágrannalöndum Íslands sé hins vegar víða til skýrt ferli um hvernig eigi að nálgast slík mál og hvaða úrræði eigi að nýta til að koma í veg fyrir limlestingarnar. Þess má þó geta að limlestingar á kynfærum stúlkna falla undir brot á íslenskum hegningarlögum. Samkvæmt skýrslunni eru limlestingar á kynfærum stúlkubarna ólöglegar í flestum löndum, en að minnsta kosti 200 milljónir stúlkna eða kvenna hafi orðið fyrir slíku í rúmlega þrjátíu löndum um allan heim. „Þessar limlestingar eru algengastar á vissum svæðum í Afríku, miðausturlöndum og suðaustur Asíu. Fórnarlömb limlestinga af þessu tagi eru að finna í flestum löndum í hópi innflytjenda,“ segir í skýrslunni. Starfshópurinn óskaði eftir upplýsingum um fjölda aðgerða sem flokkast sem umskurður á kynfærum barna frá árinu 2019 til síðasta árs. Átta einstaklingar, allt drengir, féllu í þennan hóp samkvæmt upplýsingum frá embætti landlæknis. Í niðurstöðukafla skýrslunnar er lagt til að fest verði í sessi fyrirkomulag um að komi upp mál sem varðar limlestingu barna skuli því beint í sama farveg og heilbrigðisþjónustu vegna annars konar kynferðisofbeldis í garð barna. Hópurinn leggur til að heilbrigðisráðuneytið feli Þróunarmiðstöð íslenskrar heilsugæslu að hanna verklag um nálgun við skimun varðandi limlestingar á kynfærum barna. Æskilegt væri að tengja skimun við meðgönguvernd, ung- og smábarnavernd og heilsuvernd í skólum. Á sama tíma muni Landspítalinn hanna verklag um meðferð barna sem hafa orðið fyrir limlestingu á kynfærum. Þeirri vinnu eigi að ljúka fyrir 1. mars á næsta ári. Umdeilt frumvarp Árið 2018 var mikil umræða um frumvarp Silju Daggar Gunnarsdóttur, þingkonu Framsóknarflokksins, sem lagði til að umskurður drengja yrði bannaður með lögum hér á landi, nema læknisfræðilegar ástæður liggi til grundvallar. Frumvarpið náði ekki fram að ganga. Á fimmta hundrað íslenskra lækna skrifuðu undir yfirlýsingu til stuðnings frumvarpinu. Hins vegar líkti talsmaður kaþólsku kirkjunnar því við útrýmingarstefnu nasista. „Þetta færir okkur aftur til ársins 1933, þegar Hitler náði völdum í Þýskalandi. Og við vitum hvernig það endaði,“ sagði Jakob Rolland kanslari biskupsdæmis kaþólsku kirkjunnar á Íslandi. Heilbrigðismál Landspítalinn Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Sjá meira
Hópurinn afmarkað sig annars vegar við börn sem eru þolendur heimilisofbeldis og hins vegar börn sem eru útsett fyrir að undirgangast limlestingar á kynfærum. Í skýrslunni segir að með aukinni fjölmenningu megi heilbrigðiskerfið búast við því að slíkum aðgerðum muni fjölga á næstu misserum. Þá kemur fram að á Íslandi sé ekki til verklag um hvernig eigi að opna á umræðu um limlestingar á kynfærum barna. Í nágrannalöndum Íslands sé hins vegar víða til skýrt ferli um hvernig eigi að nálgast slík mál og hvaða úrræði eigi að nýta til að koma í veg fyrir limlestingarnar. Þess má þó geta að limlestingar á kynfærum stúlkna falla undir brot á íslenskum hegningarlögum. Samkvæmt skýrslunni eru limlestingar á kynfærum stúlkubarna ólöglegar í flestum löndum, en að minnsta kosti 200 milljónir stúlkna eða kvenna hafi orðið fyrir slíku í rúmlega þrjátíu löndum um allan heim. „Þessar limlestingar eru algengastar á vissum svæðum í Afríku, miðausturlöndum og suðaustur Asíu. Fórnarlömb limlestinga af þessu tagi eru að finna í flestum löndum í hópi innflytjenda,“ segir í skýrslunni. Starfshópurinn óskaði eftir upplýsingum um fjölda aðgerða sem flokkast sem umskurður á kynfærum barna frá árinu 2019 til síðasta árs. Átta einstaklingar, allt drengir, féllu í þennan hóp samkvæmt upplýsingum frá embætti landlæknis. Í niðurstöðukafla skýrslunnar er lagt til að fest verði í sessi fyrirkomulag um að komi upp mál sem varðar limlestingu barna skuli því beint í sama farveg og heilbrigðisþjónustu vegna annars konar kynferðisofbeldis í garð barna. Hópurinn leggur til að heilbrigðisráðuneytið feli Þróunarmiðstöð íslenskrar heilsugæslu að hanna verklag um nálgun við skimun varðandi limlestingar á kynfærum barna. Æskilegt væri að tengja skimun við meðgönguvernd, ung- og smábarnavernd og heilsuvernd í skólum. Á sama tíma muni Landspítalinn hanna verklag um meðferð barna sem hafa orðið fyrir limlestingu á kynfærum. Þeirri vinnu eigi að ljúka fyrir 1. mars á næsta ári. Umdeilt frumvarp Árið 2018 var mikil umræða um frumvarp Silju Daggar Gunnarsdóttur, þingkonu Framsóknarflokksins, sem lagði til að umskurður drengja yrði bannaður með lögum hér á landi, nema læknisfræðilegar ástæður liggi til grundvallar. Frumvarpið náði ekki fram að ganga. Á fimmta hundrað íslenskra lækna skrifuðu undir yfirlýsingu til stuðnings frumvarpinu. Hins vegar líkti talsmaður kaþólsku kirkjunnar því við útrýmingarstefnu nasista. „Þetta færir okkur aftur til ársins 1933, þegar Hitler náði völdum í Þýskalandi. Og við vitum hvernig það endaði,“ sagði Jakob Rolland kanslari biskupsdæmis kaþólsku kirkjunnar á Íslandi.
Heilbrigðismál Landspítalinn Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Sjá meira