Spá því að nýjum krabbameinstilfellum á Íslandi fjölgi um 57 prósent Hólmfríður Gísladóttir skrifar 9. júlí 2024 10:23 Krabbameinstilfellum mun fjölga en fleiri munu læknast eða lifa með meinið. Stöð 2 Árlegur meðalfjöldi nýrra krabbameinstilfella á Íslandi verður allt að 2.903 árið 2040 en um er að ræða 57 prósent fjölgun miðað við árslok 2022. Mannfjöldabreytingar munu knýja þróunina, ekki síst ört hækkandi meðalaldur þjóðarinnar. Þetta kemur fram í grein í Læknablaðinu, þar sem fjallað er um nýja rannsókn á nýgengi og algengi krabbameina á Íslandi til ársins 2040. Þar segir meðal annars að fyrirséð fjölgun krabbameinssjúklinga og bætt lifun muni auka álag á heilbrigðiskerfið, sem brýnt sé að bregðast við. Alls greindust 1.853 ný krabbameinstilfelli árið 2022 en líkt og fyrr segir verða þau 2.903 árið 2040 ef spá rannsakenda nær fram að ganga. Nýjum brjóstakrabbameinsgreiningum hjá konum mun fjölga úr 260 í 373 og blöðruhálskirtilskrabbameinsgreiningum hjá körlum úr 240 í 361, svo dæmi séu tekin. Gert er ráð fyrir að algengustu meinin verði þau sömu; í brjóstum, blöðruhálskirtli, ristli og endaþarmi, lungum og húð. Samkvæmt spánni mun þeim einnig fjölga verulega sem læknast af eða lifa með krabbameini. Í árslok 2040 verði fjöldi lifenda á bilinu 25 til 30 þúsund, sem er 40-76 prósent aukning. Framfarir í læknavísindum veki vonir um að fleiri læknist en áður. „Jafnvel þó að unnið verði markvisst að því að fyrirbyggja krabbamein er ljóst að fjölgun nýrra tilfella á Íslandi samhliða mikilli fjölgun þeirra sem lifa eftir greiningu krabbameins mun auka þörf fyrir sérhæfða og almenna heilbrigðisþjónustu. Til að mæta þeirri þörf er ljóst að víða þarf að bæta úrræði og geta niðurstöður þessarar rannsóknar verið leiðbeinandi við uppbyggingu nauðsynlegra innviða,“ segir í greininni. Athygli vekur að umrædd fjölgun nýrra krabbameinstilfella á Íslandi, 57 prósent, er töluvert meiri en á hinum Norðurlöndunum. Samkvæmt spám verður hún 41 prósent í Noregi, 24 prósent í Svíþjóð, 23 prósent í Danmörku og 21 prósent í Finnlandi. Í greininni segir að þetta megi rekja til þess að Íslendingar séu yngri þjóð og að eftirstríðsárakynslóðin sé hlutfallslega stærri hér á landi. Hér má finna greinina í heild. Heilbrigðismál Krabbamein Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Sjá meira
Þetta kemur fram í grein í Læknablaðinu, þar sem fjallað er um nýja rannsókn á nýgengi og algengi krabbameina á Íslandi til ársins 2040. Þar segir meðal annars að fyrirséð fjölgun krabbameinssjúklinga og bætt lifun muni auka álag á heilbrigðiskerfið, sem brýnt sé að bregðast við. Alls greindust 1.853 ný krabbameinstilfelli árið 2022 en líkt og fyrr segir verða þau 2.903 árið 2040 ef spá rannsakenda nær fram að ganga. Nýjum brjóstakrabbameinsgreiningum hjá konum mun fjölga úr 260 í 373 og blöðruhálskirtilskrabbameinsgreiningum hjá körlum úr 240 í 361, svo dæmi séu tekin. Gert er ráð fyrir að algengustu meinin verði þau sömu; í brjóstum, blöðruhálskirtli, ristli og endaþarmi, lungum og húð. Samkvæmt spánni mun þeim einnig fjölga verulega sem læknast af eða lifa með krabbameini. Í árslok 2040 verði fjöldi lifenda á bilinu 25 til 30 þúsund, sem er 40-76 prósent aukning. Framfarir í læknavísindum veki vonir um að fleiri læknist en áður. „Jafnvel þó að unnið verði markvisst að því að fyrirbyggja krabbamein er ljóst að fjölgun nýrra tilfella á Íslandi samhliða mikilli fjölgun þeirra sem lifa eftir greiningu krabbameins mun auka þörf fyrir sérhæfða og almenna heilbrigðisþjónustu. Til að mæta þeirri þörf er ljóst að víða þarf að bæta úrræði og geta niðurstöður þessarar rannsóknar verið leiðbeinandi við uppbyggingu nauðsynlegra innviða,“ segir í greininni. Athygli vekur að umrædd fjölgun nýrra krabbameinstilfella á Íslandi, 57 prósent, er töluvert meiri en á hinum Norðurlöndunum. Samkvæmt spám verður hún 41 prósent í Noregi, 24 prósent í Svíþjóð, 23 prósent í Danmörku og 21 prósent í Finnlandi. Í greininni segir að þetta megi rekja til þess að Íslendingar séu yngri þjóð og að eftirstríðsárakynslóðin sé hlutfallslega stærri hér á landi. Hér má finna greinina í heild.
Heilbrigðismál Krabbamein Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Sjá meira