Féll á lyfjaprófi og lið hennar fær ekki að keppa á heimsleikunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. júlí 2024 08:30 Lið CrossFit Complex Wodex fagnar þriðja sætinu á undanúrslitamótinu en nú er komið í ljós að þau keppa ekki á heimsleikunum. @crossfitcmplx Carla Cornejo, fyrirliði CrossFit Complex Wodex liðsins, gerði liðsfélögum sínum mikinn óleik og sá til þess að hún og liðsfélagarnir fá ekki að upplifa drauminn sinn að keppa á heimsleikunum í CrossFit í ár. Lið CrossFit Complex Wodex náði þriðja sæti í undanúrslitamóti vesturhluta Norður Ameríku en sá árangur skilaði liðinu sæti á heimsleikunum. Þetta var besti árangur CrossFit liðs frá Mexíkó. The Barbell Spin vefurinn hefur verið að vakta lyfjahneyksli undanúrslitamótanna en þrír af fjórum efstu í karlaflokki Asíumótsins féllu á lyfjaprófi. Þar kemur fram að Cornejo hafi fallið á lyfjaprófi sem var tekið 25. maí síðastliðinn. View this post on Instagram A post shared by The Barbell Spin (@thebarbellspin) Sýni Cörlu innihélt anabólíska sterann metenolone sem er einnig á bannlista hjá Alþjóðlega lyfjaeftirlitinu, WADA. Fyrir þá sem vilja fá upplýsingar um fullt heiti þá var það á ensku: 16a-hydroxy-1-methyl-5a-androst-1-en-3,17-dione and 3a-hydroxy-1-methylene-5a-androstan-17-one, metabolites of metenolone. Efnið, sem er líka notað í læknisfræðilegum tilgangi, hjálpar viðkomandi að brenna fitu hraðar um leið og að auka vöðvamassa sinn. Það þekkist líka undir nafninu Primobolan. Cornejo hefur verið í Complex Wodex liðinu undanfarin tvö tímabil. Á síðasta ári endaði liðið í fjórtánda sæti í undanúrslitamótinu en að þessu sinni hækkaði liðið sig um ellefu sæti. Sjö efstu liðin unnu sér sæti á heimsleikunum og CrossFit Complex Wodex fór því sannfærandi inn á leikana. Þessar fréttir af fyrirliða þess þýða hins vegar að liðið missir nú farseðil sinn. Aðrir í liðinu voru þau Sasha Nievas, Esteban Ospina og Ricardo García. Samuel Zaleme og Ana Sofía Armenta Cano voru varamenn. Lið Rhino CrossFit Dawgs fengið boð um að keppa í staðinn fyrir Complex Wodex á heimsleikunum. Complex Wodex liðið hefur samt áfrýjað þessum dómi en dugar væntanlega skammt. CrossFit Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Fleiri fréttir Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Martin öflugur í góðum sigri Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Teitur inn í landsliðið Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Arnar skilur ekkert í Tottenham Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Bardagakapparnir vilja ólmir fá að keppa í Hvíta húsinu Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM „Sagan hefur sýnt það að ég er góður að þjálfa unga og efnilega leikmenn“ Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Sjá meira
Lið CrossFit Complex Wodex náði þriðja sæti í undanúrslitamóti vesturhluta Norður Ameríku en sá árangur skilaði liðinu sæti á heimsleikunum. Þetta var besti árangur CrossFit liðs frá Mexíkó. The Barbell Spin vefurinn hefur verið að vakta lyfjahneyksli undanúrslitamótanna en þrír af fjórum efstu í karlaflokki Asíumótsins féllu á lyfjaprófi. Þar kemur fram að Cornejo hafi fallið á lyfjaprófi sem var tekið 25. maí síðastliðinn. View this post on Instagram A post shared by The Barbell Spin (@thebarbellspin) Sýni Cörlu innihélt anabólíska sterann metenolone sem er einnig á bannlista hjá Alþjóðlega lyfjaeftirlitinu, WADA. Fyrir þá sem vilja fá upplýsingar um fullt heiti þá var það á ensku: 16a-hydroxy-1-methyl-5a-androst-1-en-3,17-dione and 3a-hydroxy-1-methylene-5a-androstan-17-one, metabolites of metenolone. Efnið, sem er líka notað í læknisfræðilegum tilgangi, hjálpar viðkomandi að brenna fitu hraðar um leið og að auka vöðvamassa sinn. Það þekkist líka undir nafninu Primobolan. Cornejo hefur verið í Complex Wodex liðinu undanfarin tvö tímabil. Á síðasta ári endaði liðið í fjórtánda sæti í undanúrslitamótinu en að þessu sinni hækkaði liðið sig um ellefu sæti. Sjö efstu liðin unnu sér sæti á heimsleikunum og CrossFit Complex Wodex fór því sannfærandi inn á leikana. Þessar fréttir af fyrirliða þess þýða hins vegar að liðið missir nú farseðil sinn. Aðrir í liðinu voru þau Sasha Nievas, Esteban Ospina og Ricardo García. Samuel Zaleme og Ana Sofía Armenta Cano voru varamenn. Lið Rhino CrossFit Dawgs fengið boð um að keppa í staðinn fyrir Complex Wodex á heimsleikunum. Complex Wodex liðið hefur samt áfrýjað þessum dómi en dugar væntanlega skammt.
CrossFit Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Fleiri fréttir Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Martin öflugur í góðum sigri Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Teitur inn í landsliðið Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Arnar skilur ekkert í Tottenham Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Bardagakapparnir vilja ólmir fá að keppa í Hvíta húsinu Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM „Sagan hefur sýnt það að ég er góður að þjálfa unga og efnilega leikmenn“ Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Sjá meira