Ívar Örn: Ótrúleg vinnubrögð dómarans Ólafur Þór Jónsson skrifar 8. júlí 2024 21:55 Ívar Örn, fyrirliði KA, í leik kvöldsins. Vísir/Diego Ívar Örn Árnason leikmaður KA átti fínan leik í vörn Akureyringa í 1-1 jafntefli gegn FH á Kaplakrikavelli í kvöld. Hann var þó heldur ósáttur með mark FH í leiknum. „Er ekki sáttur en út frá því sem var komið í þessum leik og hvernig hann spilaðist. Er bara mjög sterkt að sækja punkt hérna. Ætluðum að hefna fyrir tapið á Akureyri en það gekk ekki upp í dag,“ sagði Ívar og bætti við. „Þetta var bara baráttuleikur, hefði viljað fá þrjá punkta en maður fær ekki allt sem maður vill.“ Mark FH var umdeilt þar sem leikmaður FH var klárlega rangstæður þegar Úlfur Ágúst skallaði boltann í markið. Ívar var vægast sagt ósáttur við markið. „Þetta var kolólöglegt mark. Sigurður Bjartur stendur beint fyrir framan markvörðinn okkar. Í beinni línu við markmanninn og er klárlega rangstæður. Ég hleyp til línuvarðarins og hann segir hann hafa verið rangstæðan. Þá metur dómarinn þannig að hann hafi ekki haft áhrif á leikinn. Samt sem áður beygir leikmaðurinn sig niður. Þetta eru ótrúleg vinnubrögð.“ „Línuvörðurinn flaggar ekki. Hann segir við mig að Sigurður sé alltaf fyrir inná og þegar ég spyr hann afhverju markið fékk að standa hendir hann Arnari (aðaldómara) undir rútuna. Hann metur það þá þannig að hann hafi ekki áhrif, sem er auðvitað gjörsamlega galið,“ bætti Ívar Örn við. Arnar Þór Stefánsson, dómari leiksins, og Ívar Örn.Vísir/Diego KA er að komast í gírinn aftur eftir slæma byrjun í Bestu deildinni. Liðið er nú taplaust þrjá leiki í röð og útlitið bjartara að mati Ívars: „Þegar það gengur illa þá þarf að fara þetta svolítið á baráttunni. Við höfðum bikarinn með okkur og það gefur rosalega mikið í hópinn. Höfum verið að spila vel en verið mjög óheppnir. Erum núna tilbúnir að berjast fyrir hvorn annan og koma okkur ofar. Það eru allir sammála því í þessum klúbbi að við eigum ekkert að vera þarna niðri. Engin vill vera þarna. Það verður ekkert gefins héðan í frá.“ „Klárlega komnir á rétta braut. Þetta var einhver allra versta byrjun sem ég hef upplifað í meistaraflokk og við erum klárlega betri en taflan sínir. Erum með alltof fáa punkta og þurfum að fara að gefa í,“ sagði Ívar að lokum við Gunnlaug Jónsson eftir leik. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Mest lesið Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti „Við erum ekki á góðum stað“ Íslenski boltinn „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Fótbolti Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Sport Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Enski boltinn Fleiri fréttir „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ Sjá meira
„Er ekki sáttur en út frá því sem var komið í þessum leik og hvernig hann spilaðist. Er bara mjög sterkt að sækja punkt hérna. Ætluðum að hefna fyrir tapið á Akureyri en það gekk ekki upp í dag,“ sagði Ívar og bætti við. „Þetta var bara baráttuleikur, hefði viljað fá þrjá punkta en maður fær ekki allt sem maður vill.“ Mark FH var umdeilt þar sem leikmaður FH var klárlega rangstæður þegar Úlfur Ágúst skallaði boltann í markið. Ívar var vægast sagt ósáttur við markið. „Þetta var kolólöglegt mark. Sigurður Bjartur stendur beint fyrir framan markvörðinn okkar. Í beinni línu við markmanninn og er klárlega rangstæður. Ég hleyp til línuvarðarins og hann segir hann hafa verið rangstæðan. Þá metur dómarinn þannig að hann hafi ekki haft áhrif á leikinn. Samt sem áður beygir leikmaðurinn sig niður. Þetta eru ótrúleg vinnubrögð.“ „Línuvörðurinn flaggar ekki. Hann segir við mig að Sigurður sé alltaf fyrir inná og þegar ég spyr hann afhverju markið fékk að standa hendir hann Arnari (aðaldómara) undir rútuna. Hann metur það þá þannig að hann hafi ekki áhrif, sem er auðvitað gjörsamlega galið,“ bætti Ívar Örn við. Arnar Þór Stefánsson, dómari leiksins, og Ívar Örn.Vísir/Diego KA er að komast í gírinn aftur eftir slæma byrjun í Bestu deildinni. Liðið er nú taplaust þrjá leiki í röð og útlitið bjartara að mati Ívars: „Þegar það gengur illa þá þarf að fara þetta svolítið á baráttunni. Við höfðum bikarinn með okkur og það gefur rosalega mikið í hópinn. Höfum verið að spila vel en verið mjög óheppnir. Erum núna tilbúnir að berjast fyrir hvorn annan og koma okkur ofar. Það eru allir sammála því í þessum klúbbi að við eigum ekkert að vera þarna niðri. Engin vill vera þarna. Það verður ekkert gefins héðan í frá.“ „Klárlega komnir á rétta braut. Þetta var einhver allra versta byrjun sem ég hef upplifað í meistaraflokk og við erum klárlega betri en taflan sínir. Erum með alltof fáa punkta og þurfum að fara að gefa í,“ sagði Ívar að lokum við Gunnlaug Jónsson eftir leik.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Mest lesið Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti „Við erum ekki á góðum stað“ Íslenski boltinn „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Fótbolti Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Sport Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Enski boltinn Fleiri fréttir „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ Sjá meira