Í fréttatilkynningu frá Hugverkastofu segir að Evrópsku nýsköpunarverðlaunin séu ein virtustu verðlaun sem veitt eru á sviði nýsköpunar í Evrópu ár hvert en verðlaunin séu veitt af Evrópu einkaleyfastofunni, European Patent Office, EPO, fyrir framúrskarandi uppfinningar sem hlotið hafa einkaleyfi í Evrópu.
Þorsteinn Loftsson og Einar Stefánsson, stofnendur Oculis, hafi verið tilnefndir til verðlaunanna í flokki rannsókna í fyrra. Þau hafi fyrst verið veitt árið 2006 til að heiðra einstaklinga og teymi sem hafa komið fram með lausnir við mikilvægum samfélagslegum áskorunum.
Óháð dómnefnd, sem samanstandi af fólki sem áður hefur komist í úrslit verðlaunanna, velji þá einstaklinga sem hljóta verðlaunin. Við ákvörðun dómnefndar sé litið til áhrifa uppfinninganna á tækniþróun, samfélag, sjálfbærni og hagsæld.
Verðlaunaafhendinguna má sjá í beinni útsendingu í spilaranum hér að neðan: