„Ég þekki líka kolruglaða menn og ég læt drepa þig“ Jón Þór Stefánsson skrifar 8. júlí 2024 13:33 Flest brot mannsins voru framin í Hafnarfirði eða þegar hann var í haldi lögreglu. Vísir/Vilhelm Karlmaður á fertugsaldri hlaut þriggja mánaða fangelsisdóm í Héraðsdómi Reykjaness á dögunum fyrir að hafa haft í ítrekuðum hótunum við lögreglumenn á ellefu mánaða tímabili. Fyrstu hótanirnar sem tilgreindar eru í ákærunni voru gegn tveimur lögreglumönnum þann ellefta febrúar 2023 við lögreglustöðina í Hafnarfirði. Hann hótaði þeim lífláti og sagðist ætla að skjóta þá. Seinna sama dag þegar hann var handtekinn á veitingastaðnum Burgernum í Hafnarfirði hótaði hann þremur lögreglumönnum lífláti. Síðan hótaði hann þessum þremur lögregluþjónum aftur, þegar þeir voru að færa hann á lögreglustöðina við Hverfisgötu í Reykjavík, lífláti, nauðgunum og þá sagðist hann ætla að drepa börn lögreglumannanna. „Ég drep börnin þín, þú verður drepinn, ég drep ykkur,“ sagði hann meðal annars. Um mánuði síðar, þann sautjánda mars, hótaði hann tveimur lögreglumönnum lífláti þegar þeir voru að flytja hann á lögreglustöðina Hverfisgötu. Síðan hélt hann áfram sama dag þegar hann var kominn í fangaklefa á Hverfisgötu, en þá hótaði hann sjö lögregluþjónum lífláti og líkamsmeiðingum. „Ég drep ykkur, ég ætla að drepa þig, ég þekki líka kolruglaða menn og ég læt drepa þig,“ er haft eftir honum ákærunni. Síðan þegar lögreglumenn yfirgáfu fangaklefann hans er hann sagður hafa sagt: „Ég ætla að fá mér byssu og ég ætla að skjóta fjölskylduna þína.“ Þann 25. júlí hótaði maðurinn þremur lögregluþjónum lífláti sem voru að handtaka hann í Hafnarfirði. Það var síðan á Þorláksmessu, 23. desember í fyrra, sem maðurinn hrækti á lögreglumann við Ísbúð Vesturbæjar í Hafnarfirði. Hrákinn endaði við hálsmál á vesti lögreglumannsins. Þar á eftir hótaði hann þeim lögreglumanni, tveimur öðrum lögreglumönnum og fjölskyldum þeirra líkamsmeiðingum og lífláti. „Þið eruð allir hérna fyrir ofan mig dauðir, þú ert dauður nú þegar,“ sagði hann. Á leið á lögreglustöðina við Hverfisgötu hótaði hann aftur tveimur lögregluþjónum, og enn aftur þegar hann var kominn í fangaklefa. Maðurinn játaði skýlaust sök. Sakaferill hans nær aftur til ársins 2012, en dómurinn sem hér er fjallað um er hegningarauki við dóm sem hann hlaut í síðasta mánuði, en þá hlaut hann átta mánaða fangelsisdóm meðal annars fyrir ítrekaðar líkamsárásir. Líkt og áður segir hlýtur hann þriggja mánaða fangelsisdóm, og þá er honum gert að greiða verjanda sínum 161 þúsund krónur. Dómsmál Hafnarfjörður Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Fleiri fréttir Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Sjá meira
Fyrstu hótanirnar sem tilgreindar eru í ákærunni voru gegn tveimur lögreglumönnum þann ellefta febrúar 2023 við lögreglustöðina í Hafnarfirði. Hann hótaði þeim lífláti og sagðist ætla að skjóta þá. Seinna sama dag þegar hann var handtekinn á veitingastaðnum Burgernum í Hafnarfirði hótaði hann þremur lögreglumönnum lífláti. Síðan hótaði hann þessum þremur lögregluþjónum aftur, þegar þeir voru að færa hann á lögreglustöðina við Hverfisgötu í Reykjavík, lífláti, nauðgunum og þá sagðist hann ætla að drepa börn lögreglumannanna. „Ég drep börnin þín, þú verður drepinn, ég drep ykkur,“ sagði hann meðal annars. Um mánuði síðar, þann sautjánda mars, hótaði hann tveimur lögreglumönnum lífláti þegar þeir voru að flytja hann á lögreglustöðina Hverfisgötu. Síðan hélt hann áfram sama dag þegar hann var kominn í fangaklefa á Hverfisgötu, en þá hótaði hann sjö lögregluþjónum lífláti og líkamsmeiðingum. „Ég drep ykkur, ég ætla að drepa þig, ég þekki líka kolruglaða menn og ég læt drepa þig,“ er haft eftir honum ákærunni. Síðan þegar lögreglumenn yfirgáfu fangaklefann hans er hann sagður hafa sagt: „Ég ætla að fá mér byssu og ég ætla að skjóta fjölskylduna þína.“ Þann 25. júlí hótaði maðurinn þremur lögregluþjónum lífláti sem voru að handtaka hann í Hafnarfirði. Það var síðan á Þorláksmessu, 23. desember í fyrra, sem maðurinn hrækti á lögreglumann við Ísbúð Vesturbæjar í Hafnarfirði. Hrákinn endaði við hálsmál á vesti lögreglumannsins. Þar á eftir hótaði hann þeim lögreglumanni, tveimur öðrum lögreglumönnum og fjölskyldum þeirra líkamsmeiðingum og lífláti. „Þið eruð allir hérna fyrir ofan mig dauðir, þú ert dauður nú þegar,“ sagði hann. Á leið á lögreglustöðina við Hverfisgötu hótaði hann aftur tveimur lögregluþjónum, og enn aftur þegar hann var kominn í fangaklefa. Maðurinn játaði skýlaust sök. Sakaferill hans nær aftur til ársins 2012, en dómurinn sem hér er fjallað um er hegningarauki við dóm sem hann hlaut í síðasta mánuði, en þá hlaut hann átta mánaða fangelsisdóm meðal annars fyrir ítrekaðar líkamsárásir. Líkt og áður segir hlýtur hann þriggja mánaða fangelsisdóm, og þá er honum gert að greiða verjanda sínum 161 þúsund krónur.
Dómsmál Hafnarfjörður Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Fleiri fréttir Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Sjá meira