Eftir alla erfiðleikana ætlar Edda að brosa mikið og njóta Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. júlí 2024 08:30 Guðlaug Edda Hannesdóttir hefur verið að ferðinni út um allan heim. Hér er hún einu sinni sem oftar komin út á flugvöll. @eddahannesd) Það er löng og erfið leið fyrir íþróttafólk að tryggja sér sæti á Ólympíuleikunum í dag og það verður alltaf erfiðara og erfiðara að komast þangað. Það að íslenska þríþrautarkonan Guðlaug Edda Hannesdóttir verði meðal keppenda á Ólympíuleikunum í París er frábær dæmisaga um það hvað sé hægt að gera þótt útlitið sé svart. Fyrir aðeins ári síðan fór Guðlaug Edda í aðgerð og hún var frá æfingum í tíu mánuði á síðasta ári. Engu að síður tókst henni að koma sér aftur í keppnisform og tryggja sér sæti á Ólympíuleikunum. Því náði hún með verðlaunaferð sinni um Asíu þar sem hún vann gull, silfur og brons á þríþrautarmótum í Nepal, Filippseyjum og Japan. Þetta gaf henni nóg af alþjóðlegum stigum til að tryggja sér þátttökurétt á leikunum. Guðlaug Edda fer yfir stöðuna nú þegar hún er farin að telja niður í þríþrautarkeppnina á Ólympíuleikunum í París. Árið 2023 var erfitt „Mér finnst ég njóta forréttinda að fá að vera í stöðu til að elta draumana mína. Það er stórkostleg gjöf að fá að vera í æfingabúðum, hafa tækifæri til að æfa með vinum sínum og fá að njóta lífsins,“ skrifaði Guðlaug Edda á samfélagsmiðla sína. Hún hefur verið við æfingar á Spáni í fjórar vikur en fer nú til Þýskalands til að fínpússa hluti. „Á þessum tíma á síðasta ári þá var staðan hjá mér allt önnur. Árið 2023 var á svo margan hátt mér svo erfitt. Það er hefur verið svo erfitt að komast til baka á þetta háa stig,“ skrifaði Guðlaug Edda. Hún vill samt líka halda væntingunum niðri í aðdraganda keppninnar. Í tíu mánuði frá æfingum „Ég missti út tíu mánuði frá æfingum árið 2023 og það er mjög mikið. Ég þarf líklega á einu ári í viðbót að halda til að segja að ég hafi náð fullum styrk en ég get samt sem áður notið ferðalagsins,“ skrifaði Edda. „Nú þegar ég fer í lokaundirbúning minn fyrir París þá er ég að reyna minna sjálfa mig á það að það eru bara liðnir sex mánuðir síðan ég byrjaði almennilega að æfa á ný. Ég geri því mitt besta að njóta þessa sumars, að vera þakklát fyrir þetta líf og hafa allt fólkið mitt í kringum mig. Að fá þetta tækifæri til að keppa fyrir mína litlu þjóð á Ólympíuleikunum,“ skrifaði Edda. Brosa mikið „Að lifa í núinu, vera góðhjörtuð, að biðja um hjálp þegar ég þarfnast hennar og treysta líkama mínum og huga. Brosa mikið, segja brandara og hlæja. Styðja aðra í því að elta sína drauma og setja það í forgang að hafa gaman. Búa til minningar af því að það er alltaf svo sérstakt að fá að lifa lífi sínu innan íþróttanna,“ skrifaði Edda. Það má sjá allan pistil hennar hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Guðlaug Edda Hannesdóttir 🌻 (@eddahannesd) Þríþraut Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ungverjaland 24-23 | Ísland fer með tvö stig í millirðil Sport Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Utan vallar: Ég get ekki meir Handbolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Handbolti Mikil trú á íslenskum sigri meðal stuðningsmanna Íslands Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti City fékk skell í Noregi Fótbolti Fleiri fréttir Fjórði sigur Haukakvenna í röð Logi Geirs hefði verið sáttur með svona „hárgreiðsluskot“ „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum „Bara vá, ég er svo glaður“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Tölfræðin á móti Ungverjum: Viktor hélt hreinu í átta mínútur þegar ekkert gekk Uppgjörið: Ísland - Ungverjaland 24-23 | Ísland fer með tvö stig í millirðil Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna City fékk skell í Noregi Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Svartfellingar hjálpuðu alls ekki Færeyingum Kemst loksins á leik og styður Ísland til sigurs Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Mikil trú á íslenskum sigri meðal stuðningsmanna Íslands Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Viktor Gísli líka frábær í Fantasy Utan vallar: Ég get ekki meir Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Tímabilið búið hjá Butler Átján ára orðin næstfljótust í sögu Íslands „Sáru töpin sitja í okkur“ Kýldi mótherja eftir tap í úrslitaleik Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Sjá meira
Það að íslenska þríþrautarkonan Guðlaug Edda Hannesdóttir verði meðal keppenda á Ólympíuleikunum í París er frábær dæmisaga um það hvað sé hægt að gera þótt útlitið sé svart. Fyrir aðeins ári síðan fór Guðlaug Edda í aðgerð og hún var frá æfingum í tíu mánuði á síðasta ári. Engu að síður tókst henni að koma sér aftur í keppnisform og tryggja sér sæti á Ólympíuleikunum. Því náði hún með verðlaunaferð sinni um Asíu þar sem hún vann gull, silfur og brons á þríþrautarmótum í Nepal, Filippseyjum og Japan. Þetta gaf henni nóg af alþjóðlegum stigum til að tryggja sér þátttökurétt á leikunum. Guðlaug Edda fer yfir stöðuna nú þegar hún er farin að telja niður í þríþrautarkeppnina á Ólympíuleikunum í París. Árið 2023 var erfitt „Mér finnst ég njóta forréttinda að fá að vera í stöðu til að elta draumana mína. Það er stórkostleg gjöf að fá að vera í æfingabúðum, hafa tækifæri til að æfa með vinum sínum og fá að njóta lífsins,“ skrifaði Guðlaug Edda á samfélagsmiðla sína. Hún hefur verið við æfingar á Spáni í fjórar vikur en fer nú til Þýskalands til að fínpússa hluti. „Á þessum tíma á síðasta ári þá var staðan hjá mér allt önnur. Árið 2023 var á svo margan hátt mér svo erfitt. Það er hefur verið svo erfitt að komast til baka á þetta háa stig,“ skrifaði Guðlaug Edda. Hún vill samt líka halda væntingunum niðri í aðdraganda keppninnar. Í tíu mánuði frá æfingum „Ég missti út tíu mánuði frá æfingum árið 2023 og það er mjög mikið. Ég þarf líklega á einu ári í viðbót að halda til að segja að ég hafi náð fullum styrk en ég get samt sem áður notið ferðalagsins,“ skrifaði Edda. „Nú þegar ég fer í lokaundirbúning minn fyrir París þá er ég að reyna minna sjálfa mig á það að það eru bara liðnir sex mánuðir síðan ég byrjaði almennilega að æfa á ný. Ég geri því mitt besta að njóta þessa sumars, að vera þakklát fyrir þetta líf og hafa allt fólkið mitt í kringum mig. Að fá þetta tækifæri til að keppa fyrir mína litlu þjóð á Ólympíuleikunum,“ skrifaði Edda. Brosa mikið „Að lifa í núinu, vera góðhjörtuð, að biðja um hjálp þegar ég þarfnast hennar og treysta líkama mínum og huga. Brosa mikið, segja brandara og hlæja. Styðja aðra í því að elta sína drauma og setja það í forgang að hafa gaman. Búa til minningar af því að það er alltaf svo sérstakt að fá að lifa lífi sínu innan íþróttanna,“ skrifaði Edda. Það má sjá allan pistil hennar hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Guðlaug Edda Hannesdóttir 🌻 (@eddahannesd)
Þríþraut Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ungverjaland 24-23 | Ísland fer með tvö stig í millirðil Sport Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Utan vallar: Ég get ekki meir Handbolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Handbolti Mikil trú á íslenskum sigri meðal stuðningsmanna Íslands Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti City fékk skell í Noregi Fótbolti Fleiri fréttir Fjórði sigur Haukakvenna í röð Logi Geirs hefði verið sáttur með svona „hárgreiðsluskot“ „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum „Bara vá, ég er svo glaður“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Tölfræðin á móti Ungverjum: Viktor hélt hreinu í átta mínútur þegar ekkert gekk Uppgjörið: Ísland - Ungverjaland 24-23 | Ísland fer með tvö stig í millirðil Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna City fékk skell í Noregi Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Svartfellingar hjálpuðu alls ekki Færeyingum Kemst loksins á leik og styður Ísland til sigurs Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Mikil trú á íslenskum sigri meðal stuðningsmanna Íslands Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Viktor Gísli líka frábær í Fantasy Utan vallar: Ég get ekki meir Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Tímabilið búið hjá Butler Átján ára orðin næstfljótust í sögu Íslands „Sáru töpin sitja í okkur“ Kýldi mótherja eftir tap í úrslitaleik Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Sjá meira
Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti
Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti