Pálmi Rafn: Á von á því að Ægir Jarl sé á förum Andri Már Eggertsson skrifar 6. júlí 2024 16:38 Pálmi Rafn Pálmason, þjálfari KR, var svekktur eftir leik Vísir/Pawel Cieslikiewicz KR gerði 1-1 jafntefli gegn Stjörnunni á heimavelli. Pálmi Rafn Pálmason, þjálfari KR, var ósáttur með stigið og greindi frá því að Ægir Jarl Jónsson væri að öllum líkindum á förum frá liðinu. „Ég er pirraður. Mér fannst við hafa átt að labba héðan út með þrjú stig en það getur vel verið að það sé vitlaust hjá mér. Við fengum færi undir lokin til þess að klára leikinn og ég hefði viljað fá meira.“ Pálmi var ósáttur við að mark Stjörnunnar hafi fengið að standa þar sem Róbert Frosti Þorkelsson tók aukaspyrnuna snökkt og upp úr því kom mark. „Hann dæmdi aukaspyrnu sem mér fannst ódýr en var sennilega aukaspyrna. Dómarinn fór að taka upp spreybrúsann og mínir menn biðu eftir því og þá fór aukaspyrnan í gang. Þetta er örugglega leyfilegt og allt það og við þurfum að hugsa um okkur sjálfa alveg sama hvað dómarinn gerir. Það voru fullt af ákvörðunum sem við vorum ekki sammála en það hefur margoft sýnt sig í sumar að við höfum enga stjórn á því.“ Hólmbert Aron Friðjónsson og Arnór Ingvi Traustason voru orðaðir við KR í hlaðvarpsþættinum Þungavigtin. Pálmi sagði þó lítið til í þeim orðrómi. „Ég las þetta sjálfur í blöðunum og væri gjarnan til í að fá sterka leikmenn til liðsins en ég er nokkuð viss um að þessir leikmenn séu að fara halda áfram erlendis. Það væri draumur fyrir okkur að geta fengið svona sterka leikmenn.“ En er KR í viðræðum við Hólmbert og Arnór Ingva? „Ekki ég persónulega. Ég fékk skilaboð frá Hólmberti í gær að hann hafi frétt að hann væri að koma og ég sagði það sama og ég frétti það líka. Það er rosalega lítið sem við getum sagt en það eru aðrir sem eru með þetta á hreinu greinilega.“ Ægir Jarl Jónsson var ekki í leikmannahópi KR en hann er sagður vera í viðræðum við danska félagið AB sem Jóhannes Karl Guðjónsson stýrir. „Ægir var utan hóps í dag. Hann er í ákveðnum málum sem verið er skoða og ég vildi leyfa honum að einbeita sér að þeim málum og við sjáum hvað verður um hann áður en við förum aftur að njóta hans krafta.“ En á Pálmi von á því að Ægir nái að klára sín mál og fari frá KR? „Já alveg eins. Hann á það fyllilega skilið og auðvitað myndi ég vilja að hann fengi þetta tækifæri og ég get ekki verið eigingjarn á að halda honum og vonandi gengur þetta upp fyrir hann,“ sagði Pálmi Rafn Pálmason að lokum. KR Besta deild karla Mest lesið Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Fótbolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Körfubolti Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Handbolti Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Enski boltinn Fleiri fréttir Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Styrmir stigahæstur á vellinum Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89| Valsarar sluppu fyrir horn Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Sjá meira
„Ég er pirraður. Mér fannst við hafa átt að labba héðan út með þrjú stig en það getur vel verið að það sé vitlaust hjá mér. Við fengum færi undir lokin til þess að klára leikinn og ég hefði viljað fá meira.“ Pálmi var ósáttur við að mark Stjörnunnar hafi fengið að standa þar sem Róbert Frosti Þorkelsson tók aukaspyrnuna snökkt og upp úr því kom mark. „Hann dæmdi aukaspyrnu sem mér fannst ódýr en var sennilega aukaspyrna. Dómarinn fór að taka upp spreybrúsann og mínir menn biðu eftir því og þá fór aukaspyrnan í gang. Þetta er örugglega leyfilegt og allt það og við þurfum að hugsa um okkur sjálfa alveg sama hvað dómarinn gerir. Það voru fullt af ákvörðunum sem við vorum ekki sammála en það hefur margoft sýnt sig í sumar að við höfum enga stjórn á því.“ Hólmbert Aron Friðjónsson og Arnór Ingvi Traustason voru orðaðir við KR í hlaðvarpsþættinum Þungavigtin. Pálmi sagði þó lítið til í þeim orðrómi. „Ég las þetta sjálfur í blöðunum og væri gjarnan til í að fá sterka leikmenn til liðsins en ég er nokkuð viss um að þessir leikmenn séu að fara halda áfram erlendis. Það væri draumur fyrir okkur að geta fengið svona sterka leikmenn.“ En er KR í viðræðum við Hólmbert og Arnór Ingva? „Ekki ég persónulega. Ég fékk skilaboð frá Hólmberti í gær að hann hafi frétt að hann væri að koma og ég sagði það sama og ég frétti það líka. Það er rosalega lítið sem við getum sagt en það eru aðrir sem eru með þetta á hreinu greinilega.“ Ægir Jarl Jónsson var ekki í leikmannahópi KR en hann er sagður vera í viðræðum við danska félagið AB sem Jóhannes Karl Guðjónsson stýrir. „Ægir var utan hóps í dag. Hann er í ákveðnum málum sem verið er skoða og ég vildi leyfa honum að einbeita sér að þeim málum og við sjáum hvað verður um hann áður en við förum aftur að njóta hans krafta.“ En á Pálmi von á því að Ægir nái að klára sín mál og fari frá KR? „Já alveg eins. Hann á það fyllilega skilið og auðvitað myndi ég vilja að hann fengi þetta tækifæri og ég get ekki verið eigingjarn á að halda honum og vonandi gengur þetta upp fyrir hann,“ sagði Pálmi Rafn Pálmason að lokum.
KR Besta deild karla Mest lesið Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Fótbolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Körfubolti Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Handbolti Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Enski boltinn Fleiri fréttir Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Styrmir stigahæstur á vellinum Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89| Valsarar sluppu fyrir horn Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Sjá meira