Coda Terminal hefur ekki áhrif á neysluvatnsból höfuðborgarsvæðisins Sigrún Tómasdóttir skrifar 6. júlí 2024 12:01 Við íbúar Íslands erum mjög heppin þegar kemur að aðgengi að grunnvatnsauðlindum. Suðvesturhorn landsins er sérstaklega vel staðsett þar sem samspil fjalllendis, úrkomu og vel vatnsleiðandi hrauna frá nútíma búa til vatnsmikla grunnvatnsstrauma. Með Coda Terminal verkefninu, sem Carbfix vinnur nú að, verður hægt að nýta aðgengi okkar að þessum gjöfulu auðlindum til þess að leggja okkar af mörkum í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Verkefnið gengur út á að binda CO2 varanlega í jörðu og starfsemin verður staðsett þar sem grunnvatnsstraumur sem kenndur er við Straumsvík kemur til sjávar. Þessi staðsetning var m.a. valin vegna þessa vatnsmikla grunnvatnsstraums en einnig vegna þess að hraun á svæðinu eru mjög vel vatnsleiðandi og vegna þess að svæðið liggur utan virkra sprungu- og jarðskjálftasvæða. Mikil umræða hefur skapast um verkefnið undanfarið. Það er eðlilegt og náttúrulegt í ljósi þess að verkefnið er umfangsmikið. Borið hefur á umræðu um hvort verkefnið geti haft áhrif á neysluvatnsból höfuðborgarsvæðisins og langar undirritaða að leggja orð í belg varðandi það atriði. Þessa vangaveltu er gott að nálgast frá tveimur sjónarhornum. Annars vegar hvort vatnsvinnslan sem nauðsynleg er til þess að nýta í niðurdælinguna gæti haft áhrif á vatnsborðsstöðu á vatnsbólasvæðum höfuðborgarsvæðisins og þannig haft áhrif á getu vatnsveitnanna til þess að útvega vatn til íbúa svæðisins og hins vegar hvort niðurdælingin geti gert það að verkum að gashlaðið vatn gæti náð að vatnsbólunum og mengað þau. Svæðin ekki hæf til neysluvatnsöflunar Hvað fyrri spurninguna varðar mun vatnsvinnslan fara fram neðst í grunnvatnsstrauminum þar sem hann gengur til sjávar. Vinnslusvæðin verða langt neðan við þau svæði sem nýtt eru til neysluvatnsvinnslu fyrir íbúa höfuðborgarsvæðisins. Bæði mörgum kílómetrum neðar í landi og nokkrum tugum metra neðar í landhæð. Borteigarnir verða að mestu staðsettir á þegar röskuðu svæði. Önnur starfsemi fyrir ofan þessi svæði og innan þeirra kemur í veg fyrir að þau kæmu til greina til neysluvatnsöflunar í framtíðinni. Verkfræðistofan Vatnaskil var fengin til þess útbúa grunnvatnslíkan af svæðinu til þess að meta möguleg áhrif. Hjá Vatnaskilum starfa færustu sérfræðingar landsins í vatnafari höfuðborgarsvæðisins og innan Vatnaskila hefur vatnsfarslíkan af höfuðborgarsvæðinu verið þróað um áratugabil og byggir þessi vinna á því líkani. Niðurstöður úr hermilíkani Vatnaskila sýna fram á mest 15-20 cm niðurdrátt í næsta nágrenni vinnslusvæðisins í Staumsvík. Niðurdrátturinn nær ekki til vatnsvinnslusvæðisins í Kaldárbotnum og mun því ekki hafa áhrif á neysluvatnsvinnslu Hafnfirðinga. Þá er það seinni spurningin. Í fyrsta lagi þá nær geymslugeymirinn sjálfur ekki að vatnsverndarsvæðum neinna vatnsbóla höfuðborgarsvæðisins. Hann er auk þess á mun meira dýpi en það dýpi sem neysluvatnsvinnsla fer fram á. Hermilíkön hafa verið sett upp innan Carbfix til þess að herma flæði niðurdælingarvökva og afdrif hans í geymslugeyminum. Niðurstöður reiknilíkana benda til þess að allt niðurdælt CO2 muni haldast örugglega bundið innan geymslusvæðisins á líftíma verkefnisins, og að ekkert CO2 muni ná upp í efri lög grunnvatnskerfisins. Vatnaskil skoðuðu mögulega þrýstihækkun í efri grunnvatnslögum vegna niðurdælingarinnar. Niðurstaðan er að hækkun grunnvatnsborðs uppá allt að 40 cm til austurs sé möguleg og uppá allt að 1 m til suðvesturs utan mesta grunnvatnsstraumsins við lok seinasta áfanga verkefnisins. Hvorki niðurdáttur né þrýstiaukning nær nærri vatnsbólasvæðum höfuðborgarsvæðisins og munu þau því ekki verða fyrir áhrifum af verkefninu. Sannreyndar aðferðir Uppbygging Coda Terminal verður í skrefum þannig að hægt sé að læra betur inn á geymslugeyminn með hverju skref og aðlaga fyrirkomulag niðurdælingar eftir niðurstöðum vöktunar til að tryggja að áhrif framkvæmdarinnar verði lágmörkuð. Ef áhrif verða önnur en líkanreikningar og þær rannsóknir sem liggja fyrir benda til eru þegar til staðar viðbragðsáætlanir til að bregðast við því. Við þurfum öll að vera í sama liði þegar það kemur að því að sporna gegn loftslagsbreytingum. Við Íslendingar berum ábyrgð á umtalsverðri losun erlendis vegna neyslu okkar. Ísland tekur þátt í markmiði Evrópuríkja um 55 % samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda fyrir 2030. Með þetta í huga er eðlilegt að við skipuleggjum og tökum þátt í verkefnum sem miða að því að minnka losun í Evrópu almennt þó losunin sé ekki öll tilkomin og skráð innan landsteinanna. Með Coda Terminal getum við nýtt jarðfræðilega hentugar aðstæður landsins til þess að binda koltvísýring varanlega í bergi með sannreyndum aðferðum og getur verkefnið orðið flott framlag Íslendinga í þessum málum sem skiptir máli í stóra samhenginu og við getum verið stolt af. Höfundur er vatnajarðfræðingur hjá Orkuveitunni (móðurfélags Carbfix). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Við íbúar Íslands erum mjög heppin þegar kemur að aðgengi að grunnvatnsauðlindum. Suðvesturhorn landsins er sérstaklega vel staðsett þar sem samspil fjalllendis, úrkomu og vel vatnsleiðandi hrauna frá nútíma búa til vatnsmikla grunnvatnsstrauma. Með Coda Terminal verkefninu, sem Carbfix vinnur nú að, verður hægt að nýta aðgengi okkar að þessum gjöfulu auðlindum til þess að leggja okkar af mörkum í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Verkefnið gengur út á að binda CO2 varanlega í jörðu og starfsemin verður staðsett þar sem grunnvatnsstraumur sem kenndur er við Straumsvík kemur til sjávar. Þessi staðsetning var m.a. valin vegna þessa vatnsmikla grunnvatnsstraums en einnig vegna þess að hraun á svæðinu eru mjög vel vatnsleiðandi og vegna þess að svæðið liggur utan virkra sprungu- og jarðskjálftasvæða. Mikil umræða hefur skapast um verkefnið undanfarið. Það er eðlilegt og náttúrulegt í ljósi þess að verkefnið er umfangsmikið. Borið hefur á umræðu um hvort verkefnið geti haft áhrif á neysluvatnsból höfuðborgarsvæðisins og langar undirritaða að leggja orð í belg varðandi það atriði. Þessa vangaveltu er gott að nálgast frá tveimur sjónarhornum. Annars vegar hvort vatnsvinnslan sem nauðsynleg er til þess að nýta í niðurdælinguna gæti haft áhrif á vatnsborðsstöðu á vatnsbólasvæðum höfuðborgarsvæðisins og þannig haft áhrif á getu vatnsveitnanna til þess að útvega vatn til íbúa svæðisins og hins vegar hvort niðurdælingin geti gert það að verkum að gashlaðið vatn gæti náð að vatnsbólunum og mengað þau. Svæðin ekki hæf til neysluvatnsöflunar Hvað fyrri spurninguna varðar mun vatnsvinnslan fara fram neðst í grunnvatnsstrauminum þar sem hann gengur til sjávar. Vinnslusvæðin verða langt neðan við þau svæði sem nýtt eru til neysluvatnsvinnslu fyrir íbúa höfuðborgarsvæðisins. Bæði mörgum kílómetrum neðar í landi og nokkrum tugum metra neðar í landhæð. Borteigarnir verða að mestu staðsettir á þegar röskuðu svæði. Önnur starfsemi fyrir ofan þessi svæði og innan þeirra kemur í veg fyrir að þau kæmu til greina til neysluvatnsöflunar í framtíðinni. Verkfræðistofan Vatnaskil var fengin til þess útbúa grunnvatnslíkan af svæðinu til þess að meta möguleg áhrif. Hjá Vatnaskilum starfa færustu sérfræðingar landsins í vatnafari höfuðborgarsvæðisins og innan Vatnaskila hefur vatnsfarslíkan af höfuðborgarsvæðinu verið þróað um áratugabil og byggir þessi vinna á því líkani. Niðurstöður úr hermilíkani Vatnaskila sýna fram á mest 15-20 cm niðurdrátt í næsta nágrenni vinnslusvæðisins í Staumsvík. Niðurdrátturinn nær ekki til vatnsvinnslusvæðisins í Kaldárbotnum og mun því ekki hafa áhrif á neysluvatnsvinnslu Hafnfirðinga. Þá er það seinni spurningin. Í fyrsta lagi þá nær geymslugeymirinn sjálfur ekki að vatnsverndarsvæðum neinna vatnsbóla höfuðborgarsvæðisins. Hann er auk þess á mun meira dýpi en það dýpi sem neysluvatnsvinnsla fer fram á. Hermilíkön hafa verið sett upp innan Carbfix til þess að herma flæði niðurdælingarvökva og afdrif hans í geymslugeyminum. Niðurstöður reiknilíkana benda til þess að allt niðurdælt CO2 muni haldast örugglega bundið innan geymslusvæðisins á líftíma verkefnisins, og að ekkert CO2 muni ná upp í efri lög grunnvatnskerfisins. Vatnaskil skoðuðu mögulega þrýstihækkun í efri grunnvatnslögum vegna niðurdælingarinnar. Niðurstaðan er að hækkun grunnvatnsborðs uppá allt að 40 cm til austurs sé möguleg og uppá allt að 1 m til suðvesturs utan mesta grunnvatnsstraumsins við lok seinasta áfanga verkefnisins. Hvorki niðurdáttur né þrýstiaukning nær nærri vatnsbólasvæðum höfuðborgarsvæðisins og munu þau því ekki verða fyrir áhrifum af verkefninu. Sannreyndar aðferðir Uppbygging Coda Terminal verður í skrefum þannig að hægt sé að læra betur inn á geymslugeyminn með hverju skref og aðlaga fyrirkomulag niðurdælingar eftir niðurstöðum vöktunar til að tryggja að áhrif framkvæmdarinnar verði lágmörkuð. Ef áhrif verða önnur en líkanreikningar og þær rannsóknir sem liggja fyrir benda til eru þegar til staðar viðbragðsáætlanir til að bregðast við því. Við þurfum öll að vera í sama liði þegar það kemur að því að sporna gegn loftslagsbreytingum. Við Íslendingar berum ábyrgð á umtalsverðri losun erlendis vegna neyslu okkar. Ísland tekur þátt í markmiði Evrópuríkja um 55 % samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda fyrir 2030. Með þetta í huga er eðlilegt að við skipuleggjum og tökum þátt í verkefnum sem miða að því að minnka losun í Evrópu almennt þó losunin sé ekki öll tilkomin og skráð innan landsteinanna. Með Coda Terminal getum við nýtt jarðfræðilega hentugar aðstæður landsins til þess að binda koltvísýring varanlega í bergi með sannreyndum aðferðum og getur verkefnið orðið flott framlag Íslendinga í þessum málum sem skiptir máli í stóra samhenginu og við getum verið stolt af. Höfundur er vatnajarðfræðingur hjá Orkuveitunni (móðurfélags Carbfix).
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun