Meira um ofbeldi og hótanir og starfsfólk upplifir óöryggi í vinnunni Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 5. júlí 2024 22:01 Á dögunum var brotin rúða á heilsugæslunni í miðbæ. Nýlegt dómsmál hefur einnig vakið ugg meðal starfsfólks heilsugæslunnar. Vísir/Elín Tilfellum þar sem heilbrigðisstarfsfólki er hótað og það jafnvel beitt ofbeldi fjölgar að sögn formanns Félags íslenskra heimilislækna og forstjóra lækninga á Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Starfsfólk heilsugæslu þar sem ráðist var á lækni á vinnutíma upplifir óöryggi í vinnunni. Íslenska ríkið var á dögunum sýknað af kröfum heimilislæknis sem árið 2021 varð fyrir árás sjúklings á meðan hann var í vinnunni. Læknirinn vildi að skaðabótaábyrgð ríkisins yrði viðurkennd á grundvelli kjarasamnings Læknafélags Íslands, en á það féllst dómurinn ekki. Sjúklingurinn sem réðist á lækninn hlaut sjálfur dóm vegna málsins. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur málið vakið ugg meðal starfsfólks heilsugæslunnar í miðbæ þar sem árásin átti sér stað. Síðan hefur öryggisvörður alla jafna staðið vakt við heilsugæsluna, en fyrr í vikunni var til að mynda rúða brotin þegar reynt var að brjótast inn á heilsugæsluna. Í morgun átti forstjóri Heilsugæslunnar fund með starfsfólki heilsugæslunnar í miðbæ þar sem farið var yfir stöðuna með starfsfólki í kjölfar dómsins. „Þetta hefur auðvitað gefið okkur tilefni til að hugsa um öryggismál og þessi dómur hefur verið til skoðunar hjá okkur, hann er visst áhyggjuefni,“ segir Nanna Kristinsdóttir, framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Nanna Kristinsdóttir, framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.Vísir/Einar Ákvæðið í kjarasamningi frá 2019 hafi falið í sér viðurkenningu á því að heilbrigðisstarfsfólk væri í aukinni hættu á að hljóta áverka eða meiðsli í starfi. „Þessi dómur í raun og veru gefur það til kynna að þetta ákvæði nái ekki markmiði sínu, það bæti ekki starfsmanni endilega það tjón sem hann getur orðið fyrir í starfi,“ segir Nanna. Hún ætlar að bæði Læknafélag Íslands og fagfélög annarra heilbrigðisstétta láti sig málið varða. Heilsugæslan muni fylgjast áfram með framvindu málsins verði því áfrýjað, en að sögn Nönnu stendur einnig yfir vinna við að fara yfir öryggisáætlanir. „Hótunum og ofbeldi, þetta virðist fara vaxandi og það virðist vera lægri þröskuldur fyrir þessu. Þannig að enn frekar þurfum við að vera meðvituð um hvað réttindi okkar starfsmenn eiga,“ segir Nanna. Undir þetta tekur formaður Félags heimilislækna. „Við höfum tekið eftir því, bæði á heilsugæslunni en þetta er líka vandamál inni á spítalanum, að það er algengara að heilbrigðisstarfsfólk verði fyrir hótunum og jafnvel ofbeldi,“ segir Margrét Ólafía Tómasdóttir, formaður Félags íslenskra heimilislækna. Margrét Ólafía Torfadóttir er formaður Félags íslenskra heimilislækna. Vísir/Elín „Ég veit að sumar heilsugæslur hafa aukið öryggi hjá sér með því að hafa einfaldlega öryggisvörð viðbúinn allan daginn, það er gert líka á bráðamóttökunni. Og nokkrar heilsugæslur hafa öryggisvörð á vaktþjónustunni hjá sér sem getur þá gripið inn í eða farið með inn í viðtal ef það er ógnandi skjólstæðingur,“ segir Margrét. Könnun sem gerð var fyrir tveimur árum sýni til að mynda að um fjörutíu prósent lækna á heilsugæslu hafi orðið fyrir hótunum í vinnunni. Þá sögðust átján læknar og sérfræðingar hafa orðið fyrir líkamlegu ofbeldi. Margrét segir brýnt að bæta úr starfsaðstæðum lækna. „Þeir eru oft að inni á lokaðri skrifstofu einir með skjólstæðingi. Við gerðum rannsókn fyrir tveimur árum síðan og þá kom í ljós að um 75% lækna störfuðu á skrifstofu þar sem var ekki auðvelt að komast út,“ nefnir Margrét sem dæmi. Heilbrigðismál Kjaramál Heilsugæsla Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Fleiri fréttir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Sjá meira
Íslenska ríkið var á dögunum sýknað af kröfum heimilislæknis sem árið 2021 varð fyrir árás sjúklings á meðan hann var í vinnunni. Læknirinn vildi að skaðabótaábyrgð ríkisins yrði viðurkennd á grundvelli kjarasamnings Læknafélags Íslands, en á það féllst dómurinn ekki. Sjúklingurinn sem réðist á lækninn hlaut sjálfur dóm vegna málsins. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur málið vakið ugg meðal starfsfólks heilsugæslunnar í miðbæ þar sem árásin átti sér stað. Síðan hefur öryggisvörður alla jafna staðið vakt við heilsugæsluna, en fyrr í vikunni var til að mynda rúða brotin þegar reynt var að brjótast inn á heilsugæsluna. Í morgun átti forstjóri Heilsugæslunnar fund með starfsfólki heilsugæslunnar í miðbæ þar sem farið var yfir stöðuna með starfsfólki í kjölfar dómsins. „Þetta hefur auðvitað gefið okkur tilefni til að hugsa um öryggismál og þessi dómur hefur verið til skoðunar hjá okkur, hann er visst áhyggjuefni,“ segir Nanna Kristinsdóttir, framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Nanna Kristinsdóttir, framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.Vísir/Einar Ákvæðið í kjarasamningi frá 2019 hafi falið í sér viðurkenningu á því að heilbrigðisstarfsfólk væri í aukinni hættu á að hljóta áverka eða meiðsli í starfi. „Þessi dómur í raun og veru gefur það til kynna að þetta ákvæði nái ekki markmiði sínu, það bæti ekki starfsmanni endilega það tjón sem hann getur orðið fyrir í starfi,“ segir Nanna. Hún ætlar að bæði Læknafélag Íslands og fagfélög annarra heilbrigðisstétta láti sig málið varða. Heilsugæslan muni fylgjast áfram með framvindu málsins verði því áfrýjað, en að sögn Nönnu stendur einnig yfir vinna við að fara yfir öryggisáætlanir. „Hótunum og ofbeldi, þetta virðist fara vaxandi og það virðist vera lægri þröskuldur fyrir þessu. Þannig að enn frekar þurfum við að vera meðvituð um hvað réttindi okkar starfsmenn eiga,“ segir Nanna. Undir þetta tekur formaður Félags heimilislækna. „Við höfum tekið eftir því, bæði á heilsugæslunni en þetta er líka vandamál inni á spítalanum, að það er algengara að heilbrigðisstarfsfólk verði fyrir hótunum og jafnvel ofbeldi,“ segir Margrét Ólafía Tómasdóttir, formaður Félags íslenskra heimilislækna. Margrét Ólafía Torfadóttir er formaður Félags íslenskra heimilislækna. Vísir/Elín „Ég veit að sumar heilsugæslur hafa aukið öryggi hjá sér með því að hafa einfaldlega öryggisvörð viðbúinn allan daginn, það er gert líka á bráðamóttökunni. Og nokkrar heilsugæslur hafa öryggisvörð á vaktþjónustunni hjá sér sem getur þá gripið inn í eða farið með inn í viðtal ef það er ógnandi skjólstæðingur,“ segir Margrét. Könnun sem gerð var fyrir tveimur árum sýni til að mynda að um fjörutíu prósent lækna á heilsugæslu hafi orðið fyrir hótunum í vinnunni. Þá sögðust átján læknar og sérfræðingar hafa orðið fyrir líkamlegu ofbeldi. Margrét segir brýnt að bæta úr starfsaðstæðum lækna. „Þeir eru oft að inni á lokaðri skrifstofu einir með skjólstæðingi. Við gerðum rannsókn fyrir tveimur árum síðan og þá kom í ljós að um 75% lækna störfuðu á skrifstofu þar sem var ekki auðvelt að komast út,“ nefnir Margrét sem dæmi.
Heilbrigðismál Kjaramál Heilsugæsla Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Fleiri fréttir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Sjá meira