Búast við blíðu á Írskum dögum Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 5. júlí 2024 16:24 Írskir dagar eru í fullum gangi á Akranesi Mynd/Sunna Gautadóttir Írskr dagar fara fram á Akranesi um helgina en hátíðardagskrá fór af stað fyrr í vikunni. Skipuleggjandi segir fjölbreytta skemmtidagskrá og gott veður vera í vændum sem vonandi muni þjappa fólki saman á erfiðum tímum í kjölfar fjöldauppsagnar hjá stóru fyrirtæki í bænum. Bæjarhátíðin Írskir dagar hefur farið fram á Akranesi í ríflega tuttugu ár og er engin breyting þar á í ár. Hjörvars Gunnarssonar, viðburðarstjóri hjá Akraneskaupstað segir hátíðina hafa farið vel af stað. „Í kvöld er götugrill út um allan bæ, við fáum seinni partinn Lalla töframann og BMX Bros, á morgun er dagskrá á torginu, Friðrik Ómar og söngvafljóð og alls konar skemmtilegt. Það er náttúrlega EM hérna á risaskjá á Lopapeysusvæðinu og við getum talið lengi áfram, það eru myndlistasýningar úti um allt og bara allt mögulegt,“ segir Hjörvar. Fastir liðir eins og vanalega séu á sínum stað, til að mynda götugrillið sem er orðin rótgróin hefð á Írskum dögum, sem og brekkusöngurinn og Lopapeysuballið sem hápunktur hátíðarinnar. „Lopapeysan verður annað kvöld á reyndar nýju og endurbættu og stærra svæði, það verður spennandi að sjá það,“ segir Hjörvar. Dagskráin á Írskum dögum er hugsuð fyrir bæði unga sem aldna.Mynd/Sunna Gautadóttir Hann á von á nokkrum fjölda gesta til bæjarins um helgina. „Veðrið ætlar að hjálpa okkur aðeins þannig að það er von á eitthvað af gestum. Það er búið að gera ráðstafanir á tjaldstæðum og öllum viðbragðsaðilum og það eiga allir að vera í öruggum höndum.“ Í gær bárust fréttir af því að öllum 128 starfsmönnum hátæknifyrirtækisins Skagans 3X hafi verið sagt upp og óskað eftir gjaldþrotaskiptum fyrirtækisins. Hjörvar segir fréttirnar sorglegar og þær geti sett svip sinn á hátíðarhöldin. „Það gæti alveg gert það. Auðvitað finnst okkur alveg ömurlegt að heyra af þessum fréttum og það séu margir í samfélaginu að missa vinnuna. Við vonum að þetta muni ekki lita hátíðina á neinn slæman hátt en fólk getur alveg verið leitt yfir þessu og það getur litað hátíðina eitthvað,“ segir Hjörvar sem vonar að hátíðin þjappi fólki saman á erfiðum tímum. „Það er alla veganna stemming í bænum og fólk er búið að skreyta göturnar og heimili sín þannig að vonandi verður bara stemning alls staðar,“ segir Hjörvar. Skagamenn hafa margir skreytt hús sín í tilefni Írskra daga.Mynd/Sunna Gautadóttir Akranes Mest lesið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Lífið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Lífið Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Fleiri fréttir „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Sjá meira
Bæjarhátíðin Írskir dagar hefur farið fram á Akranesi í ríflega tuttugu ár og er engin breyting þar á í ár. Hjörvars Gunnarssonar, viðburðarstjóri hjá Akraneskaupstað segir hátíðina hafa farið vel af stað. „Í kvöld er götugrill út um allan bæ, við fáum seinni partinn Lalla töframann og BMX Bros, á morgun er dagskrá á torginu, Friðrik Ómar og söngvafljóð og alls konar skemmtilegt. Það er náttúrlega EM hérna á risaskjá á Lopapeysusvæðinu og við getum talið lengi áfram, það eru myndlistasýningar úti um allt og bara allt mögulegt,“ segir Hjörvar. Fastir liðir eins og vanalega séu á sínum stað, til að mynda götugrillið sem er orðin rótgróin hefð á Írskum dögum, sem og brekkusöngurinn og Lopapeysuballið sem hápunktur hátíðarinnar. „Lopapeysan verður annað kvöld á reyndar nýju og endurbættu og stærra svæði, það verður spennandi að sjá það,“ segir Hjörvar. Dagskráin á Írskum dögum er hugsuð fyrir bæði unga sem aldna.Mynd/Sunna Gautadóttir Hann á von á nokkrum fjölda gesta til bæjarins um helgina. „Veðrið ætlar að hjálpa okkur aðeins þannig að það er von á eitthvað af gestum. Það er búið að gera ráðstafanir á tjaldstæðum og öllum viðbragðsaðilum og það eiga allir að vera í öruggum höndum.“ Í gær bárust fréttir af því að öllum 128 starfsmönnum hátæknifyrirtækisins Skagans 3X hafi verið sagt upp og óskað eftir gjaldþrotaskiptum fyrirtækisins. Hjörvar segir fréttirnar sorglegar og þær geti sett svip sinn á hátíðarhöldin. „Það gæti alveg gert það. Auðvitað finnst okkur alveg ömurlegt að heyra af þessum fréttum og það séu margir í samfélaginu að missa vinnuna. Við vonum að þetta muni ekki lita hátíðina á neinn slæman hátt en fólk getur alveg verið leitt yfir þessu og það getur litað hátíðina eitthvað,“ segir Hjörvar sem vonar að hátíðin þjappi fólki saman á erfiðum tímum. „Það er alla veganna stemming í bænum og fólk er búið að skreyta göturnar og heimili sín þannig að vonandi verður bara stemning alls staðar,“ segir Hjörvar. Skagamenn hafa margir skreytt hús sín í tilefni Írskra daga.Mynd/Sunna Gautadóttir
Akranes Mest lesið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Lífið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Lífið Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Fleiri fréttir „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Sjá meira