Stephen Curry og Klay Thompson unnu saman fjóra NBA meistaratitla með Warriors og voru kallaðir Skvettubræður. Besta þriggja stiga bakvarðartvíeyki í sögu NBA.
Klay hefur nú yfirgefið Golden State og samið við Dallas Mavericks. Golden State var ekki lengi að finna nýjan Skvettubróður fyrir Steph Curry.
Félagið nældi í gær í skotbakvörðinn Buddy Hield í skiptum við Philadelphia 76ers. Hield fær tveggja ára samning sem skilar honum 21 milljón Bandaríkjadala í laun eða 2,9 milljarða íslenskra króna.
En af hverju tölum við um nýjan Skvettubróðir. Jú, Curry er í öðru sæti yfir flestar þriggja stiga körfur á síðustu fimm tímabili. Í fyrsta sæti er nýi liðsfélagi hans Buddy Hield.
Á síðasta tímabili þá var Buddy Hield með 12,1 stig, 3,2 fráköst og 2,8 stoðsendingar að meðaltali í leik á 25,7 mínútum í leik. Hann skipti tímabilinu á milli 76ers og Indiana Pacers.