Stórnotendur eru kjölfestan í íslenska raforkukerfinu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar 4. júlí 2024 17:31 Ein af þremur megin stoðum í tekjuöflun Íslands er álframleiðsla. Hinar tvær eru fiskveiðar og ferðamennska. Á árinu 2023 skiluðu íslensku álverin þjóðinni umtalsverðum tekjum. Þau vörðu 57,3 milljörðum í kaup á vörum og þjónustu. Þau greiddu 9,4 milljarða í opinber gjöld. Þau greiddu 25,3 milljarða í laun og launatengd gjöld. Um 2000 einstaklingar vinna hjá álverunum á Íslandi, ýmist sem launþegar eða verktakar. Þetta eru tölur sem skipta íslenskt hagkerfi verulegu máli. En stærsti hluti rekstrar íslensku álveranna fer til kaupa á raforku. Áætlað keyptu álverin raforku af íslenskum orkuframleiðendum fyrir 68,3 milljarða á síðasta ári. Stærsti söluaðili raforku er Landsvirkjun. Stórnotendur raforku mynda grunninn að íslenska raforkukerfinu og álverin kaupa um ¾ hluta seldrar raforku á Íslandi. Langtímasamningar við stórnotendur hafa gert Íslendingum kleift að byggja upp stórar og hagkvæmar virkjanir sem og öflugt flutningskerfi til að flytja orkuna landshluta á milli. Einmitt þess vegna búa Íslendingar við einstakt orkuöruggi og greiða lágt verð fyrir raforkuna. Ef orkufyrirtæki eins og Landsvirkjun hefðu ekki þessa traustu kaupendur, gætu þau ekki boðið almenningi þau góðu kjör og afhendingaröryggi sem raunin er í dag. Sveiflur í orkunotkun almennings og fyrirtækja annarra en stórnotenda skapa ákveðna óvissu í viðskiptalíkani orkufyrirtækjanna. Slík óvissa ætti samkvæmt viðskiptalíkani að skila sér í hærra verði til kaupenda. En þá er gott að eiga bakland í álverunum, sem semja til lengri tíma um kaup á miklu magni. Og ef illa árar í orkuframleiðslu eru samningarnir við álverin að hluta til skerðanlegir. Almennir notendur (fyrir utan fiskimjölsbræðslur og fjarvarmaveitur sem eru með varaafl) geta ekki tekið á sig skerðingar líkt og álverin gera. Ef samningar við álverin yrðu endurskoðaðir og sú raforka sem þau kaupa í dag yrði seld annað, myndi það veikja stoðir orkufyrirtækjanna eins og Landsvirkjunar sem yrði að verðleggja orkuna hærra á grundvelli þeirrar óvissu sem felst í almennri eftirspurn eftir raforku og þeirrar óvissu sem á við ef framleiðslugeta orkufyrirtækjanna minnkar. Ef kjölfestunni er rutt í burtu er næsta víst að skútan leggst á hliðina. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka álframleiðenda á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áliðnaður Orkumál Guðríður Eldey Arnardóttir Mest lesið Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Halldór 18.10.2025 Halldór Baldursson Halldór Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Ein af þremur megin stoðum í tekjuöflun Íslands er álframleiðsla. Hinar tvær eru fiskveiðar og ferðamennska. Á árinu 2023 skiluðu íslensku álverin þjóðinni umtalsverðum tekjum. Þau vörðu 57,3 milljörðum í kaup á vörum og þjónustu. Þau greiddu 9,4 milljarða í opinber gjöld. Þau greiddu 25,3 milljarða í laun og launatengd gjöld. Um 2000 einstaklingar vinna hjá álverunum á Íslandi, ýmist sem launþegar eða verktakar. Þetta eru tölur sem skipta íslenskt hagkerfi verulegu máli. En stærsti hluti rekstrar íslensku álveranna fer til kaupa á raforku. Áætlað keyptu álverin raforku af íslenskum orkuframleiðendum fyrir 68,3 milljarða á síðasta ári. Stærsti söluaðili raforku er Landsvirkjun. Stórnotendur raforku mynda grunninn að íslenska raforkukerfinu og álverin kaupa um ¾ hluta seldrar raforku á Íslandi. Langtímasamningar við stórnotendur hafa gert Íslendingum kleift að byggja upp stórar og hagkvæmar virkjanir sem og öflugt flutningskerfi til að flytja orkuna landshluta á milli. Einmitt þess vegna búa Íslendingar við einstakt orkuöruggi og greiða lágt verð fyrir raforkuna. Ef orkufyrirtæki eins og Landsvirkjun hefðu ekki þessa traustu kaupendur, gætu þau ekki boðið almenningi þau góðu kjör og afhendingaröryggi sem raunin er í dag. Sveiflur í orkunotkun almennings og fyrirtækja annarra en stórnotenda skapa ákveðna óvissu í viðskiptalíkani orkufyrirtækjanna. Slík óvissa ætti samkvæmt viðskiptalíkani að skila sér í hærra verði til kaupenda. En þá er gott að eiga bakland í álverunum, sem semja til lengri tíma um kaup á miklu magni. Og ef illa árar í orkuframleiðslu eru samningarnir við álverin að hluta til skerðanlegir. Almennir notendur (fyrir utan fiskimjölsbræðslur og fjarvarmaveitur sem eru með varaafl) geta ekki tekið á sig skerðingar líkt og álverin gera. Ef samningar við álverin yrðu endurskoðaðir og sú raforka sem þau kaupa í dag yrði seld annað, myndi það veikja stoðir orkufyrirtækjanna eins og Landsvirkjunar sem yrði að verðleggja orkuna hærra á grundvelli þeirrar óvissu sem felst í almennri eftirspurn eftir raforku og þeirrar óvissu sem á við ef framleiðslugeta orkufyrirtækjanna minnkar. Ef kjölfestunni er rutt í burtu er næsta víst að skútan leggst á hliðina. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka álframleiðenda á Íslandi.
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason Skoðun
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason Skoðun