„Fannst ég ekki bæta mig nægilega mikið á þessum tveimur árum“ Stefán Árni Pálsson skrifar 5. júlí 2024 08:02 Viktor Gísli stefnir alla leið í handboltanum og ætlar sér að spila til úrslita um Meistaradeildartitilinn, einn daginn. vísir/bjarni Landsliðsmarkvörður Íslands í handbolta leikur með pólsku meisturunum á næsta tímabili. Hann segist hafa viljað komast aftur í umhverfi þar sem unnið er með markmannsþjálfara alla daga. Viktor Gísli Hallgrímsson hefur ákveðið að yfirgefa herbúðir franska liðsins Nantes og ganga til liðs við pólsku meistaranna í Wisla Plock. Viktor var samningsbundinn Nantes til ársins 2025 en hefur nú fengið sig lausan. „Ég er mjög spenntur fyrir þessu. Mér fannst vera betri tækifæri þarna. Það er markmannsþjálfari þarna sem ég get unnið með á hverjum degi meðan það var ekki í Nantes. Þetta er síðan hörkulið með bjartar vonir og þeir ætla að byggja upp stórlið,“ segir Viktor Gísli í Sportpakkanum á Stöð 2 í gærkvöldi. Hann segir að það hafi verið erfitt fyrir sig að vera án markmannsþjálfara. „Ég hef verið með markmannsþjálfara síðan ég byrjaði. Pabbi var að þjálfa mig frá því að ég byrjaði í handbolta og lét hann mig gera aukaæfingar. Síðan þá hef ég alltaf verið með einhvern til að tala við og skiptast á hugmyndum. Þetta voru fyrstu tvö árin mín þar sem ég var ekki með það á hverjum degi. Mér fannst ég ekki bæta mig nægilega mikið á þessum tveimur árum.“ Markvörðurinn mun leika með pólska liðinu á næsta tímabili en Wisla Plock varð meistari í vor í fyrsta sinn síðan árið 2011 en Kielce hafði tekið titilinn 12 tímabil í röð. Hann gerir eins árs samning við félagið en Viktor hefur verið orðaður við stærstu klúbba Evrópu, eins og til að mynda við Barcelona. „Ég ákvað að byrja bara á einu ári. Síðan sé ég til eftir tímabilið og ákveð þá næstu skref. Ég vildi ekki binda mig of lengi við eitt félag.“ Hér að neðan má sjá viðtalið í heild sinni. Pólski handboltinn Landslið karla í handbolta Franski handboltinn Handbolti Mest lesið Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ Sport Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Körfubolti „Áttum okkur á því að við erum með skotmark á okkur“ Sport Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Körfubolti Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Fótbolti Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Sjá meira
Viktor Gísli Hallgrímsson hefur ákveðið að yfirgefa herbúðir franska liðsins Nantes og ganga til liðs við pólsku meistaranna í Wisla Plock. Viktor var samningsbundinn Nantes til ársins 2025 en hefur nú fengið sig lausan. „Ég er mjög spenntur fyrir þessu. Mér fannst vera betri tækifæri þarna. Það er markmannsþjálfari þarna sem ég get unnið með á hverjum degi meðan það var ekki í Nantes. Þetta er síðan hörkulið með bjartar vonir og þeir ætla að byggja upp stórlið,“ segir Viktor Gísli í Sportpakkanum á Stöð 2 í gærkvöldi. Hann segir að það hafi verið erfitt fyrir sig að vera án markmannsþjálfara. „Ég hef verið með markmannsþjálfara síðan ég byrjaði. Pabbi var að þjálfa mig frá því að ég byrjaði í handbolta og lét hann mig gera aukaæfingar. Síðan þá hef ég alltaf verið með einhvern til að tala við og skiptast á hugmyndum. Þetta voru fyrstu tvö árin mín þar sem ég var ekki með það á hverjum degi. Mér fannst ég ekki bæta mig nægilega mikið á þessum tveimur árum.“ Markvörðurinn mun leika með pólska liðinu á næsta tímabili en Wisla Plock varð meistari í vor í fyrsta sinn síðan árið 2011 en Kielce hafði tekið titilinn 12 tímabil í röð. Hann gerir eins árs samning við félagið en Viktor hefur verið orðaður við stærstu klúbba Evrópu, eins og til að mynda við Barcelona. „Ég ákvað að byrja bara á einu ári. Síðan sé ég til eftir tímabilið og ákveð þá næstu skref. Ég vildi ekki binda mig of lengi við eitt félag.“ Hér að neðan má sjá viðtalið í heild sinni.
Pólski handboltinn Landslið karla í handbolta Franski handboltinn Handbolti Mest lesið Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ Sport Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Körfubolti „Áttum okkur á því að við erum með skotmark á okkur“ Sport Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Körfubolti Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Fótbolti Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Sjá meira