Ert þú í góðu netsambandi? Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar 4. júlí 2024 11:00 Stór hluti af okkar samskiptum, hvort sem það er vegna náms, vinnu eða félagslegra samskipta fara í gegnum netið. Ljósleiðaratenging er því orðinn grundvöllur nútíma búsetugæða, atvinnulífs og samkeppnishæfni byggða. Síðustu ár hef ég ferðast mikið um landið meðal annars þegar ég hef verið með skrifstofu mína óháð staðsetningu. Það er dýrmæt reynsla að hitta og og tala við fólk um allt land og heyra af þeim tækifærum og áskorunum sem það fæst við í byggðum landsins. Ég hef fundið fyrir ákalli fólks um land allt til þess að gera betur enda er mikilvægt að þjónusta sé til staðar í nærsamfélagi fólks. Háhraðatenging hefur mikil áhrif á möguleika atvinnulífs á hverju svæði um leið og það skiptir máli fyrir hvert og eitt okkar í okkar daglega lífi. Það var því ánægjulegt þegar ég kynnti í vikunni áform um að ljúka ljósleiðaravæðingu landsins fyrir árslok 2026. Með þessu markmiði viljum við tryggja að allir þéttbýlisstaðir á landinu hafi 100% aðgengi að ljósleiðara. Þetta mun efla og styrkja byggðir landsins. Við höfum staðið okkur vel í þessum efnum á undanförnum árum, en til að leysa krafta landsmanna úr læðingi þurfum við að tryggja að allir geti gengið að öflugu netsambandi vísu. Að klára ljósleiðaravæðinguna að fullu á svo skömmum tíma mun ekki aðeins styrkja byggðir landsins heldur einnig auka samkeppnishæfni Íslands á heimsvísu. Meðal þeirra staða sem bíða enn eftir tengingu eru Höfn í Hornafirði, Neskaupstaður, Siglufjörður, Reyðarfjörður og Eskifjörður, og mætti lengi telja áfram en yfirlit yfir þá staði sem þurfa á fleiri ljósleiðaratengingum að halda má finna hér. Þessi áform stuðla að því að hver einasti íbúi í þéttbýli á Íslandi, hvort sem hann býr í stærstu bæjum eða smæstu þorpum, hafi aðgang að háhraðaneti. Í dreifbýli er staðan líka góð, en þar eru nú um 82% lögheimila með aðgang að ljósleiðara eftir góðan árangur verkefnisins Ísland ljóstengt. Aðgengi að háhraðanetsambandi er forsenda nútímaþjóðfélags. Ísland er þegar meðal leiðandi landa í útbreiðslu á ljósleiðara og með einstaka stöðu í aðgengi ljósleiðara í dreifbýli. Útbreiðsla 4G og 5G er einnig á pari við það sem best gerist í heiminum. Þetta hefur gerst bæði í krafti mikillar samkeppni og rétt stilltri aðkomu stjórnvalda. Við munum halda áfram að vinna að því að tryggja öllum landsmönnum öruggt og hraðvirkt netsamband. Þetta er grundvöllur nútíma búsetugæða, öflugs atvinnulífs og samkeppnishæfni byggða okkar. Með samstilltu átaki getum við skapað betri framtíð fyrir alla landsmenn. Höfundur er háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Netöryggi Sveitarstjórnarmál Fjarskipti Mest lesið Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson Skoðun Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson Skoðun Höfum gott fólk í forystu – kjósum Höllu í VR Gísli Jafetsson Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Ef það er vilji, þá er vegur Jóhanna Klara Stefánsdóttir,Ingólfur Bender skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Snúið til betri vegar Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Stöðvum blóðmerahaldið á Íslandi Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Forysta til framtíðar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Höfum gott fólk í forystu – kjósum Höllu í VR Gísli Jafetsson skrifar Skoðun Sjálfsmynd og heyrnarskerðing – Grein í tilefni Dags heyrnar Elín Ýr Arnar skrifar Skoðun Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Til stuðnings Kolbrúnu Pálsdóttur í rektorskjöri Kristján Kristjánsson skrifar Skoðun Bætt réttindi VR félaga frá áramótum Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Leiðréttingar á staðhæfingum um mjólkurmarkaðinn og tollflokkun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Háhyrningadans - hörmungar í Loro Parque Valgerður Árnadóttir,Rósa Líf Darradóttir,Aldís Amah Hamilton,Ragnheiður Gröndal,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir skrifar Skoðun Traustur vinur getur gert voðaverk! Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hrós getur skipt sköpum Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Stór hluti af okkar samskiptum, hvort sem það er vegna náms, vinnu eða félagslegra samskipta fara í gegnum netið. Ljósleiðaratenging er því orðinn grundvöllur nútíma búsetugæða, atvinnulífs og samkeppnishæfni byggða. Síðustu ár hef ég ferðast mikið um landið meðal annars þegar ég hef verið með skrifstofu mína óháð staðsetningu. Það er dýrmæt reynsla að hitta og og tala við fólk um allt land og heyra af þeim tækifærum og áskorunum sem það fæst við í byggðum landsins. Ég hef fundið fyrir ákalli fólks um land allt til þess að gera betur enda er mikilvægt að þjónusta sé til staðar í nærsamfélagi fólks. Háhraðatenging hefur mikil áhrif á möguleika atvinnulífs á hverju svæði um leið og það skiptir máli fyrir hvert og eitt okkar í okkar daglega lífi. Það var því ánægjulegt þegar ég kynnti í vikunni áform um að ljúka ljósleiðaravæðingu landsins fyrir árslok 2026. Með þessu markmiði viljum við tryggja að allir þéttbýlisstaðir á landinu hafi 100% aðgengi að ljósleiðara. Þetta mun efla og styrkja byggðir landsins. Við höfum staðið okkur vel í þessum efnum á undanförnum árum, en til að leysa krafta landsmanna úr læðingi þurfum við að tryggja að allir geti gengið að öflugu netsambandi vísu. Að klára ljósleiðaravæðinguna að fullu á svo skömmum tíma mun ekki aðeins styrkja byggðir landsins heldur einnig auka samkeppnishæfni Íslands á heimsvísu. Meðal þeirra staða sem bíða enn eftir tengingu eru Höfn í Hornafirði, Neskaupstaður, Siglufjörður, Reyðarfjörður og Eskifjörður, og mætti lengi telja áfram en yfirlit yfir þá staði sem þurfa á fleiri ljósleiðaratengingum að halda má finna hér. Þessi áform stuðla að því að hver einasti íbúi í þéttbýli á Íslandi, hvort sem hann býr í stærstu bæjum eða smæstu þorpum, hafi aðgang að háhraðaneti. Í dreifbýli er staðan líka góð, en þar eru nú um 82% lögheimila með aðgang að ljósleiðara eftir góðan árangur verkefnisins Ísland ljóstengt. Aðgengi að háhraðanetsambandi er forsenda nútímaþjóðfélags. Ísland er þegar meðal leiðandi landa í útbreiðslu á ljósleiðara og með einstaka stöðu í aðgengi ljósleiðara í dreifbýli. Útbreiðsla 4G og 5G er einnig á pari við það sem best gerist í heiminum. Þetta hefur gerst bæði í krafti mikillar samkeppni og rétt stilltri aðkomu stjórnvalda. Við munum halda áfram að vinna að því að tryggja öllum landsmönnum öruggt og hraðvirkt netsamband. Þetta er grundvöllur nútíma búsetugæða, öflugs atvinnulífs og samkeppnishæfni byggða okkar. Með samstilltu átaki getum við skapað betri framtíð fyrir alla landsmenn. Höfundur er háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.
Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar
Skoðun Háhyrningadans - hörmungar í Loro Parque Valgerður Árnadóttir,Rósa Líf Darradóttir,Aldís Amah Hamilton,Ragnheiður Gröndal,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir skrifar