„Í mínum huga alveg útilokað“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 3. júlí 2024 22:45 Sigurgeir B. Kristgeirsson er framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar. vísir „Það er í mínum huga alvega útilokað að þetta teljist stórfellt gáleysi,“ segir Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum, inntur eftir viðbrögðum við ákvörðun bæjarráðs Vestmannaeyjarbæjar um að höfða skaðabótamál á hendur fyrirtækinu. Í dag var greint frá ákvörðun bæjarráðsins um að fara í hart við Vinnslustöðina og VÍS vegna tjóns sem varð þegar akkeri skipsins Hugins VE hafnaði á vatnslögn til Vestmannaeyja. Páll Magnússon forseti bæjarstjórnar segir tjónið að minnsta kosti vera 1.500 milljónir. Vinnslustöðin hefur vísað til ákvæða siglingalaga sem heimila að takmarka tjónabæturnar við 360 milljónir. Páll vísar til þess á móti að óhappið stafi af stórfelldu gáleysi sem leiði til þess að regla um hámarksbætur gildi ekki. Sigurgeir ræddi málið í samtali við Vísi. „Við erum auðvitað tryggð fyrir þessu tjóni. Höfum keypt okkar tryggingar fyrir öllum fjandanum, þar á meðal þessu. Þetta fellur bara undir vátryggingaverndina okkar og það er viðurkennt af tryggingafélaginu,“ segir Sigurgeir og heldur áfram: „Í tjóni sem þessu er það þannig að hámarksbætur eru til staðar. Þetta byggir á alþjóðalögum sem við heyrum undir. Sambærilegt atvik átti sér stað þegar skip sigldi niður brú í Bandaríkjunum, þar átti sama regla við. Bæturnar takmörkuðust við ákveðið hlutfall af verðmæti skipsins. Þannig eru bara reglurnar í þessu og lögin. Tryggingafélagið er annars bara með þetta mál.“ Hér á landi takmarkist bætur og miði við stærð skipa. Þær reglur séu í samræmi við alþjóðlegar reglur og samninga. Útgerðin lúti sömu reglum og aðrir, sem séu í senn íslenskar og alþjóðlegar. Þar gildi ekki aðrar reglur um Huginn en önnur skip, hvort heldur þau eru frá Vestmannaeyjum, öðrum útgerðum á Íslandi eða frá Færeyjum, svo dæmi sé tekið. Býst við deilum fyrir dómstólum „Í mínum huga var aldrei neinn ásetningur í þessu tjóni eða slysi, það liggur alveg í augum uppi. Ég játa að í þessum tryggingafræðum má Páll Magnússon hafa sínar skoðanir á þessu en þetta verði aldrei öðruvísi en túlkað fyrir dómstólum. Bærinn mun væntanlega láta reyna á þetta fyrir dómstólum og ekkert óeðlilegt við það. En fyrir mér og tryggingafélaginu þá er þetta bara svona, það eru hámarksbætur í svona tjónum.“ Hann segir Vinnslustöðina leggja upp úr því að gæta þess að starfsmenn og öll starfsemi sé vel tryggð. „Svo verður bara að fara eftir því sem skilmálar segja hverju sinni og fyrir það borgum við.“ Skemmd neysluvatnslögn í Eyjum Vestmannaeyjar Vatn Sjávarútvegur Tengdar fréttir Krefja Vinnslustöðina um 1,5 milljarða króna Vestmannaeyjabær og HS Veitur hafa sent Vinnslustöð Vestmannaeyja hf. og tryggingafélagi fyrirtækisins kröfubréf þar sem farið er fram á að tjónið á vatnslögn til Eyja verði að fullu bætt. Eins og staðan er í dag er áætlað heildartjón á bilinu 1.380 til 1.485 milljónir króna. 7. júní 2024 13:34 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Sjá meira
Í dag var greint frá ákvörðun bæjarráðsins um að fara í hart við Vinnslustöðina og VÍS vegna tjóns sem varð þegar akkeri skipsins Hugins VE hafnaði á vatnslögn til Vestmannaeyja. Páll Magnússon forseti bæjarstjórnar segir tjónið að minnsta kosti vera 1.500 milljónir. Vinnslustöðin hefur vísað til ákvæða siglingalaga sem heimila að takmarka tjónabæturnar við 360 milljónir. Páll vísar til þess á móti að óhappið stafi af stórfelldu gáleysi sem leiði til þess að regla um hámarksbætur gildi ekki. Sigurgeir ræddi málið í samtali við Vísi. „Við erum auðvitað tryggð fyrir þessu tjóni. Höfum keypt okkar tryggingar fyrir öllum fjandanum, þar á meðal þessu. Þetta fellur bara undir vátryggingaverndina okkar og það er viðurkennt af tryggingafélaginu,“ segir Sigurgeir og heldur áfram: „Í tjóni sem þessu er það þannig að hámarksbætur eru til staðar. Þetta byggir á alþjóðalögum sem við heyrum undir. Sambærilegt atvik átti sér stað þegar skip sigldi niður brú í Bandaríkjunum, þar átti sama regla við. Bæturnar takmörkuðust við ákveðið hlutfall af verðmæti skipsins. Þannig eru bara reglurnar í þessu og lögin. Tryggingafélagið er annars bara með þetta mál.“ Hér á landi takmarkist bætur og miði við stærð skipa. Þær reglur séu í samræmi við alþjóðlegar reglur og samninga. Útgerðin lúti sömu reglum og aðrir, sem séu í senn íslenskar og alþjóðlegar. Þar gildi ekki aðrar reglur um Huginn en önnur skip, hvort heldur þau eru frá Vestmannaeyjum, öðrum útgerðum á Íslandi eða frá Færeyjum, svo dæmi sé tekið. Býst við deilum fyrir dómstólum „Í mínum huga var aldrei neinn ásetningur í þessu tjóni eða slysi, það liggur alveg í augum uppi. Ég játa að í þessum tryggingafræðum má Páll Magnússon hafa sínar skoðanir á þessu en þetta verði aldrei öðruvísi en túlkað fyrir dómstólum. Bærinn mun væntanlega láta reyna á þetta fyrir dómstólum og ekkert óeðlilegt við það. En fyrir mér og tryggingafélaginu þá er þetta bara svona, það eru hámarksbætur í svona tjónum.“ Hann segir Vinnslustöðina leggja upp úr því að gæta þess að starfsmenn og öll starfsemi sé vel tryggð. „Svo verður bara að fara eftir því sem skilmálar segja hverju sinni og fyrir það borgum við.“
Skemmd neysluvatnslögn í Eyjum Vestmannaeyjar Vatn Sjávarútvegur Tengdar fréttir Krefja Vinnslustöðina um 1,5 milljarða króna Vestmannaeyjabær og HS Veitur hafa sent Vinnslustöð Vestmannaeyja hf. og tryggingafélagi fyrirtækisins kröfubréf þar sem farið er fram á að tjónið á vatnslögn til Eyja verði að fullu bætt. Eins og staðan er í dag er áætlað heildartjón á bilinu 1.380 til 1.485 milljónir króna. 7. júní 2024 13:34 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Sjá meira
Krefja Vinnslustöðina um 1,5 milljarða króna Vestmannaeyjabær og HS Veitur hafa sent Vinnslustöð Vestmannaeyja hf. og tryggingafélagi fyrirtækisins kröfubréf þar sem farið er fram á að tjónið á vatnslögn til Eyja verði að fullu bætt. Eins og staðan er í dag er áætlað heildartjón á bilinu 1.380 til 1.485 milljónir króna. 7. júní 2024 13:34