Sveitastrákur mætir með byssuna sína á Ólympíuleikana Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 3. júlí 2024 21:05 Hákon Þór hefur keppni á Ólympíuleikunum í París föstudaginn 2. ágúst klukkan 09:00. Magnús Hlynur Hreiðarsson Smiður á Selfossi gerir lítið annað þessa dagana en að skjóta úr byssu og þá marga klukkutíma á dag. Ástæðan er einföld. Hann er að fara að keppa fyrir hönd Íslands á Ólympíuleikunum í París en hann mun keppa í haglabyssuskotfimi. Hér erum við að tala um sveitastrák úr Austur Húnavatnssýslu, nú búsettur á Selfossi,, sem heitir Hákon Þór Svavarsson en hann hefur haldið sig meira og minna síðustu mánuði á æfingasvæði Skotíþróttafélags Suðurlands rétt við Þorlákshöfn við æfingar með því að skjóta leirdúfur með sérstökum tæknibúnaði. „Þetta er raddstýribúnaður svo ég geti verið einn að æfa. Ég ýti bara á takka og gefa frá mér eitthvað hljóð og þá koma dúfurnar. Við eigum að skjóta 125 skotum á Ólympíuleikunum og það eru 25 skot í hverri umferð og það eru sex saman í hverjum hóp. Við byrjum á palli eitt, fyrsti klárar hann og svo bara koll af kolli,” segir Hákon Þór. Og allir keppendur í skotfiminni eru atvinnumenn nema Hákon Þór. „Og það má ekkert klikka, ef þú ætlar að komast í úrslit þá máttu helst bara klikka á einu skoti,” bætir hann við. Um 600 félagsmenn eru í Skotíþróttafélagi Suðurlands.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hverju þakkar Hákon Þór helst hvað hann er góður og hittinn með byssuna? „Ætli það sé ekki bara þrjóska og æfa mikið og svo er maður náttúrulega með gott fólk í kringum sig, þú gerir ekkert án þess.” Hákon hefur keppni á Ólympíuleikunum 2. ágúst klukkan níu um morgunin og hann mun líka keppa 3. ágúst. Heldur þú að þú farir ekki að skæla þegar þjóðsöngurinn verður sungin? „Alveg pottþétt, það verður bara stórt handklæði með svona til öryggis,” segir hann og skellihlær. Og byssan, sem Hákon Þór mun skjóta úr er fullkominn og góð, enda kostaði hún um tvær milljónir króna. Fjölskylda Ólympíufarans ætla að fylgja honum til París og eiginkonan er að sjálfsögðu að rifna úr stolti yfir sínum manni. „Hann er bara duglegur, röskur og samviskusamur,” segir Birna Jóhanna Sævarsdóttir, eiginkona Hákons Þórs og kennari á Selfossi. Hákon Þór Svavarsson skotíþróttamaður og Ólympíufari, ásamt eiginkonu sinni, Birnu Jóhönnu Sævarsdóttur.Magnús Hlynur Hreiðarsson Fréttamaður fékk að skjóta úr byssunni hjá Hákoni Þór en hitti ekki leirdúfuna, sem átti að skjóta.Aðsend Árborg Skotvopn Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Fleiri fréttir Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Sjá meira
Hér erum við að tala um sveitastrák úr Austur Húnavatnssýslu, nú búsettur á Selfossi,, sem heitir Hákon Þór Svavarsson en hann hefur haldið sig meira og minna síðustu mánuði á æfingasvæði Skotíþróttafélags Suðurlands rétt við Þorlákshöfn við æfingar með því að skjóta leirdúfur með sérstökum tæknibúnaði. „Þetta er raddstýribúnaður svo ég geti verið einn að æfa. Ég ýti bara á takka og gefa frá mér eitthvað hljóð og þá koma dúfurnar. Við eigum að skjóta 125 skotum á Ólympíuleikunum og það eru 25 skot í hverri umferð og það eru sex saman í hverjum hóp. Við byrjum á palli eitt, fyrsti klárar hann og svo bara koll af kolli,” segir Hákon Þór. Og allir keppendur í skotfiminni eru atvinnumenn nema Hákon Þór. „Og það má ekkert klikka, ef þú ætlar að komast í úrslit þá máttu helst bara klikka á einu skoti,” bætir hann við. Um 600 félagsmenn eru í Skotíþróttafélagi Suðurlands.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hverju þakkar Hákon Þór helst hvað hann er góður og hittinn með byssuna? „Ætli það sé ekki bara þrjóska og æfa mikið og svo er maður náttúrulega með gott fólk í kringum sig, þú gerir ekkert án þess.” Hákon hefur keppni á Ólympíuleikunum 2. ágúst klukkan níu um morgunin og hann mun líka keppa 3. ágúst. Heldur þú að þú farir ekki að skæla þegar þjóðsöngurinn verður sungin? „Alveg pottþétt, það verður bara stórt handklæði með svona til öryggis,” segir hann og skellihlær. Og byssan, sem Hákon Þór mun skjóta úr er fullkominn og góð, enda kostaði hún um tvær milljónir króna. Fjölskylda Ólympíufarans ætla að fylgja honum til París og eiginkonan er að sjálfsögðu að rifna úr stolti yfir sínum manni. „Hann er bara duglegur, röskur og samviskusamur,” segir Birna Jóhanna Sævarsdóttir, eiginkona Hákons Þórs og kennari á Selfossi. Hákon Þór Svavarsson skotíþróttamaður og Ólympíufari, ásamt eiginkonu sinni, Birnu Jóhönnu Sævarsdóttur.Magnús Hlynur Hreiðarsson Fréttamaður fékk að skjóta úr byssunni hjá Hákoni Þór en hitti ekki leirdúfuna, sem átti að skjóta.Aðsend
Árborg Skotvopn Ólympíuleikar Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Fleiri fréttir Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Sjá meira