Friðhelgin stórauki vald forsetans Ólafur Björn Sverrisson skrifar 2. júlí 2024 23:10 Svanhildur Þorsteinsdóttir ræddi ástandið í Bandaríkjunum í kvöldfréttum. stöð 2 Dósent í stjórnmálafræði segir niðurstöðu hæstaréttar Bandaríkjanna, þess efnis að Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseti geti notið friðhelgi frá ákærum vegna embættisverka hans, munu hafa mikil áhrif á kosningabaráttuna framundan. Ákvörðun hæstaréttar hefur raunar þegar haft áhrif. Fyrr í kvöld ákvað dómari í New York ríki að fresta ákvörðun um refsingu í máli Donald Trump fram í september á þessu ári. Joe Biden Bandaríkjaforseti sem á nú í harðri kosningabaráttu við Trump gagnrýndi ákvörðun réttarins harðlega í dag. Um sé að ræða grundvallarbreytingu sem þýði að það séu engin takmörk fyrir því hvað forseti geti gert. „Því vald embættisins verður ekki lengur takmarkað með lögum. Ég óttast um lýðræði okkar og er þessu því ósammála. Bandaríska þjóðin ætti að vera þessu líka ósammála,“ sagði Biden í dag. Svanhildur Þorvaldsdóttir dósent í stjórnmálafræði ræddi málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Það er búið að flækja töluvert hvers konar gögn og upplýsingar sé hægt að nýta til að lögsækja forseta fyrir verk á meðan hann er í embætti,“ segir Svanhildur. „Þetta á eftir að hafa þau áhrif að ekkert af þessum dómsmálum, sem liggja fyrir núna, eiga eftir að klárast fyrir kosningar. Það var ólíklegt áður en er orðið því sem næst ómögulegt núna. Þetta á eftir að halda áfram að vera í umræðunni. Nú er búið að leggja fyrir neðra dómstig að fara yfir öll gögn í málinu. Hvað megi nýta og hvað ekki. Þetta verður í umræðunni í kosningabaráttunni þegar hún fer að fullu af stað í haust.“ Svanhildur segir að búast megi við því að Demókratar beini ljósi að bandarísku lýðræði til frambúðar. „Munum við halda því? Þetta á eftir að lita umræðuna á ýmsan hátt. Trump á vafalaust eftir að áfrýja aftur og það eru jafnvel ár þangað til að Hæstiréttur úrskurðar aftur um einhver skjöl. Það er ýmislegt loðið í þessu og við eigum eftir að sjá hvernig dómstólar túlka þetta.“ Bandaríkin Donald Trump Hæstiréttur Bandaríkjanna Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Sjá meira
Ákvörðun hæstaréttar hefur raunar þegar haft áhrif. Fyrr í kvöld ákvað dómari í New York ríki að fresta ákvörðun um refsingu í máli Donald Trump fram í september á þessu ári. Joe Biden Bandaríkjaforseti sem á nú í harðri kosningabaráttu við Trump gagnrýndi ákvörðun réttarins harðlega í dag. Um sé að ræða grundvallarbreytingu sem þýði að það séu engin takmörk fyrir því hvað forseti geti gert. „Því vald embættisins verður ekki lengur takmarkað með lögum. Ég óttast um lýðræði okkar og er þessu því ósammála. Bandaríska þjóðin ætti að vera þessu líka ósammála,“ sagði Biden í dag. Svanhildur Þorvaldsdóttir dósent í stjórnmálafræði ræddi málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Það er búið að flækja töluvert hvers konar gögn og upplýsingar sé hægt að nýta til að lögsækja forseta fyrir verk á meðan hann er í embætti,“ segir Svanhildur. „Þetta á eftir að hafa þau áhrif að ekkert af þessum dómsmálum, sem liggja fyrir núna, eiga eftir að klárast fyrir kosningar. Það var ólíklegt áður en er orðið því sem næst ómögulegt núna. Þetta á eftir að halda áfram að vera í umræðunni. Nú er búið að leggja fyrir neðra dómstig að fara yfir öll gögn í málinu. Hvað megi nýta og hvað ekki. Þetta verður í umræðunni í kosningabaráttunni þegar hún fer að fullu af stað í haust.“ Svanhildur segir að búast megi við því að Demókratar beini ljósi að bandarísku lýðræði til frambúðar. „Munum við halda því? Þetta á eftir að lita umræðuna á ýmsan hátt. Trump á vafalaust eftir að áfrýja aftur og það eru jafnvel ár þangað til að Hæstiréttur úrskurðar aftur um einhver skjöl. Það er ýmislegt loðið í þessu og við eigum eftir að sjá hvernig dómstólar túlka þetta.“
Bandaríkin Donald Trump Hæstiréttur Bandaríkjanna Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Sjá meira