Tveir góðkunningjar flúðu lögregluna á hlaupahjóli Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. júlí 2024 15:33 Lögreglubílinn á grasinu við göngustíginn og góðkunningjarnir á rás eftir stígnum. Tveir góðkunningjar lögreglunnar voru handteknir síðdegis eftir að hafa flúið lögreglu á hlaupahjóli í vesturhluta Reykjavíkur. Lögregla ók lengi eftir mönnunum á grasi við göngustíg en þeir hvikuðu hvergi á ferð sinni. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu er um að ræða tvo karlmenn sem lögregla hefur endurtekið haft afskipti af í gegnum tíðina. Í þetta skipti barst lögreglu tilkynning um slagsmál en í ljós kom að mennirnir höfðu valdið tjóni á bíl á svæðinu. Unnar Már Ástþórsson aðalvarðstjóri útskýrir að mennirnir hafi við komu lögreglu á vettvang ákveðið að flýja af vettvangi. Sjónarvottur lýsir því að hafa séð lögreglumann hlaupandi á eftir mönnunum sem gripu hlaupahjól til að hraða flótta sínum. Eins og sjá má á myndbandinu sem fylgir fréttinni var eftirför lögreglu í lengri kantinum. Sjónarvottur tjáði Vísi að annar karlmannanna hefði verið með grímu og bakpoka. Unnar segir langa eftirför útskýrast af því að erfitt sé að beita sér harkalega gegn einstaklingum á opnu ökutæki á borð við hlaupahjól. Þeir hafi að lokum stöðvað för sína og gisti nú fangageymslur. Ekki í fyrsta skipti. Að neðan má sjá fleiri myndbönd af eftirför lögreglu á höfuðborgarsvæðinu undanfarin ár. Hér má sjá lögreglu fylgja eftir manni sem tók steypubíl ófrjálsri hendi í miðbæ Reykjavíkur árið 2020 og ók af stað. Hér fylgdi lögregla eftir ökumanni sem flúði eftir að hafa stungið af að lokinni áfengismælingu árið 2021. Þá fylgdi lögregla eftir ökumanni sama ár sem ók á flótta sínum á móti umferð í miðbæ Reykjavíkur. Mildi má telja að í ofantöldum tilfellum hafi enginn slasast alvarlega. Lögreglumál Reykjavík Seltjarnarnes Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira
Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu er um að ræða tvo karlmenn sem lögregla hefur endurtekið haft afskipti af í gegnum tíðina. Í þetta skipti barst lögreglu tilkynning um slagsmál en í ljós kom að mennirnir höfðu valdið tjóni á bíl á svæðinu. Unnar Már Ástþórsson aðalvarðstjóri útskýrir að mennirnir hafi við komu lögreglu á vettvang ákveðið að flýja af vettvangi. Sjónarvottur lýsir því að hafa séð lögreglumann hlaupandi á eftir mönnunum sem gripu hlaupahjól til að hraða flótta sínum. Eins og sjá má á myndbandinu sem fylgir fréttinni var eftirför lögreglu í lengri kantinum. Sjónarvottur tjáði Vísi að annar karlmannanna hefði verið með grímu og bakpoka. Unnar segir langa eftirför útskýrast af því að erfitt sé að beita sér harkalega gegn einstaklingum á opnu ökutæki á borð við hlaupahjól. Þeir hafi að lokum stöðvað för sína og gisti nú fangageymslur. Ekki í fyrsta skipti. Að neðan má sjá fleiri myndbönd af eftirför lögreglu á höfuðborgarsvæðinu undanfarin ár. Hér má sjá lögreglu fylgja eftir manni sem tók steypubíl ófrjálsri hendi í miðbæ Reykjavíkur árið 2020 og ók af stað. Hér fylgdi lögregla eftir ökumanni sem flúði eftir að hafa stungið af að lokinni áfengismælingu árið 2021. Þá fylgdi lögregla eftir ökumanni sama ár sem ók á flótta sínum á móti umferð í miðbæ Reykjavíkur. Mildi má telja að í ofantöldum tilfellum hafi enginn slasast alvarlega.
Lögreglumál Reykjavík Seltjarnarnes Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira