Tveir góðkunningjar flúðu lögregluna á hlaupahjóli Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. júlí 2024 15:33 Lögreglubílinn á grasinu við göngustíginn og góðkunningjarnir á rás eftir stígnum. Tveir góðkunningjar lögreglunnar voru handteknir síðdegis eftir að hafa flúið lögreglu á hlaupahjóli í vesturhluta Reykjavíkur. Lögregla ók lengi eftir mönnunum á grasi við göngustíg en þeir hvikuðu hvergi á ferð sinni. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu er um að ræða tvo karlmenn sem lögregla hefur endurtekið haft afskipti af í gegnum tíðina. Í þetta skipti barst lögreglu tilkynning um slagsmál en í ljós kom að mennirnir höfðu valdið tjóni á bíl á svæðinu. Unnar Már Ástþórsson aðalvarðstjóri útskýrir að mennirnir hafi við komu lögreglu á vettvang ákveðið að flýja af vettvangi. Sjónarvottur lýsir því að hafa séð lögreglumann hlaupandi á eftir mönnunum sem gripu hlaupahjól til að hraða flótta sínum. Eins og sjá má á myndbandinu sem fylgir fréttinni var eftirför lögreglu í lengri kantinum. Sjónarvottur tjáði Vísi að annar karlmannanna hefði verið með grímu og bakpoka. Unnar segir langa eftirför útskýrast af því að erfitt sé að beita sér harkalega gegn einstaklingum á opnu ökutæki á borð við hlaupahjól. Þeir hafi að lokum stöðvað för sína og gisti nú fangageymslur. Ekki í fyrsta skipti. Að neðan má sjá fleiri myndbönd af eftirför lögreglu á höfuðborgarsvæðinu undanfarin ár. Hér má sjá lögreglu fylgja eftir manni sem tók steypubíl ófrjálsri hendi í miðbæ Reykjavíkur árið 2020 og ók af stað. Hér fylgdi lögregla eftir ökumanni sem flúði eftir að hafa stungið af að lokinni áfengismælingu árið 2021. Þá fylgdi lögregla eftir ökumanni sama ár sem ók á flótta sínum á móti umferð í miðbæ Reykjavíkur. Mildi má telja að í ofantöldum tilfellum hafi enginn slasast alvarlega. Lögreglumál Reykjavík Seltjarnarnes Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Vaktin: Viðreisn velur oddvita Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Vaktin: Viðreisn velur oddvita „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Sjá meira
Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu er um að ræða tvo karlmenn sem lögregla hefur endurtekið haft afskipti af í gegnum tíðina. Í þetta skipti barst lögreglu tilkynning um slagsmál en í ljós kom að mennirnir höfðu valdið tjóni á bíl á svæðinu. Unnar Már Ástþórsson aðalvarðstjóri útskýrir að mennirnir hafi við komu lögreglu á vettvang ákveðið að flýja af vettvangi. Sjónarvottur lýsir því að hafa séð lögreglumann hlaupandi á eftir mönnunum sem gripu hlaupahjól til að hraða flótta sínum. Eins og sjá má á myndbandinu sem fylgir fréttinni var eftirför lögreglu í lengri kantinum. Sjónarvottur tjáði Vísi að annar karlmannanna hefði verið með grímu og bakpoka. Unnar segir langa eftirför útskýrast af því að erfitt sé að beita sér harkalega gegn einstaklingum á opnu ökutæki á borð við hlaupahjól. Þeir hafi að lokum stöðvað för sína og gisti nú fangageymslur. Ekki í fyrsta skipti. Að neðan má sjá fleiri myndbönd af eftirför lögreglu á höfuðborgarsvæðinu undanfarin ár. Hér má sjá lögreglu fylgja eftir manni sem tók steypubíl ófrjálsri hendi í miðbæ Reykjavíkur árið 2020 og ók af stað. Hér fylgdi lögregla eftir ökumanni sem flúði eftir að hafa stungið af að lokinni áfengismælingu árið 2021. Þá fylgdi lögregla eftir ökumanni sama ár sem ók á flótta sínum á móti umferð í miðbæ Reykjavíkur. Mildi má telja að í ofantöldum tilfellum hafi enginn slasast alvarlega.
Lögreglumál Reykjavík Seltjarnarnes Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Vaktin: Viðreisn velur oddvita Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Vaktin: Viðreisn velur oddvita „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Sjá meira