Vesturnorræna samstarfið aldrei verið mikilvægara Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 2. júlí 2024 11:52 Eyjólfur Guðmundsson tekur við stjórnarformennsku við háskólann á Grænlandi. Auðunn Níelsson Eyjólfur Guðmundsson fráfarandi rektor háskólans á Akureyri hefur tekið við stöðu stjórnarformanns Grænlandsháskóla, Ilisimatusarfik á máli þeirra. Eyjólfur segist hafa tekið við stöðunni með það í huga að stuðla að auknu samstarfi norrænu eyjaþjóðina í ljósi viðsjárverðar stöðu í heimsmálunum. Hann var kjörinn formaður af stjórninni sem skipa, ásamt fulltrúum nemenda og starfsmanna, erlendir aðilar sem og aðilar úr fjölbreyttum sviðum grænlensks samfélags. „Þetta er afskaplega spennandi verkefni og það verður gaman að geta fylgt eftir því norðurslóðastarfi sem ég vann sem rektor,“ segir hann í samtali við fréttastofu. Eyjólfur mun ekki flytja til Grænlands heldur getur hann sinnt störfum sínum að heiman og flogið til Nuuk á fundi sem eru nokkrum sinnum á ári. Tækifæri til samtals Grænlenski miðillinn Sermitsiaq greindi frá ráðningunni í síðasta mánuði. Í frétt þeirra um málið er haft eftir þingmanni að háskólinn hafi glímt við erfitt starfsumhverfi sem varð til þess að hópur starfsmanna og stjórnenda sagði upp störfum. Eyjólfur Guðmundsson segir þessa nýju stöðu sína vera tækifæri til samtals og segir norðurslóðasamstarfið vera mikilvægara en nokkru sinni fyrr. Hann segist vona að reynsla hans sem rektor háskólans á Akureyri geti jafnframt komið að gagni í Nuuk. „Út frá minni reynslu sem rektor er engin spurning að vesturnorrænt samstarf er orðið miklu mikilvægara en það hefur verið í heimspólitískum skilningi eftir að Rússland réðst inn í Úkraínu. Allt norðurslóðasamstarf er mjög erfitt og jafnvel nánast stopp,“ segir Eyjólfur. Þurfum að vinna saman „Þess vegna hef ég verið mikill talsmaður þess að við veitum núna Vesturnorræna samstarfinu sérstaklega mikla athygli. Þar sem að Grænland, Ísland og Færeyjar geta unnið sameiginlega að sínum hagsmunum og þurfa að gera það í þessum stórveldaleik sem er hafinn,“ bætir hann við. „Við getum sagt að ég hafi tekið þetta að mér að hluta til með þá sýn í huga að við, þessar þrjár þjóðir, þurfum að vinna meira saman,“ segir Eyjólfur. Háskólar Grænland Akureyri Utanríkismál Færeyjar Skóla- og menntamál Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Sjá meira
Hann var kjörinn formaður af stjórninni sem skipa, ásamt fulltrúum nemenda og starfsmanna, erlendir aðilar sem og aðilar úr fjölbreyttum sviðum grænlensks samfélags. „Þetta er afskaplega spennandi verkefni og það verður gaman að geta fylgt eftir því norðurslóðastarfi sem ég vann sem rektor,“ segir hann í samtali við fréttastofu. Eyjólfur mun ekki flytja til Grænlands heldur getur hann sinnt störfum sínum að heiman og flogið til Nuuk á fundi sem eru nokkrum sinnum á ári. Tækifæri til samtals Grænlenski miðillinn Sermitsiaq greindi frá ráðningunni í síðasta mánuði. Í frétt þeirra um málið er haft eftir þingmanni að háskólinn hafi glímt við erfitt starfsumhverfi sem varð til þess að hópur starfsmanna og stjórnenda sagði upp störfum. Eyjólfur Guðmundsson segir þessa nýju stöðu sína vera tækifæri til samtals og segir norðurslóðasamstarfið vera mikilvægara en nokkru sinni fyrr. Hann segist vona að reynsla hans sem rektor háskólans á Akureyri geti jafnframt komið að gagni í Nuuk. „Út frá minni reynslu sem rektor er engin spurning að vesturnorrænt samstarf er orðið miklu mikilvægara en það hefur verið í heimspólitískum skilningi eftir að Rússland réðst inn í Úkraínu. Allt norðurslóðasamstarf er mjög erfitt og jafnvel nánast stopp,“ segir Eyjólfur. Þurfum að vinna saman „Þess vegna hef ég verið mikill talsmaður þess að við veitum núna Vesturnorræna samstarfinu sérstaklega mikla athygli. Þar sem að Grænland, Ísland og Færeyjar geta unnið sameiginlega að sínum hagsmunum og þurfa að gera það í þessum stórveldaleik sem er hafinn,“ bætir hann við. „Við getum sagt að ég hafi tekið þetta að mér að hluta til með þá sýn í huga að við, þessar þrjár þjóðir, þurfum að vinna meira saman,“ segir Eyjólfur.
Háskólar Grænland Akureyri Utanríkismál Færeyjar Skóla- og menntamál Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Sjá meira