Von á átján stiga hita á Hallormsstað Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. júlí 2024 06:42 Við Atlavík á Hallormsstað þar sem reikna má með fínu veðri í dag Vísir/Vilhelm Reikna má með því að landsmenn hristi höfuðið í sumum landshlutum í dag og haldi áfram að bíða eftir sumrinu. Þeir sem eru á Austurlandi gætu þó viljað hafa stuttbuxur og sólarvörn innan seilingar. Það blæs víðast hvar á landinu í dag að suðvestan, allt frá 3 til 10 m/s. Tveggja stafa tala í hitastigi víðast hvar um landið og gæti farið upp í átján stig á Hallormsstað. Ekki í fyrsta skipti sem sólin velur sér viðkomustað við þéttasta skóglendi landsins. Von er á suðlægri eða breytilegri átt á morgun, 3 til 8 m/s. Bjart með köflum, en skýjað sunnan- og vestanlands og dálítil væta þar. Hiti 8 til 17 stig, hlýjast á Norðausturlandi. Á miðvikudag heldur áfram að blása, þá að norðaustan 5 til 13 m/s og dálítil rigning eða súld með köflum. Þurrt að kalla norðaustantil. Hiti 6 til 14 stig, hlýjast á Suðurlandi. Þegar líður á vikuna má reikna með norðlægri eða breytilegri átt, skýjað með köflum og allvíða líkur á síðdegisskúrum. Hitastig svipað og fyrr í vikunni. Fram undan er fyrsta helgin í júlí sem hefur löngum verið mikil útileguhelgi hér á landi. Bíða verður eitthvað inn í vikuna eftir traustari spá áður en fólk getur verið nokkuð öruggt með hvar megi finna besta veðrið. Fram kemur á vef Veðurstofu Íslands að skil frá lægð á Grænlandssundi gangi nú yfir landið. Áttin er suðaustlæg, víða strekkingur og rigning, en allhvasst eða hvasst á norðanverðu Snæfellsnesi. Á Norður- og Austurlandi er vindur yfirleitt hægari og bjartviðri. Þar er hlýtt í veðri og hefur hiti víða farið yfir 20 stig, en þegar þetta er ritað hefur mesti hiti mælst 24 stig á Brúsastöðum. Skilin fara nokkuð hratt yfir. Í kvöld snýst í hægari suðvestlæga átt og dregur úr rigningunni á suður- og vesturlandi, en í nótt og fyrramálið lítur út fyrir rigningu norðaustantil. Lítilsháttar væta á morgun, en styttir upp og léttir víða til síðdegis. Hitatölur víða á bilinu 10 til 16 stig. Veður Mest lesið Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fleiri fréttir Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Sjá meira
Það blæs víðast hvar á landinu í dag að suðvestan, allt frá 3 til 10 m/s. Tveggja stafa tala í hitastigi víðast hvar um landið og gæti farið upp í átján stig á Hallormsstað. Ekki í fyrsta skipti sem sólin velur sér viðkomustað við þéttasta skóglendi landsins. Von er á suðlægri eða breytilegri átt á morgun, 3 til 8 m/s. Bjart með köflum, en skýjað sunnan- og vestanlands og dálítil væta þar. Hiti 8 til 17 stig, hlýjast á Norðausturlandi. Á miðvikudag heldur áfram að blása, þá að norðaustan 5 til 13 m/s og dálítil rigning eða súld með köflum. Þurrt að kalla norðaustantil. Hiti 6 til 14 stig, hlýjast á Suðurlandi. Þegar líður á vikuna má reikna með norðlægri eða breytilegri átt, skýjað með köflum og allvíða líkur á síðdegisskúrum. Hitastig svipað og fyrr í vikunni. Fram undan er fyrsta helgin í júlí sem hefur löngum verið mikil útileguhelgi hér á landi. Bíða verður eitthvað inn í vikuna eftir traustari spá áður en fólk getur verið nokkuð öruggt með hvar megi finna besta veðrið. Fram kemur á vef Veðurstofu Íslands að skil frá lægð á Grænlandssundi gangi nú yfir landið. Áttin er suðaustlæg, víða strekkingur og rigning, en allhvasst eða hvasst á norðanverðu Snæfellsnesi. Á Norður- og Austurlandi er vindur yfirleitt hægari og bjartviðri. Þar er hlýtt í veðri og hefur hiti víða farið yfir 20 stig, en þegar þetta er ritað hefur mesti hiti mælst 24 stig á Brúsastöðum. Skilin fara nokkuð hratt yfir. Í kvöld snýst í hægari suðvestlæga átt og dregur úr rigningunni á suður- og vesturlandi, en í nótt og fyrramálið lítur út fyrir rigningu norðaustantil. Lítilsháttar væta á morgun, en styttir upp og léttir víða til síðdegis. Hitatölur víða á bilinu 10 til 16 stig.
Veður Mest lesið Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fleiri fréttir Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Sjá meira