Vöknuðu á floti og stigu út með drulluna upp að hnjám Jón Ísak Ragnarsson skrifar 30. júní 2024 17:39 Menn voru fljótir að gera gott úr málunum og tylltu sér í huggulegheitin við nýju tjörnina. Jakob Magnússon Félögunum Jakobi Magnússyni og Kolbeini Tuma var heldur betur brugðið í brún þegar þeir vöknuðu á tjaldstæðinu við Hróarskeldu í morgun og allt var á floti. Þeir hafi vaknað, stigið út, og drullan hafi náð upp að hnjám. Þetta var „kyngimagnað“ segja þeir. Tónlistarhátíðin Hróarskelda stendur nú yfir í Danmörku, og í gær viðraði sérstaklega vel á gesti. Sólin skein og hiti fór yfir tuttugu gráður. Í nótt kom svo hellidemba sem gerði tjaldstæðið að hálfgerðri tjörn eða drullusvæði. Ansi vætusamt í morgun.Jakob Magnússon Jakob Magnússon, gestur á hátíðinni, segir að nú hafi stytt upp og þetta sé svona að mestu þornað núna. „En það er samt mýri hérna á svæðinu sko, þar sem við erum að labba,“ segir hann. „Ókei, örkin hans Nóa!“ Kolbeinn Tumi segir að fyrsta hugsunin hans þegar hann vaknaði hafi verið, „Ókei, örkin hans Nóa!“ Hann segir að félagi hans sem hafi verið að tjalda þarna hafi líka vaknað á floti. „Maður þekkir þetta ekki á Íslandi. Maður vaknaði ekkert í kulda, það er hlýtt hérna og stemning. En að vakna í svona flóði, svo að stíga út í drulluna, það er bara kyngimagnað,“ segir Kolbeinn. Svæðið var algjör drullupollur í morgun. Drullan virðist kannski ekki alveg ná upp að hnjám hér á þessari mynd, en maður skilur samt hvað þeir eiga við.Jakob Magnússon Það sé drulla á svæðinu og allir séu „ljótir og ógeðslegir.“ „En svona er þetta með krakka og ungt fólk sem er að skemmta sér, það tekur skemmtunina fram fyrir svona viðbjóð og harkar þetta af sér. Við þekkjum það á Íslandi yfir Þjóðhátíð,“ segir Kolbeinn, sem lætur greinilega engan bilbug á sér finna. Hann segir að það sé komin bullandi stemning í hópinn, og menn komnir í gír. Svæðið sé vissulega viðbjóður og maður rölti þar um með drulluna upp að hnjám, „en svo fer maður bara í sturtu,“ segir Kolbeinn. View this post on Instagram A post shared by Roskilde Festival (@roskildefestival) Danmörk Hróarskelda Íslendingar erlendis Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Sjá meira
Tónlistarhátíðin Hróarskelda stendur nú yfir í Danmörku, og í gær viðraði sérstaklega vel á gesti. Sólin skein og hiti fór yfir tuttugu gráður. Í nótt kom svo hellidemba sem gerði tjaldstæðið að hálfgerðri tjörn eða drullusvæði. Ansi vætusamt í morgun.Jakob Magnússon Jakob Magnússon, gestur á hátíðinni, segir að nú hafi stytt upp og þetta sé svona að mestu þornað núna. „En það er samt mýri hérna á svæðinu sko, þar sem við erum að labba,“ segir hann. „Ókei, örkin hans Nóa!“ Kolbeinn Tumi segir að fyrsta hugsunin hans þegar hann vaknaði hafi verið, „Ókei, örkin hans Nóa!“ Hann segir að félagi hans sem hafi verið að tjalda þarna hafi líka vaknað á floti. „Maður þekkir þetta ekki á Íslandi. Maður vaknaði ekkert í kulda, það er hlýtt hérna og stemning. En að vakna í svona flóði, svo að stíga út í drulluna, það er bara kyngimagnað,“ segir Kolbeinn. Svæðið var algjör drullupollur í morgun. Drullan virðist kannski ekki alveg ná upp að hnjám hér á þessari mynd, en maður skilur samt hvað þeir eiga við.Jakob Magnússon Það sé drulla á svæðinu og allir séu „ljótir og ógeðslegir.“ „En svona er þetta með krakka og ungt fólk sem er að skemmta sér, það tekur skemmtunina fram fyrir svona viðbjóð og harkar þetta af sér. Við þekkjum það á Íslandi yfir Þjóðhátíð,“ segir Kolbeinn, sem lætur greinilega engan bilbug á sér finna. Hann segir að það sé komin bullandi stemning í hópinn, og menn komnir í gír. Svæðið sé vissulega viðbjóður og maður rölti þar um með drulluna upp að hnjám, „en svo fer maður bara í sturtu,“ segir Kolbeinn. View this post on Instagram A post shared by Roskilde Festival (@roskildefestival)
Danmörk Hróarskelda Íslendingar erlendis Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Sjá meira