Árið er 1990 Rebekka Hilmarsdóttir skrifar 30. júní 2024 14:30 Í útvarpi allra landsmanna heyrist Bogi Ágústsson, fréttamaður reglulega segja þessi orð „Árið er“. Á eftir heyrast svo gamlir poppslagarar það árið, sem rifja upp gömlu og góðu dagana. Þessi orð “Árið er 1990” spretta upp í hugann í hvert einasta sinn sem ég ferðast um vegkaflann milli Patreksfjarðar og Reykjavíkur. Orð Boga fylgja mér svo langleiðina niður í Borgarfjörðinn, þegar nokkuð góðir vegkaflar taka á móti mér. Þótt árið sé 2024 þá upplifir maður að vegir á Vestfjörðum og Vesturlandi séu líkari því sem í boði var árið 1990. Þegar malbikaðir vegir voru í minnihluta, í kostnaðaráætlun fyrir hverja ferð var gert ráð fyrir einu til tveimur ónýtum dekkjum á leiðinni, lakkskemmdum og jafnvel einni skemmdri framrúðu eða framljósi. Vegirnir sem standa til boða á Vestfjörðum og Vesturlandi árið 2024 eru af ýmsum gerðum, en þeir eru m.a. malbikaðir, malbikaðir með holum eða blæðingum, malbikaðir að hluta, malbik hefur verið fjarlægt, hefðbundnir gamlir malarvegir og vegir sem óljóst er hvernig flokkast, nema kannski sem slóðar. Vegirnir eru líka misgamlir, stuttur malarkafli teygir sig aftur til ársins 1950 og svo eru nokkrir kílómetrar af nýjum vegum, sem enn hafa ekki fengið að fagna 1 árs afmælinu sínu. Það sem þessir vegkaflar eiga þó sameiginlegt er að þeir eru í ákaflega lélegu ásigkomulagi. Ekkert nema holur og skemmdir, meira að segja á nokkurra mánaða gömlum og langþráðum vegkafla Vestfjarðavegar um svonefndan Teigskóg. Í hinni opinberu umræðu er þungaflutningum af Vestfjörðum kennt um bagalegt ástand vega á Vestfjörðum og Vesturlandi. Maður hefur vissan skilning á slíkum málflutningi, þegar um er að ræða álag á vegkafla sem voru gerðir og byggðir upp á þeim árum sem strandsiglingar voru stundaðar hringinn í kringum landið og atvinnulíf á Vestfjörðum var í lægð og minna um álag á vegi vegna þungaflutninga. Það getur þó varla átt við um vegi sem gerðir voru á síðustu árum eða jafnvel síðustu mánuðum, en eru samt í slæmu ástandi. Veltir maður því óneitanlega fyrir sér hvort ekki hafi verið gert ráð fyrir álagi vegna þungaflutninga á hinum nýju vegum. Fáir velta samgöngum meira fyrir sér en Vestfirðingar og það er af ástæðu. Hér hafa aldrei verið í boði samkeppnishæfir vegir í samanburði við aðra landshluta og þeir vegkaflar sem hafa verið gerðir á allra síðustu árum og ættu þar með að teljast samkeppnishæfir, endast ekki fyrir þá umferð sem hér fer um. Samgönguáætlun er því mjög vinsælt lesefni Vestfirðinga og skiptir öllu máli. Hvort sem það er vegna þeirra framkvæmda sem áætlaðar eru, forgangsröðun framkvæmda eða hvernig viðhaldi vega skuli hagað til næstu ára. Það voru því nokkur vonbrigði að ekki hafi verið lokið við umræðu og gerð samgönguáætlunar á nýafstöðnu þingi. Samgönguáætlun ein og sér mun sennilega ekki bjarga því bagalega ástandi sem vegir á Vestfjörðum og Vesturlandi eru í, á árinu 2024, en hún mun vonandi marka stefnuna til framtíðar, forgagnsraða framkvæmdum og segja til um hvernig viðhaldi vegakerfisins verði háttað. Það skiptir sköpum fyrir íbúa og fyrirtæki sem búa við þessa slæmu vegi að hafa skýra stefnu til framtíðar og að minsta kosti einhverjar upplýsingar um það hversu lengi verður boðið upp á vegi sem eru á pari eða jafnvel verri en þeir vegir sem í boði voru árið 1990. Þá væri einnig kostur að hafa einhverja hugmynd um það hvenær von verður á samkeppnishæfum vegum á Vestfjörðum, vegum sem eitthvað munu endast inn í framtíðina. Í ljósi þess að umfjöllun og afgreiðslu á samgönguáætlun var frestað á nýafstöðnu þingi, þá bind ég vonir við að þingmenn noti nú sumarfríið til að fara í ökuferð um Vesturland og Vestfirði. Nýti þannig tækifærið til að upplifa á eigin skinni vegi eins og þeir voru árið 1990. Jafnvel fái að rifja upp eins og ein dekkjaskipti út í kanti, með Boga og lagið „Ég lifi í voninni“ með Stjórninni frá 1990, ómandi í útvarpinu. Mæti svo reynslunni ríkari og vel nestaðir fyrir umræðu um samgönguáætlun á komandi þingi. Höfundur er formaður heimastjórnar Patreksfjarðar í Vesturbyggð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vesturbyggð Samgöngur Umferðaröryggi Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Sjá meira
Í útvarpi allra landsmanna heyrist Bogi Ágústsson, fréttamaður reglulega segja þessi orð „Árið er“. Á eftir heyrast svo gamlir poppslagarar það árið, sem rifja upp gömlu og góðu dagana. Þessi orð “Árið er 1990” spretta upp í hugann í hvert einasta sinn sem ég ferðast um vegkaflann milli Patreksfjarðar og Reykjavíkur. Orð Boga fylgja mér svo langleiðina niður í Borgarfjörðinn, þegar nokkuð góðir vegkaflar taka á móti mér. Þótt árið sé 2024 þá upplifir maður að vegir á Vestfjörðum og Vesturlandi séu líkari því sem í boði var árið 1990. Þegar malbikaðir vegir voru í minnihluta, í kostnaðaráætlun fyrir hverja ferð var gert ráð fyrir einu til tveimur ónýtum dekkjum á leiðinni, lakkskemmdum og jafnvel einni skemmdri framrúðu eða framljósi. Vegirnir sem standa til boða á Vestfjörðum og Vesturlandi árið 2024 eru af ýmsum gerðum, en þeir eru m.a. malbikaðir, malbikaðir með holum eða blæðingum, malbikaðir að hluta, malbik hefur verið fjarlægt, hefðbundnir gamlir malarvegir og vegir sem óljóst er hvernig flokkast, nema kannski sem slóðar. Vegirnir eru líka misgamlir, stuttur malarkafli teygir sig aftur til ársins 1950 og svo eru nokkrir kílómetrar af nýjum vegum, sem enn hafa ekki fengið að fagna 1 árs afmælinu sínu. Það sem þessir vegkaflar eiga þó sameiginlegt er að þeir eru í ákaflega lélegu ásigkomulagi. Ekkert nema holur og skemmdir, meira að segja á nokkurra mánaða gömlum og langþráðum vegkafla Vestfjarðavegar um svonefndan Teigskóg. Í hinni opinberu umræðu er þungaflutningum af Vestfjörðum kennt um bagalegt ástand vega á Vestfjörðum og Vesturlandi. Maður hefur vissan skilning á slíkum málflutningi, þegar um er að ræða álag á vegkafla sem voru gerðir og byggðir upp á þeim árum sem strandsiglingar voru stundaðar hringinn í kringum landið og atvinnulíf á Vestfjörðum var í lægð og minna um álag á vegi vegna þungaflutninga. Það getur þó varla átt við um vegi sem gerðir voru á síðustu árum eða jafnvel síðustu mánuðum, en eru samt í slæmu ástandi. Veltir maður því óneitanlega fyrir sér hvort ekki hafi verið gert ráð fyrir álagi vegna þungaflutninga á hinum nýju vegum. Fáir velta samgöngum meira fyrir sér en Vestfirðingar og það er af ástæðu. Hér hafa aldrei verið í boði samkeppnishæfir vegir í samanburði við aðra landshluta og þeir vegkaflar sem hafa verið gerðir á allra síðustu árum og ættu þar með að teljast samkeppnishæfir, endast ekki fyrir þá umferð sem hér fer um. Samgönguáætlun er því mjög vinsælt lesefni Vestfirðinga og skiptir öllu máli. Hvort sem það er vegna þeirra framkvæmda sem áætlaðar eru, forgangsröðun framkvæmda eða hvernig viðhaldi vega skuli hagað til næstu ára. Það voru því nokkur vonbrigði að ekki hafi verið lokið við umræðu og gerð samgönguáætlunar á nýafstöðnu þingi. Samgönguáætlun ein og sér mun sennilega ekki bjarga því bagalega ástandi sem vegir á Vestfjörðum og Vesturlandi eru í, á árinu 2024, en hún mun vonandi marka stefnuna til framtíðar, forgagnsraða framkvæmdum og segja til um hvernig viðhaldi vegakerfisins verði háttað. Það skiptir sköpum fyrir íbúa og fyrirtæki sem búa við þessa slæmu vegi að hafa skýra stefnu til framtíðar og að minsta kosti einhverjar upplýsingar um það hversu lengi verður boðið upp á vegi sem eru á pari eða jafnvel verri en þeir vegir sem í boði voru árið 1990. Þá væri einnig kostur að hafa einhverja hugmynd um það hvenær von verður á samkeppnishæfum vegum á Vestfjörðum, vegum sem eitthvað munu endast inn í framtíðina. Í ljósi þess að umfjöllun og afgreiðslu á samgönguáætlun var frestað á nýafstöðnu þingi, þá bind ég vonir við að þingmenn noti nú sumarfríið til að fara í ökuferð um Vesturland og Vestfirði. Nýti þannig tækifærið til að upplifa á eigin skinni vegi eins og þeir voru árið 1990. Jafnvel fái að rifja upp eins og ein dekkjaskipti út í kanti, með Boga og lagið „Ég lifi í voninni“ með Stjórninni frá 1990, ómandi í útvarpinu. Mæti svo reynslunni ríkari og vel nestaðir fyrir umræðu um samgönguáætlun á komandi þingi. Höfundur er formaður heimastjórnar Patreksfjarðar í Vesturbyggð.
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun