„Maður þurfti að vakta að hann myndi ekki kveikja í okkur“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 28. júní 2024 19:31 Mannslátið átti sér stað í Bátavogi í september á síðasta ári. Vísir/Vilhelm Maður sem bjó í þrjá mánuði með Dagbjörtu og manninum sem hún er grunuð um að hafa orðið að bana sagði í dag fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur að samskipti þeirra á milli hafi verið góð en að maðurinn hafi verið drykkfelldur ljúflingur. Maðurinn var kallaður fyrir héraðsdóm sem vitni en í dag er síðasti dagur í aðalmeðferð Bátavogs málsins svokallaða. Líklegast mun dómur falla í málinu fyrir sumarlokun dómsins í lok júlí. Dagbjört, sem er 43 ára, hefur setið í varðhaldi frá því að málið kom upp en hún er grunuð um að hafa orðið sextugum manni að bana í íbúð sinni í Bátavogi í september á síðasta ári. Átti það til að falla Fyrrum sambýlismaður Dagbjartar og mannsins sem lést sagði fyrir dómnum að hinn látni hafi drukkið mjög mikið og að hann hafi þó nokkru sinnum fallið á gólfið vegna þessa. „Það eru til lögregluskýrslur þar sem ég hringdi þar sem hann flaug svoleiðis á hausinn og missti meðvitund. Ég held að þetta hafi átt sér stað tvisvar,“ sagði fyrrum sambýlismaðurinn. „Hvað heldur þú ef hann er dauðadrukkinn?“ Hann sagði að oft á tíðum hafi brotaþoli ætlað að elda sér eitthvað um miðja nótt sem olli honum miklar áhyggjur. „Maður þurfti að vakta að hann myndi ekki kveikja í okkur.“ Spurður hvort að sá látni hafi verið ógætinn við eldamennskuna sagði hann: „Hvað heldur þú ef hann er dauðadrukkinn.“ Brotaþoli var þvoglumæltur í símann Í málinu liggur fyrir að bæði Dagbjört og hinn látni hafi haft hringt nokkru sinnum í fyrrum sambýlismanninn sama dag og atvikið átti sér stað. Dagbjört hafi spurt hann hvar ætti að krifja hundinn og brotaþoli hafi „gjammað“ í símann og verið smá þvoglumæltur. Sambýlismaðurinn segir að þau hafi ekki verið í ástarsambandi en að þau hafi verið góðir vinir þó að þau hafi stundum rifist eins og hundur og köttur. Hinum látna hafi ekki skort neitt og Dagbjört hafi alltaf skaffað honum sígarettur. Spurður hvað hinn látni hafi gert fyrir hana sagði hann: „Fyrir utan að rífa kjaft? Það var ósköp lítið og takmarkað.“ Mannslát til rannsóknar í Bátavogi Lögreglumál Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira
Maðurinn var kallaður fyrir héraðsdóm sem vitni en í dag er síðasti dagur í aðalmeðferð Bátavogs málsins svokallaða. Líklegast mun dómur falla í málinu fyrir sumarlokun dómsins í lok júlí. Dagbjört, sem er 43 ára, hefur setið í varðhaldi frá því að málið kom upp en hún er grunuð um að hafa orðið sextugum manni að bana í íbúð sinni í Bátavogi í september á síðasta ári. Átti það til að falla Fyrrum sambýlismaður Dagbjartar og mannsins sem lést sagði fyrir dómnum að hinn látni hafi drukkið mjög mikið og að hann hafi þó nokkru sinnum fallið á gólfið vegna þessa. „Það eru til lögregluskýrslur þar sem ég hringdi þar sem hann flaug svoleiðis á hausinn og missti meðvitund. Ég held að þetta hafi átt sér stað tvisvar,“ sagði fyrrum sambýlismaðurinn. „Hvað heldur þú ef hann er dauðadrukkinn?“ Hann sagði að oft á tíðum hafi brotaþoli ætlað að elda sér eitthvað um miðja nótt sem olli honum miklar áhyggjur. „Maður þurfti að vakta að hann myndi ekki kveikja í okkur.“ Spurður hvort að sá látni hafi verið ógætinn við eldamennskuna sagði hann: „Hvað heldur þú ef hann er dauðadrukkinn.“ Brotaþoli var þvoglumæltur í símann Í málinu liggur fyrir að bæði Dagbjört og hinn látni hafi haft hringt nokkru sinnum í fyrrum sambýlismanninn sama dag og atvikið átti sér stað. Dagbjört hafi spurt hann hvar ætti að krifja hundinn og brotaþoli hafi „gjammað“ í símann og verið smá þvoglumæltur. Sambýlismaðurinn segir að þau hafi ekki verið í ástarsambandi en að þau hafi verið góðir vinir þó að þau hafi stundum rifist eins og hundur og köttur. Hinum látna hafi ekki skort neitt og Dagbjört hafi alltaf skaffað honum sígarettur. Spurður hvað hinn látni hafi gert fyrir hana sagði hann: „Fyrir utan að rífa kjaft? Það var ósköp lítið og takmarkað.“
Mannslát til rannsóknar í Bátavogi Lögreglumál Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira