Þetta var niðurstaða dómara í Næstved á Sjálandi, sem kvað upp dóm klukkan 13. Westh var í morgun sakfelldur fyrir fjölda brota gegn þremur stúlkum. Danska ríkisútvarpið greinir frá.
Auk þess að hafa myrt og reynt að nauðga Emilie Meng, frelssisvipti Westh þrettán ára stúlku í 27 klukkustundir og nauðgaði ítrekað í mars í fyrra. Þá var hann sakfelldur fyrir að reyna að nauðga fimmtán ára stúlku í Sorø í nóvember árið 2022.
Hann var dæmdur til þess að greiða móður Meng 140 þúsund danskar krónur, um 2,8 milljónir króna, í miskabætur og tveimur systkinum hennar 50 þúsund, um eina milljón króna. Þá var hann dæmdur til að greiða þrettán ára stúlkunni 300 þúsund danskar, um sex milljónir króna, og þeirri fimmtán ára 40 þúsund, um 800 þúsund krónur.