Mesta hviðan meira en fimmtíu metrar á sekúndu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 28. júní 2024 11:03 Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur. Vísir Gular veðurviðvaranir eru í gildi vegna hvassviðris á Austfjörðum og Suðausturlandi, en vindhviður hafa náð allt að 54 metrum á sekúndu. Veðrið ætti að ganga niður í fyrramálið, en þá er útlit fyrir blíðskaparveður víðast hvar á landinu. Á miðnætti í dag, 28. júní, sem á að heita hásumar, tóku gildi gular veðurviðvaranir á Austfjörðum og Suðausturlandi. Í báðum landshlutum er von á norðvestan hvassviðri og 15 til 20 metrum á sekdúndu, en hviður geta náð allt að 35 metrum á sekúndu. Fólki á svæðinu er ráðlagt að huga að lausamunum og minnt á að aðstæður geti verið varasamar fyrir ökumenn með aftanívagna eða á ökutækjum sem taka á sig mikinn vind. Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur segir orðið mjög hvasst á Austurlandi. „Þetta er að ná frá Eldhrauni austan Kirkjubæjarklausturs, frá Núpahóteli eins og við segjum, þar er vindmælir, og alveg austur í Berufjörð. Hvassast hefur verið á þessum þekktu stöðum eins og í Hamarsfirði. Þar fór hviða í 54 metra á sekúndu fyrr í morgun,“ segir Einar. Veðrið eigi ekki að ganga niður fyrr en seint í kvöld. Vonandi að erlendir ferðamenn fái skilaboðin Einar segir að ferðafólk á svæðinu ætti að íhuga að breyta ferðaáætlunum sínum. „Allavega að fara varlega. Þetta tekur vel í. Sérstaklega í stærri bíla, húsbíla og annað slíkt. Svo hefur maður alltaf áhyggjur af því að þessar upplýsingar sem skipta miklu máli komist ekki til ferðamannanna sem eru að ferðast á eigin vegum.“ Eftir að veðrinu slotar er útlit fyrir fínasta veður víðast hvar um landið um helgina. „Sérstaklega á morgun. Með vaxandi hlýindum. Svo fer að rigna vestanlands seinnipartinn á sunnudaginn.“ Þannig að landið allt má búast við ágætis veðri núna um helgina. „Já það lítur bara vel út með veður þegar þetta er gengið niður,“ sagði veðurfræðingurinn Einar Sveinbjörnsson. Veður Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Fleiri fréttir Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Sjá meira
Á miðnætti í dag, 28. júní, sem á að heita hásumar, tóku gildi gular veðurviðvaranir á Austfjörðum og Suðausturlandi. Í báðum landshlutum er von á norðvestan hvassviðri og 15 til 20 metrum á sekdúndu, en hviður geta náð allt að 35 metrum á sekúndu. Fólki á svæðinu er ráðlagt að huga að lausamunum og minnt á að aðstæður geti verið varasamar fyrir ökumenn með aftanívagna eða á ökutækjum sem taka á sig mikinn vind. Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur segir orðið mjög hvasst á Austurlandi. „Þetta er að ná frá Eldhrauni austan Kirkjubæjarklausturs, frá Núpahóteli eins og við segjum, þar er vindmælir, og alveg austur í Berufjörð. Hvassast hefur verið á þessum þekktu stöðum eins og í Hamarsfirði. Þar fór hviða í 54 metra á sekúndu fyrr í morgun,“ segir Einar. Veðrið eigi ekki að ganga niður fyrr en seint í kvöld. Vonandi að erlendir ferðamenn fái skilaboðin Einar segir að ferðafólk á svæðinu ætti að íhuga að breyta ferðaáætlunum sínum. „Allavega að fara varlega. Þetta tekur vel í. Sérstaklega í stærri bíla, húsbíla og annað slíkt. Svo hefur maður alltaf áhyggjur af því að þessar upplýsingar sem skipta miklu máli komist ekki til ferðamannanna sem eru að ferðast á eigin vegum.“ Eftir að veðrinu slotar er útlit fyrir fínasta veður víðast hvar um landið um helgina. „Sérstaklega á morgun. Með vaxandi hlýindum. Svo fer að rigna vestanlands seinnipartinn á sunnudaginn.“ Þannig að landið allt má búast við ágætis veðri núna um helgina. „Já það lítur bara vel út með veður þegar þetta er gengið niður,“ sagði veðurfræðingurinn Einar Sveinbjörnsson.
Veður Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Fleiri fréttir Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Sjá meira