Þetta er niðurstaða dómsins í Næstved á Sjálandi. Refsing Westh verður ákveðin síðar í dag.
Ítarlega var fjallað um mál Emilie Meng þegar hún hvarf í júlí árið 2016. Lík hennar fannst fimm mánuðum seinna í stöðuvatni á Sjálandi á aðfangadegi. Lögregla leitaði logandi ljósi að morðingja hennar en gekk illa í fjölda ára.
Í mars í fyrra var þrettán ára stúlku rænt í bænum Kirkerup, nauðgað ítrekað og haldið fanginni í 27 klukkustundir. Stúlkan fannst á lífi og Westh var handtekinn í kjölfarið. Fljótlega fór lögreglu að gruna að tengsl væru á milli ránsins og morðs Emilie Meng.
Í apríl í fyrra var Westh ákærður fyrir morðið í ofanálag við ákæru fyrir mannrán og nauðganir. Þá var hann ákærður fyrir tilraun til að nauðga Meng.
Í frétt DR segir að Westh hafi verið sakfelldur í nánast öllum ákæruliðum hvað varðar Meng og þrettán ára stúlkuna ásamt ákæru fyrir tilraun til að nauðga fimmtán ára stúlku í Sorø í nóvember árið 2022.
Sem áður segir verður refsing Weths ákveðin síðar í dag.