Væri til í bónorð áður en hún deyr Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 23. júlí 2024 07:00 Guðrún Helga sýnir lesendum Vísis hina hliðina þessa vikuna. „Ég klessti harkalega á vegg fyrir rúmum tveimur árum og það kenndi mér mjög mikið. Ég hélt að ég væri að fá hjartaáfall en kom bara í ljós að ég var undir miklu álagi og taugakerfið var orðið mjög viðkvæmt,“ segir Guðrún Helga Sörtveit, áhrifavaldur og lífskúnstner. Hún fór í kjölfarið í mikla sjálfsvinnu sem hefur komið henni á betri stað til frambúðar. Guðrún segist vera mikið fiðrildi og súkkulaðifíkíll sem þykir fátt betra en að vera með mörg járn í eldinum. Nýverið gaf hún út sína fyrstu bók sem heitir Fyrsta árið og er minningarbók barnsins. Guðrún Helga Guðrún Helga Sörtveit sýnir lesendum Vísis hina hliðina þessa vikuna. Fullt nafn? Guðrún Helga Sørtveit. Aldur? 30 ára. Starf? Erfitt að segja eitthvað eitt eða ákveðið starfsheiti en starfa við efnissköpun á samfélagsmiðlum eða með öðrum orðum, áhrifavaldur. Einnig er ég með hlaðvarpið Mömmulífið ásamt Ástrós Traustadóttur. Nýjasta verkefnið mitt er bókin mín, Fyrsta árið, sem ég var að gefa út og er minningabók barnsins. Ég er mikið fiðrildi og elska að vera með mörg járn í eldinum, ætli ég flokkist ekki undir athafnakonu núna? Guðrún Helga Fjölskyldan? Ég á kærasta og tvö börn, stelpu og strák sem eru fjögurra og tveggja ára. Með hverjum býrðu? Ég bý með Steinari kærastanum mínum og börnunum okkar tveimur sem heita Áslaug Rún og Jökull Askur. Hvað er á döfinni? Ég var að gefa út bókina og er á fullu að vinna að því, og klára seríu tvö af Mömmulífið. Þín mesta gæfa í lífinu? Það eru án efa börnin mín tvö, kærasti minn Steinar. Síðan er ég mjög náin fjölskyldu minni og finnst þau vera líka ein mín mesta gæfan í lífinu. Hvað sérðu þig eftir tíu ár? Vonandi bara ennþá hamingjusöm og heilbrigð. Hvað viltu upplifa áður en þú deyrð? Það væri gaman að fá bónorð, nei ég segi svona. Númer eitt tvö og þrjú er að fylgjast með börnunum mínum vaxa og dafna og upplifa heiminn með þeim. Ertu með einhvern bucket-lista? Já eru ekki allir með bucket-lista. Margt sem mig langar að gera og stefni að. Bucket-listinn hefur samt breyst mikið og núna er ég spennt að upplifa lífið í gegnum börnin mín. Besta heilræði sem þú hefur fengið? Vera alltaf góð við alla og koma fram við alla af virðingu. Foreldrar mínir kenndu mér strax að koma að fram við alla af virðingu og að allir séu jafnir. Síðan finnst mér setningin „Kill them with kindness“ líka alltaf og góð. Guðrún Helga heldur úti hlaðvarpsþættinum Mömmulífið með Ástrós Traustadóttur.Guðrún Helga Hvað hefur mótað þig mest? Það hefur margt mótað mig í gegnum tíðina en ég klessti harkalega á vegg fyrir rúmum tveimur árum og það kenndi mér mjög mikið. Ég hélt að ég væri að fá hjartaáfall en kom bara í ljós að ég var undir miklu álagi og taugakerfið var orðið mjög viðkvæmt. Það var erfitt tímabil. Þurfti að fara í mikla sjálfsvinnu. Mér finnst líka börnin mín hafa mótað mig mikið. Hvað gerirðu til að endurhlaða batteríin? Ég er ekki nógu dugleg að setja sjálfan mig í fyrsta sæti. Mér finnst gott að fara út að ganga með podcast í eyrunum. Síðan finnst mér gaman að hitta vinkonur mínar eða fara á date night og bara aðeins gleyma rútínunni. Uppskrift að drauma sunnudegi? Ég elska sunnudaga en einu sinni voru það einu frídagarnir okkar og er þessi dagur heilagur fyrir mér. Það er brunch með fjölskyldunni og eiga bara rólegan dag með þeim, vera með stórfjölskyldunni og borða sunnudagslærið með þeim. Síðan enda kvöldið á kósýkvöldi með Steinari mínum. Guðrún Helga Uppáhalds staðurinn á heimilinu? Það er eiginlega bara alrýmið, eldhúsið og stofan, við erum alltaf þar. Síðan er herbergið hjá dóttur minni í miklu uppáhaldi og ég er núna alls ekki að gera uppá milli þeirra haha. Við eigum bara eftir að klára herbergið hjá syni okkar. Þannig barnaherbergin verða í uppáhaldi. Fallegasti staður á landinu? Vá svo margir fallegir staðir á Íslandi. Ég þarf að vera duglegri að skoða landið mitt. Veit ekki hvort það sé aldurinn en kann svo miklu meira að meta náttúruna og elska að vera þar. En í heiminum? Ég hef ekki ferðast mikið á framandi slóðir þannig en mér finnst fjörðurinn í Noregi þar sem amma mín og afi búa einstaklega fallegur og finnst ég alltaf vera komin heim þegar ég kem þangað. Hvað er það fyrsta sem þú gerir þú vaknar? Það er að taka strákinn minn uppúr rúminu sem vaknar yfirleitt 05:30 eða 06:00. Við förum fram og stelpan mín vaknar yfirleitt stuttu seinna. Síðan fer bara rútínan í gang. Guðrún Helga En það síðasta sem þú gerir áður en þú ferð að sofa? Kyssa Steinar góða nótt, fer inn í herbergi hjá krökkunum og kíki á þau áður en ég fer að sofa. Hugarðu að heilsunni, þá hvernig? Já eða ég er allavega alltaf að reyna. Ég borða frekar hollan og góðan mat, reyni að velja alltaf lífrænt ef ég get en er ALGJÖR súkkulaði fíkill. Núna er ég að reyna huga að öllum hlutunum af heilsu, svefn, andlega, hreyfing og mataræði. Guðrún og Steinar eiga saman tvö börn þau Áslaugu Rún og Jökul Ask.Guðrún Helga Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór? Þegar ég var lítil langaði mig að verða dýralæknir og hjálpa dýrum. Hvenær fórstu að gráta síðast og af hverju? Þegar dóttir mín fór í aðgerð. Ertu A eða B týpa? Ég er B týpa sem langar að vera A týpa og neyðist til þess að vera A týpa þar sem börnin mín vakna yfirleitt 05:30- 6:00 alla morgna. Hvaða tungumál talarðu? Ég var á málabraut í menntaskóla og ætti því að geta talað fimm tungumál en raunin er sú að ég að tala íslensku, ensku og gæti kannski bjargað mér á dönsku, spænsku og þýsku. Býrðu yfir einhverjum leyndum hæfileikum? Nei ég held ekki. Hvaða ofurkröfum myndir þú vilja búa yfir? Geta gert suma hluti á speed. Þá gæti ég tekið til mjög hratt til dæmis. Falleg fjölskylda!Guðrún Helga Hvað stendur í síðustu FB-skilaboðunum sem þú sendir? „Já reddast allt“. Draumabíllinn þinn? Mjög lítil bílakona og veit varla hvernig bíl ég er á sjálf en draumurinn er bara nógu stór bíll fyrir allt dótið sem fylgir krökkunum. Guðrún Helga Hælar eða strigaskór? Langar að segja hælar en vel alltaf frekar strigaskó. Fyrsti kossinn? Úff það var bara í eitthverju heimapartý í Hafnarfirði. Óttastu eitthvað? Já er algjör kvíðapési þannig það er margt. Guðrún og Steinar Hvað ertu að hámhorfa á? Ég eiginlega alltaf bara á það sama en ég elska góða raunveruleika þætti eða bara Modern family. Hvaða lag kemur þér alltaf í gírinn? Vá svo mörg! En bara eitthvað með Queen B. Hin hliðin Ástin og lífið Heilsa Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Gullni hringurinn í Vesturbænum uppskrift að drauma sunnudegi Skemmikrafturinn og framleiðandinn Sandra Barilli sló eftirminnilega í gegn í hlutverki Mollýar, umboðsmanns strákasveitarinnar IceGuys í samnefndri gamanþáttaröð síðastliðið haust. Hún segist lítið fyrir að plana langt fram í tímann og er yfirleitt búin að framkvæma hlutina áður en hún nær að setja þá á blað. 24. júní 2024 09:10 „Mikilvægt að huga að því að þroskast í faginu“ „Mamma hefur alltaf verið mjög styðjandi og hvetjandi og hún sagði alltaf við mig þegar ég var lítil: Það sem maður byrjar á það klárar maður. Oft koma upp aðstæður eða verkefni þar sem mann langar að gefast upp og hætta í miðju kafi en þá hugsa ég alltaf um þetta,“ segir Katrín Halldóra Sigurðardóttir leik- og söngkona. 3. júní 2024 09:03 „Það er aldeilis ekki sjálfsagt að hafa heilsu“ Ósk Gunnarsdóttir, útvarpskona og viðburðarstýra, segist hafa sett heilsuna í fyrsta sæti eftir að hafa misst hana í kjölfar barnsburðar fyrir fjórum árum síðan. Hún segist spennt fyrir sumrinu sem er þéttskipað af fjallahlaupum og tónlistarviðburðum. 27. maí 2024 07:01 Forðast drama eins og heitan eldinn Sunneva Ása Weisshappel listakona segir að hún forðist drama eins og heitan eldinn. Hún býr með sambýlismanni sínum, Baltasar Kormáki kvikmyndagerðamanni, stjúpsyninum Stormi ásamt hænum, hestum og kettinum Ösku. Sunneva segir að sér líði best úti í náttúrunni. 20. maí 2024 09:44 Mest lesið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Lífið Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Lífið Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Menning Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Lífið Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Bíó og sjónvarp Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Lífið Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Lífið PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Leikjavísir Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið Fleiri fréttir Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Sjá meira
Guðrún segist vera mikið fiðrildi og súkkulaðifíkíll sem þykir fátt betra en að vera með mörg járn í eldinum. Nýverið gaf hún út sína fyrstu bók sem heitir Fyrsta árið og er minningarbók barnsins. Guðrún Helga Guðrún Helga Sörtveit sýnir lesendum Vísis hina hliðina þessa vikuna. Fullt nafn? Guðrún Helga Sørtveit. Aldur? 30 ára. Starf? Erfitt að segja eitthvað eitt eða ákveðið starfsheiti en starfa við efnissköpun á samfélagsmiðlum eða með öðrum orðum, áhrifavaldur. Einnig er ég með hlaðvarpið Mömmulífið ásamt Ástrós Traustadóttur. Nýjasta verkefnið mitt er bókin mín, Fyrsta árið, sem ég var að gefa út og er minningabók barnsins. Ég er mikið fiðrildi og elska að vera með mörg járn í eldinum, ætli ég flokkist ekki undir athafnakonu núna? Guðrún Helga Fjölskyldan? Ég á kærasta og tvö börn, stelpu og strák sem eru fjögurra og tveggja ára. Með hverjum býrðu? Ég bý með Steinari kærastanum mínum og börnunum okkar tveimur sem heita Áslaug Rún og Jökull Askur. Hvað er á döfinni? Ég var að gefa út bókina og er á fullu að vinna að því, og klára seríu tvö af Mömmulífið. Þín mesta gæfa í lífinu? Það eru án efa börnin mín tvö, kærasti minn Steinar. Síðan er ég mjög náin fjölskyldu minni og finnst þau vera líka ein mín mesta gæfan í lífinu. Hvað sérðu þig eftir tíu ár? Vonandi bara ennþá hamingjusöm og heilbrigð. Hvað viltu upplifa áður en þú deyrð? Það væri gaman að fá bónorð, nei ég segi svona. Númer eitt tvö og þrjú er að fylgjast með börnunum mínum vaxa og dafna og upplifa heiminn með þeim. Ertu með einhvern bucket-lista? Já eru ekki allir með bucket-lista. Margt sem mig langar að gera og stefni að. Bucket-listinn hefur samt breyst mikið og núna er ég spennt að upplifa lífið í gegnum börnin mín. Besta heilræði sem þú hefur fengið? Vera alltaf góð við alla og koma fram við alla af virðingu. Foreldrar mínir kenndu mér strax að koma að fram við alla af virðingu og að allir séu jafnir. Síðan finnst mér setningin „Kill them with kindness“ líka alltaf og góð. Guðrún Helga heldur úti hlaðvarpsþættinum Mömmulífið með Ástrós Traustadóttur.Guðrún Helga Hvað hefur mótað þig mest? Það hefur margt mótað mig í gegnum tíðina en ég klessti harkalega á vegg fyrir rúmum tveimur árum og það kenndi mér mjög mikið. Ég hélt að ég væri að fá hjartaáfall en kom bara í ljós að ég var undir miklu álagi og taugakerfið var orðið mjög viðkvæmt. Það var erfitt tímabil. Þurfti að fara í mikla sjálfsvinnu. Mér finnst líka börnin mín hafa mótað mig mikið. Hvað gerirðu til að endurhlaða batteríin? Ég er ekki nógu dugleg að setja sjálfan mig í fyrsta sæti. Mér finnst gott að fara út að ganga með podcast í eyrunum. Síðan finnst mér gaman að hitta vinkonur mínar eða fara á date night og bara aðeins gleyma rútínunni. Uppskrift að drauma sunnudegi? Ég elska sunnudaga en einu sinni voru það einu frídagarnir okkar og er þessi dagur heilagur fyrir mér. Það er brunch með fjölskyldunni og eiga bara rólegan dag með þeim, vera með stórfjölskyldunni og borða sunnudagslærið með þeim. Síðan enda kvöldið á kósýkvöldi með Steinari mínum. Guðrún Helga Uppáhalds staðurinn á heimilinu? Það er eiginlega bara alrýmið, eldhúsið og stofan, við erum alltaf þar. Síðan er herbergið hjá dóttur minni í miklu uppáhaldi og ég er núna alls ekki að gera uppá milli þeirra haha. Við eigum bara eftir að klára herbergið hjá syni okkar. Þannig barnaherbergin verða í uppáhaldi. Fallegasti staður á landinu? Vá svo margir fallegir staðir á Íslandi. Ég þarf að vera duglegri að skoða landið mitt. Veit ekki hvort það sé aldurinn en kann svo miklu meira að meta náttúruna og elska að vera þar. En í heiminum? Ég hef ekki ferðast mikið á framandi slóðir þannig en mér finnst fjörðurinn í Noregi þar sem amma mín og afi búa einstaklega fallegur og finnst ég alltaf vera komin heim þegar ég kem þangað. Hvað er það fyrsta sem þú gerir þú vaknar? Það er að taka strákinn minn uppúr rúminu sem vaknar yfirleitt 05:30 eða 06:00. Við förum fram og stelpan mín vaknar yfirleitt stuttu seinna. Síðan fer bara rútínan í gang. Guðrún Helga En það síðasta sem þú gerir áður en þú ferð að sofa? Kyssa Steinar góða nótt, fer inn í herbergi hjá krökkunum og kíki á þau áður en ég fer að sofa. Hugarðu að heilsunni, þá hvernig? Já eða ég er allavega alltaf að reyna. Ég borða frekar hollan og góðan mat, reyni að velja alltaf lífrænt ef ég get en er ALGJÖR súkkulaði fíkill. Núna er ég að reyna huga að öllum hlutunum af heilsu, svefn, andlega, hreyfing og mataræði. Guðrún og Steinar eiga saman tvö börn þau Áslaugu Rún og Jökul Ask.Guðrún Helga Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór? Þegar ég var lítil langaði mig að verða dýralæknir og hjálpa dýrum. Hvenær fórstu að gráta síðast og af hverju? Þegar dóttir mín fór í aðgerð. Ertu A eða B týpa? Ég er B týpa sem langar að vera A týpa og neyðist til þess að vera A týpa þar sem börnin mín vakna yfirleitt 05:30- 6:00 alla morgna. Hvaða tungumál talarðu? Ég var á málabraut í menntaskóla og ætti því að geta talað fimm tungumál en raunin er sú að ég að tala íslensku, ensku og gæti kannski bjargað mér á dönsku, spænsku og þýsku. Býrðu yfir einhverjum leyndum hæfileikum? Nei ég held ekki. Hvaða ofurkröfum myndir þú vilja búa yfir? Geta gert suma hluti á speed. Þá gæti ég tekið til mjög hratt til dæmis. Falleg fjölskylda!Guðrún Helga Hvað stendur í síðustu FB-skilaboðunum sem þú sendir? „Já reddast allt“. Draumabíllinn þinn? Mjög lítil bílakona og veit varla hvernig bíl ég er á sjálf en draumurinn er bara nógu stór bíll fyrir allt dótið sem fylgir krökkunum. Guðrún Helga Hælar eða strigaskór? Langar að segja hælar en vel alltaf frekar strigaskó. Fyrsti kossinn? Úff það var bara í eitthverju heimapartý í Hafnarfirði. Óttastu eitthvað? Já er algjör kvíðapési þannig það er margt. Guðrún og Steinar Hvað ertu að hámhorfa á? Ég eiginlega alltaf bara á það sama en ég elska góða raunveruleika þætti eða bara Modern family. Hvaða lag kemur þér alltaf í gírinn? Vá svo mörg! En bara eitthvað með Queen B.
Hin hliðin Ástin og lífið Heilsa Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Gullni hringurinn í Vesturbænum uppskrift að drauma sunnudegi Skemmikrafturinn og framleiðandinn Sandra Barilli sló eftirminnilega í gegn í hlutverki Mollýar, umboðsmanns strákasveitarinnar IceGuys í samnefndri gamanþáttaröð síðastliðið haust. Hún segist lítið fyrir að plana langt fram í tímann og er yfirleitt búin að framkvæma hlutina áður en hún nær að setja þá á blað. 24. júní 2024 09:10 „Mikilvægt að huga að því að þroskast í faginu“ „Mamma hefur alltaf verið mjög styðjandi og hvetjandi og hún sagði alltaf við mig þegar ég var lítil: Það sem maður byrjar á það klárar maður. Oft koma upp aðstæður eða verkefni þar sem mann langar að gefast upp og hætta í miðju kafi en þá hugsa ég alltaf um þetta,“ segir Katrín Halldóra Sigurðardóttir leik- og söngkona. 3. júní 2024 09:03 „Það er aldeilis ekki sjálfsagt að hafa heilsu“ Ósk Gunnarsdóttir, útvarpskona og viðburðarstýra, segist hafa sett heilsuna í fyrsta sæti eftir að hafa misst hana í kjölfar barnsburðar fyrir fjórum árum síðan. Hún segist spennt fyrir sumrinu sem er þéttskipað af fjallahlaupum og tónlistarviðburðum. 27. maí 2024 07:01 Forðast drama eins og heitan eldinn Sunneva Ása Weisshappel listakona segir að hún forðist drama eins og heitan eldinn. Hún býr með sambýlismanni sínum, Baltasar Kormáki kvikmyndagerðamanni, stjúpsyninum Stormi ásamt hænum, hestum og kettinum Ösku. Sunneva segir að sér líði best úti í náttúrunni. 20. maí 2024 09:44 Mest lesið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Lífið Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Lífið Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Menning Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Lífið Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Bíó og sjónvarp Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Lífið Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Lífið PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Leikjavísir Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið Fleiri fréttir Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Sjá meira
Gullni hringurinn í Vesturbænum uppskrift að drauma sunnudegi Skemmikrafturinn og framleiðandinn Sandra Barilli sló eftirminnilega í gegn í hlutverki Mollýar, umboðsmanns strákasveitarinnar IceGuys í samnefndri gamanþáttaröð síðastliðið haust. Hún segist lítið fyrir að plana langt fram í tímann og er yfirleitt búin að framkvæma hlutina áður en hún nær að setja þá á blað. 24. júní 2024 09:10
„Mikilvægt að huga að því að þroskast í faginu“ „Mamma hefur alltaf verið mjög styðjandi og hvetjandi og hún sagði alltaf við mig þegar ég var lítil: Það sem maður byrjar á það klárar maður. Oft koma upp aðstæður eða verkefni þar sem mann langar að gefast upp og hætta í miðju kafi en þá hugsa ég alltaf um þetta,“ segir Katrín Halldóra Sigurðardóttir leik- og söngkona. 3. júní 2024 09:03
„Það er aldeilis ekki sjálfsagt að hafa heilsu“ Ósk Gunnarsdóttir, útvarpskona og viðburðarstýra, segist hafa sett heilsuna í fyrsta sæti eftir að hafa misst hana í kjölfar barnsburðar fyrir fjórum árum síðan. Hún segist spennt fyrir sumrinu sem er þéttskipað af fjallahlaupum og tónlistarviðburðum. 27. maí 2024 07:01
Forðast drama eins og heitan eldinn Sunneva Ása Weisshappel listakona segir að hún forðist drama eins og heitan eldinn. Hún býr með sambýlismanni sínum, Baltasar Kormáki kvikmyndagerðamanni, stjúpsyninum Stormi ásamt hænum, hestum og kettinum Ösku. Sunneva segir að sér líði best úti í náttúrunni. 20. maí 2024 09:44
Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið
Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið