Frændsystkini á leið í lækninn: „Sá á fjölskyldugrúppunni að hann hafði líka komist inn“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 27. júní 2024 12:27 Ásta Júlía og Bergur Máni á útskriftardaginn vorið 2019, þegar hvorugt þeirra stefndi á að læra læknisfræði. Aðsend Landsliðskona í körfubolta og slökkviliðsmaður, frændsystkini sem komust bæði inn í læknisfræðideild Háskóla Íslands í ár, segja þessi tímamót hafa komið þeim mikið á óvart. Hvorugt þeirra hafi í upphafi stefnt á þá vegferð. Þau Ásta Júlía Grímsdóttir og Bergur Máni Skúlason, börn Samfylkingarsystkinanna Helgu Völu Helgadóttur og Skúla Helgasonar, fengu bæði þær gleðifréttir í gær að þau hefðu komist inn í læknisfræðideild Háskóla Íslands, „það skrattans nálarauga sem inntökuprófið er!“ eins og Skúli orðar það á Facebook. Þau munu því bæði hefja þar nám í haust. Vissi ekki að Bergur ætlaði líka í prófið Frændsystkinin útskrifuðust bæði úr Menntaskólanum í Reykjavík vorið 2019. Bergur var í síðasta árgangi fjögurra ára kerfis MR en Ásta í fyrsta árgangi þriggja ára kerfisins. Þau héldu sameiginlega útskriftarveislu. Hvorugt þeirra segist þó endilega hafa stefnt á læknisfræðinám. „Það voru margir sem vildu fara í læknisfræði en það var ekki markmiðið mitt. Ég fór ekki í MR til þess,“ segir Ásta í samtali við Vísi. Eftir útskrift fór Ásta til Texas í Bandaríkjunum að spila körfubolta, en hún spilar með A-landsliði kvenna í íþróttinni sem og meistaraflokki Vals. Þegar heimsfaraldur skall á sneri Ásta heim á ný og fór að læra lífeindafræði. Ásta Júlía á glæstan feril í körfubolta og er í A-landsliðinu í íþróttinni. Aðsend Bergur fór að starfa hjá slökkviliðinu, en hann tók sjúkraflutninganám samhliða síðustu önninni í MR. Ásamt slökkviliðsstarfinu lærði hann hjúkrunarfræði við Háskólann á Akureyri. Bæði ákváðu þau að þreyta læknisfræðiprófið í ár en datt þó ekki í hug að þau ættu eftir að enda í deildinni saman. „Ég var ekki alveg viss í byrjun árs hvað ég ætlaði að gera. Vissi af þessum áhuga en var ekki alveg búinn að ákveða mig þannig að ég hélt þessu leyndu en ákvað svo að keyra á fullt í vor,“ segir Bergur. Það hafi gengið svona líka vel. Bergur starfar hjá slökkviliðinu samhliða hjúkrunarfræðinámi. Aðsend „Það var ekkert verið að tala um að hann væri að fara í prófið. Þannig að það var mjög skemmtilegt surprise þegar ég sá á fjölskyldugrúppunni á Facebook að hann hafði líka komist inn,“ segir Ásta. Bergur segir þetta sömuleiðis hafa komið skemmtilega á óvart. „Ég bjóst engan veginn við þessu, ef einhver hefði sagt mér þetta fyrir fimm árum hefði ég ekki trúað því,“ segir Bergur. Háskólar Tímamót Mest lesið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Tónlist Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Lífið Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Lífið „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Lífið „Þetta virkar ekki alveg saman“ Lífið Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Fleiri fréttir Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Sjá meira
Þau Ásta Júlía Grímsdóttir og Bergur Máni Skúlason, börn Samfylkingarsystkinanna Helgu Völu Helgadóttur og Skúla Helgasonar, fengu bæði þær gleðifréttir í gær að þau hefðu komist inn í læknisfræðideild Háskóla Íslands, „það skrattans nálarauga sem inntökuprófið er!“ eins og Skúli orðar það á Facebook. Þau munu því bæði hefja þar nám í haust. Vissi ekki að Bergur ætlaði líka í prófið Frændsystkinin útskrifuðust bæði úr Menntaskólanum í Reykjavík vorið 2019. Bergur var í síðasta árgangi fjögurra ára kerfis MR en Ásta í fyrsta árgangi þriggja ára kerfisins. Þau héldu sameiginlega útskriftarveislu. Hvorugt þeirra segist þó endilega hafa stefnt á læknisfræðinám. „Það voru margir sem vildu fara í læknisfræði en það var ekki markmiðið mitt. Ég fór ekki í MR til þess,“ segir Ásta í samtali við Vísi. Eftir útskrift fór Ásta til Texas í Bandaríkjunum að spila körfubolta, en hún spilar með A-landsliði kvenna í íþróttinni sem og meistaraflokki Vals. Þegar heimsfaraldur skall á sneri Ásta heim á ný og fór að læra lífeindafræði. Ásta Júlía á glæstan feril í körfubolta og er í A-landsliðinu í íþróttinni. Aðsend Bergur fór að starfa hjá slökkviliðinu, en hann tók sjúkraflutninganám samhliða síðustu önninni í MR. Ásamt slökkviliðsstarfinu lærði hann hjúkrunarfræði við Háskólann á Akureyri. Bæði ákváðu þau að þreyta læknisfræðiprófið í ár en datt þó ekki í hug að þau ættu eftir að enda í deildinni saman. „Ég var ekki alveg viss í byrjun árs hvað ég ætlaði að gera. Vissi af þessum áhuga en var ekki alveg búinn að ákveða mig þannig að ég hélt þessu leyndu en ákvað svo að keyra á fullt í vor,“ segir Bergur. Það hafi gengið svona líka vel. Bergur starfar hjá slökkviliðinu samhliða hjúkrunarfræðinámi. Aðsend „Það var ekkert verið að tala um að hann væri að fara í prófið. Þannig að það var mjög skemmtilegt surprise þegar ég sá á fjölskyldugrúppunni á Facebook að hann hafði líka komist inn,“ segir Ásta. Bergur segir þetta sömuleiðis hafa komið skemmtilega á óvart. „Ég bjóst engan veginn við þessu, ef einhver hefði sagt mér þetta fyrir fimm árum hefði ég ekki trúað því,“ segir Bergur.
Háskólar Tímamót Mest lesið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Tónlist Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Lífið Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Lífið „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Lífið „Þetta virkar ekki alveg saman“ Lífið Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Fleiri fréttir Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Sjá meira