Stór skref í átt að réttlæti Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar 27. júní 2024 10:01 Nýsamþykkt frumvarp félags- og vinnumarkaðsherra um breytingar á lífeyriskerfinu mun bæta stöðu fatlaðs fólks á Íslandi. Einföldun lífeyriskerfisins, sem ÖBÍ hefur lengi barist fyrir, skiptir nefnilega verulegu máli og stuðlar að enn sterkari hagsmunabaráttu. Við fögnum því að frumvarpið hafi náð fram að ganga enda má í því finna fjölmargt til bóta fyrir örorku-og endurhæfingarlífeyristaka. Breytingar sem voru gerðar á frumvarpinu, og ÖBÍ barðist fyrir, eru sömuleiðis fagnaðarefni. Þá erum við þakklát öllum þeim sem lögðust á árarnar í baráttunni fyrir sanngjörnu, réttlátu og skilvirku kerfi. Breytingarnar taka hins vegar ekki gildi fyrr en 1. september árið 2025 og fyrir þann tíma er ýmislegt sem stjórnvöld þurfa að útfæra nánar. ÖBÍeru reiðubúin til að stíga inn í þá vinnu af fullum krafti. Við köllum eftir samráði og samstarfi við frekari útfærslur og umbætur. Baráttumál í höfn Við hjá ÖBÍ höfum lengi barist fyrir ýmsu því sem verður að raunveruleika þegar nýju lögin taka gildi, einkum því að dregið verði úr tekjuskerðingum og að lífeyriskerfið sjálft sé einfaldað. Með nýju lögunum heyrir tekjuskerðing frá fyrstu krónu (krónu á móti krónu skerðing) sögunni til. Í stað flókinna reglna um mismunandi tekjuskerðingar fyrir mismunandi greiðsluflokka kemur ein regla fyrir heildargreiðslur til einstaklinga. Þrír greiðsluflokkar úr fráfarandi kerfi eru sameinaðir í einn, sem er jákvætt skref. Þá ber einnig að fagna innleiðingu sjúkragreiðslna og auknum stuðningi við fólk í endurhæfingu. Árangursrík hagsmunabarátta ÖBÍ sendu inn ítarlegar umsagnir um málið, bæði í samráðsgátt og til velferðarnefndar, og sóttu að auki nefndarfundi til að tala fyrir breytingum á frumvarpinu ásamt því að hitta á fundum þingflokka. Þessi vinna bar umtalsverðan árangur. Eftir að málið fór í gegnum samráðsgáttina var bætt við ákvæðum um endurskoðun laganna innan fimm ára og skipun starfshóps, sem skiptir máli í jafn umfangsmiklum breytingum og þessum. Þegar líða fór að þinglokum fór að bera á meiri árangri og fjöldi tillagna ÖBÍ var samþykktur. Þar náðist í gegn að endurskoðun fari fram innan þriggja ára varðandi virknistyrk og reynslu af hlutaörorku. ÖBÍ, Landssamtökin Þroskahjálp og Geðhjálp munu saman skipa fulltrúa í starfshóp um endurskpðunina. Öll þau sem verða með gilt örorkumat þegar lögin taka gildi eiga þess kost að mat sitt haldi gildi ótímabundið, þurfa sem sagt ekki að undirgangast hið nýja samþætta sérfræðimat. Hlutaörorka var að kröfu ÖBÍ hækkuð úr 75% af fullum örorkulífeyri í 82% og komið var í veg fyrir að hinn nýi virknistyrkur falli alfarið niður við fyrstu krónu í tekjur. Heimilisuppbót verður einnig 6.000 kr. hærri en lagt var upp með í upphaflegu frumvarpi. Áréttað var að greiðslur muni taka breytingum við vinnslu fjárlaga 2024 Fjármálaráðuneytinu var falið að taka til efnislegrar skoðunar reglu um skerðingar lífeyris vegna fjármagnstekna maka. Þá var félagsmálaráðherra falið að gefa Alþingi skýrslu um samþætta sérfræðimatið fyrir 1. maí 2025. Það sem enn er óljóst Þessi síðustu atriði kalla á eftirfylgni. ÖBÍ munu fylgja því eftir og þrýsta á að skerðingum vegna fjármagnstekna maka verði hætt. Við köllum sömuleiðis eftir því að útfærsla á samþættu sérfræðimati, sem á að koma í stað örorkumats, liggi fyrir við fyrsta mögulega tækifæri. Ásamt því köllum við eftir samráði við þá útfærslu. Samþætt sérfræðimat á, samkvæmt frumvarpinu, að felast í því að litið er til fleiri þátta en einungis læknisfræðilegs mats. Jafnframt verði litið til andlegrar og félagslegrar færni, áfalla og umhverfislegraþátta. Fatlað fólk í fátækt Samkvæmt upplýsingum frá félagsmálaráðuneytinu munu greiðslur til 95% örorkulífeyristaka hækka með gildistöku laganna. Þó er mikilvægt að taka fram að frumvarpið sneri ekki sérstaklega að kjarabótum og munum við berjast áfram fyrir þeim, enda rík þörf á. Þótt dregið hafi verið úr skerðingum og þótt lífeyrir flestra hækki mögulega lítillega við þessar breytingar er fjárhagsstaða vaxandi hluta fatlaðs fólks svo slæm að umbætur á henni þola hreinlega ekki bið. Samkvæmt niðurstöðum rannsóknar sem Varða, rannsóknastofnun vinnumarkaðarins, gerði fyrir ÖBÍ undir lok síðasta árs býr ríflega þriðjungur við fátækt eða sárafátækt og mikill meirihluti á erfitt með að ná endum saman. Tæplega sjö af hverjum tíu ráða ekki við óvænt útgjöld og meiri en helmingur metur fjárhagsstöðu sína verri en hún var ári fyrr. Við hjá ÖBÍ fögnum þeim góða árangri sem náðist með samþykkt frumvarpsins og þeim breytingum sem það tók. Þessi árangur mun styrkja hagsmunabaráttu ÖBÍ í þágu fatlaðs fólks enn frekar. Höfundur er formaður ÖBÍ réttindasamtaka Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alma Ýr Ingólfsdóttir Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Nýsamþykkt frumvarp félags- og vinnumarkaðsherra um breytingar á lífeyriskerfinu mun bæta stöðu fatlaðs fólks á Íslandi. Einföldun lífeyriskerfisins, sem ÖBÍ hefur lengi barist fyrir, skiptir nefnilega verulegu máli og stuðlar að enn sterkari hagsmunabaráttu. Við fögnum því að frumvarpið hafi náð fram að ganga enda má í því finna fjölmargt til bóta fyrir örorku-og endurhæfingarlífeyristaka. Breytingar sem voru gerðar á frumvarpinu, og ÖBÍ barðist fyrir, eru sömuleiðis fagnaðarefni. Þá erum við þakklát öllum þeim sem lögðust á árarnar í baráttunni fyrir sanngjörnu, réttlátu og skilvirku kerfi. Breytingarnar taka hins vegar ekki gildi fyrr en 1. september árið 2025 og fyrir þann tíma er ýmislegt sem stjórnvöld þurfa að útfæra nánar. ÖBÍeru reiðubúin til að stíga inn í þá vinnu af fullum krafti. Við köllum eftir samráði og samstarfi við frekari útfærslur og umbætur. Baráttumál í höfn Við hjá ÖBÍ höfum lengi barist fyrir ýmsu því sem verður að raunveruleika þegar nýju lögin taka gildi, einkum því að dregið verði úr tekjuskerðingum og að lífeyriskerfið sjálft sé einfaldað. Með nýju lögunum heyrir tekjuskerðing frá fyrstu krónu (krónu á móti krónu skerðing) sögunni til. Í stað flókinna reglna um mismunandi tekjuskerðingar fyrir mismunandi greiðsluflokka kemur ein regla fyrir heildargreiðslur til einstaklinga. Þrír greiðsluflokkar úr fráfarandi kerfi eru sameinaðir í einn, sem er jákvætt skref. Þá ber einnig að fagna innleiðingu sjúkragreiðslna og auknum stuðningi við fólk í endurhæfingu. Árangursrík hagsmunabarátta ÖBÍ sendu inn ítarlegar umsagnir um málið, bæði í samráðsgátt og til velferðarnefndar, og sóttu að auki nefndarfundi til að tala fyrir breytingum á frumvarpinu ásamt því að hitta á fundum þingflokka. Þessi vinna bar umtalsverðan árangur. Eftir að málið fór í gegnum samráðsgáttina var bætt við ákvæðum um endurskoðun laganna innan fimm ára og skipun starfshóps, sem skiptir máli í jafn umfangsmiklum breytingum og þessum. Þegar líða fór að þinglokum fór að bera á meiri árangri og fjöldi tillagna ÖBÍ var samþykktur. Þar náðist í gegn að endurskoðun fari fram innan þriggja ára varðandi virknistyrk og reynslu af hlutaörorku. ÖBÍ, Landssamtökin Þroskahjálp og Geðhjálp munu saman skipa fulltrúa í starfshóp um endurskpðunina. Öll þau sem verða með gilt örorkumat þegar lögin taka gildi eiga þess kost að mat sitt haldi gildi ótímabundið, þurfa sem sagt ekki að undirgangast hið nýja samþætta sérfræðimat. Hlutaörorka var að kröfu ÖBÍ hækkuð úr 75% af fullum örorkulífeyri í 82% og komið var í veg fyrir að hinn nýi virknistyrkur falli alfarið niður við fyrstu krónu í tekjur. Heimilisuppbót verður einnig 6.000 kr. hærri en lagt var upp með í upphaflegu frumvarpi. Áréttað var að greiðslur muni taka breytingum við vinnslu fjárlaga 2024 Fjármálaráðuneytinu var falið að taka til efnislegrar skoðunar reglu um skerðingar lífeyris vegna fjármagnstekna maka. Þá var félagsmálaráðherra falið að gefa Alþingi skýrslu um samþætta sérfræðimatið fyrir 1. maí 2025. Það sem enn er óljóst Þessi síðustu atriði kalla á eftirfylgni. ÖBÍ munu fylgja því eftir og þrýsta á að skerðingum vegna fjármagnstekna maka verði hætt. Við köllum sömuleiðis eftir því að útfærsla á samþættu sérfræðimati, sem á að koma í stað örorkumats, liggi fyrir við fyrsta mögulega tækifæri. Ásamt því köllum við eftir samráði við þá útfærslu. Samþætt sérfræðimat á, samkvæmt frumvarpinu, að felast í því að litið er til fleiri þátta en einungis læknisfræðilegs mats. Jafnframt verði litið til andlegrar og félagslegrar færni, áfalla og umhverfislegraþátta. Fatlað fólk í fátækt Samkvæmt upplýsingum frá félagsmálaráðuneytinu munu greiðslur til 95% örorkulífeyristaka hækka með gildistöku laganna. Þó er mikilvægt að taka fram að frumvarpið sneri ekki sérstaklega að kjarabótum og munum við berjast áfram fyrir þeim, enda rík þörf á. Þótt dregið hafi verið úr skerðingum og þótt lífeyrir flestra hækki mögulega lítillega við þessar breytingar er fjárhagsstaða vaxandi hluta fatlaðs fólks svo slæm að umbætur á henni þola hreinlega ekki bið. Samkvæmt niðurstöðum rannsóknar sem Varða, rannsóknastofnun vinnumarkaðarins, gerði fyrir ÖBÍ undir lok síðasta árs býr ríflega þriðjungur við fátækt eða sárafátækt og mikill meirihluti á erfitt með að ná endum saman. Tæplega sjö af hverjum tíu ráða ekki við óvænt útgjöld og meiri en helmingur metur fjárhagsstöðu sína verri en hún var ári fyrr. Við hjá ÖBÍ fögnum þeim góða árangri sem náðist með samþykkt frumvarpsins og þeim breytingum sem það tók. Þessi árangur mun styrkja hagsmunabaráttu ÖBÍ í þágu fatlaðs fólks enn frekar. Höfundur er formaður ÖBÍ réttindasamtaka
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun
Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun
Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson Skoðun