Smellti rembingskossi á eiginkonuna við heimkomuna Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 26. júní 2024 12:23 Julian Assange, stofnandi Wikileaks, faðmar eiginkonuna Stellu við komuna til Ástralíu. AP/Rick Rycroft Julian Assange er kominn til Ástralíu, sem frjáls maður í fyrsta sinn í fjórtán ár. Assange undirritaði í nótt samkomulag vegna dómssáttar sinnar þar sem hann játaði að hafa brotið njósnalög. Við komuna þakkaði hann forsætisráðherra Ástralíu fyrir að bjarga lífi sínu. Þingmaður Pírata og fulltrúi á Evrópuráðsþinginu segir mikið fagnaðarefni að Assange sé kominn heim, en á sama tíma sé umhugsunarefni að hann hafi neyðst til að játa brot á njósnalögum. Viðstaddir fögnuðu vel og innilega þegar Julian Assange steig út úr einkaþotunni á flugvellinum í Canberra í Ástralíu rétt fyrir klukkan tíu í morgun, átta að kvöldi að staðartíma í Ástralíu. Assange faðmaði föður sinn og eiginkonu sína Stellu Assange við komuna til Ástralíu og smellti á hana rembingskossi. Þetta var fallegt augnablik að sögn Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur, þingmanns Pírata, sem var framsögumaður skýrslu hjá Evrópuráðsþinginu um fangelsun Julian Assange og kælandi áhrifa þess á mannréttindi í Evrópu. „Þetta er endir á fjórtán ára baráttu Julian Assange fyrir frelsi sínu fyrir það eitt að hafa upplýst okkur um stríðsglæpi og mikla leyndarhyggju í kringum fjöldann allan af mannsdrápum í stríðum sem að við áttum aðild að á Íslandi . En það er á sama tíma stórt umhugsunarefni að hann hafi þurft að játa á sig brot á njósnalögum Bandaríkjanna fyrir það eitt að birta þessar upplýsingar ,” segir Þórhildur Sunna. Anthony Albanese, forsætisráðherra Ástralíu, hélt blaðamannafund strax eftir komu Assange til landsins. Þar þakkaði hann Bretlandi og Bandaríkjunum fyrir aðstoðina við að leysa úr málinu, sem hefur reynt á diplómatísk samskipti ríkjanna. Albanese átti samtal við Assange strax við komuna til landsins. Wikileaks boðaði til blaðamannafundar sem hófst á tólfta tímanum í dag. Þar kom fram í máli lögfræðinga Assange, að hann hafi þakkað forsætisráðherranum fyrir að bjarga lífi sínu. Þá var Áströlskum stjórnvöldum hrósað fyrir baráttu sína í þágu Assange, jafnvel þótt það hafi kallað á erfið samtöl við vinaþjóð í Bandaríkjunum. Mál Julians Assange Ástralía Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Vinnuslys í bakaríi Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Sjá meira
Viðstaddir fögnuðu vel og innilega þegar Julian Assange steig út úr einkaþotunni á flugvellinum í Canberra í Ástralíu rétt fyrir klukkan tíu í morgun, átta að kvöldi að staðartíma í Ástralíu. Assange faðmaði föður sinn og eiginkonu sína Stellu Assange við komuna til Ástralíu og smellti á hana rembingskossi. Þetta var fallegt augnablik að sögn Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur, þingmanns Pírata, sem var framsögumaður skýrslu hjá Evrópuráðsþinginu um fangelsun Julian Assange og kælandi áhrifa þess á mannréttindi í Evrópu. „Þetta er endir á fjórtán ára baráttu Julian Assange fyrir frelsi sínu fyrir það eitt að hafa upplýst okkur um stríðsglæpi og mikla leyndarhyggju í kringum fjöldann allan af mannsdrápum í stríðum sem að við áttum aðild að á Íslandi . En það er á sama tíma stórt umhugsunarefni að hann hafi þurft að játa á sig brot á njósnalögum Bandaríkjanna fyrir það eitt að birta þessar upplýsingar ,” segir Þórhildur Sunna. Anthony Albanese, forsætisráðherra Ástralíu, hélt blaðamannafund strax eftir komu Assange til landsins. Þar þakkaði hann Bretlandi og Bandaríkjunum fyrir aðstoðina við að leysa úr málinu, sem hefur reynt á diplómatísk samskipti ríkjanna. Albanese átti samtal við Assange strax við komuna til landsins. Wikileaks boðaði til blaðamannafundar sem hófst á tólfta tímanum í dag. Þar kom fram í máli lögfræðinga Assange, að hann hafi þakkað forsætisráðherranum fyrir að bjarga lífi sínu. Þá var Áströlskum stjórnvöldum hrósað fyrir baráttu sína í þágu Assange, jafnvel þótt það hafi kallað á erfið samtöl við vinaþjóð í Bandaríkjunum.
Mál Julians Assange Ástralía Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Vinnuslys í bakaríi Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Sjá meira