Húrra Reykjavík opnar á Keflavíkurflugvelli Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 24. júní 2024 15:08 Jón Davíð Davíðsson og Sindri Snær Jensson stofnendur Húrra Reykjavík. Húrra Reykjavík, ein þekktasta fataverslun landsins, hefur opnað nýja og glæsilega verslun í brottfararsal Keflavíkurflugvallar. Þetta kemur fram í tilkynningu. Þar kemur fram að gestir flugvallarins geti í versluninni keypt fatnað og strigaskó frá þekktum og vinsælum vörumerkjum á borð við Arc‘teryx, Salomon, OpéraSPORT, Sporty & Rich, Norse Projects, Carhartt WIP, Stone Island og Birkenstock. „Okkar markmið er að bjóða flugvallargestum upp á framúrskarandi vöruúrval frá heimsþekktum vörumerkjum, sem og ungum og spennandi. Allir eiga að geta fundið eitthvað við sitt hæfi en við höfum sérvalið flottan fatnað og skó frá vinsælustu vörumerkjunum okkar. Við leggjum líka sérstaka áherslu á að bjóða upp á íslensk vörumerki á flugvellinum,“ segir Sindri Snær Jensson, annar eigandi Húrra. „Það er mikið gleðiefni fyrir okkur, í tilefni af 10 ára afmæli Húrra, að opna verslun á fjölfarnasta stað landsins. Við leggjum mikla áherslu á persónulega þjónustu og hlökkum til að aðstoða gesti við að finna réttu flíkina fyrir ferðalagið.“ Sérstök flugvallarlína í boði Þrátt fyrir að verslunin verði eins konar þverskurður af verslunum Húrra í Reykjavík verða einnig vörur til sölu sem eingöngu verða til sölu á flugvellinum. Sérstök flugvallarlína frá Reykjavík Roses verður í boði, ásamt nýja íslenska vörumerkinu, Arason, sem nýlega opnaði verslun á Skólavörðustíg. Þar að auki verður hægt að versla vörur frá íslenska golfmerkinu Brutta Golf og handgerða skartgripi frá Studio Hekla Nina. „Við erum gífurlega ánægð með að þessi skemmtilega og flotta verslun bætist í hóp verslana á flugvellinum. Þetta mun án efa gera KEF að enn áhugaverðari viðkomustað fyrir gesti sem vilja gera góð kaup og næla sér í flottan tískufatnað,“ segir Gunnhildur Erla Vilbergsdóttir, deildarstjóri verslunar og veitinga hjá Isavia. Hönnun verslunarinnar er í höndum HAF Studio og einblínt var á stílhreina og nútímalega hönnun, fallega lýsingu og að skapa afslappaða og hlýlega stemningu þar sem gestir geta notið sín. Sérvalin tónlist mun þar að auki skapa skemmtilega stemningu fyrir gesti á leið í fríið, að því er segir í tilkynningunni. Keflavíkurflugvöllur Verslun Fréttir af flugi Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Þar kemur fram að gestir flugvallarins geti í versluninni keypt fatnað og strigaskó frá þekktum og vinsælum vörumerkjum á borð við Arc‘teryx, Salomon, OpéraSPORT, Sporty & Rich, Norse Projects, Carhartt WIP, Stone Island og Birkenstock. „Okkar markmið er að bjóða flugvallargestum upp á framúrskarandi vöruúrval frá heimsþekktum vörumerkjum, sem og ungum og spennandi. Allir eiga að geta fundið eitthvað við sitt hæfi en við höfum sérvalið flottan fatnað og skó frá vinsælustu vörumerkjunum okkar. Við leggjum líka sérstaka áherslu á að bjóða upp á íslensk vörumerki á flugvellinum,“ segir Sindri Snær Jensson, annar eigandi Húrra. „Það er mikið gleðiefni fyrir okkur, í tilefni af 10 ára afmæli Húrra, að opna verslun á fjölfarnasta stað landsins. Við leggjum mikla áherslu á persónulega þjónustu og hlökkum til að aðstoða gesti við að finna réttu flíkina fyrir ferðalagið.“ Sérstök flugvallarlína í boði Þrátt fyrir að verslunin verði eins konar þverskurður af verslunum Húrra í Reykjavík verða einnig vörur til sölu sem eingöngu verða til sölu á flugvellinum. Sérstök flugvallarlína frá Reykjavík Roses verður í boði, ásamt nýja íslenska vörumerkinu, Arason, sem nýlega opnaði verslun á Skólavörðustíg. Þar að auki verður hægt að versla vörur frá íslenska golfmerkinu Brutta Golf og handgerða skartgripi frá Studio Hekla Nina. „Við erum gífurlega ánægð með að þessi skemmtilega og flotta verslun bætist í hóp verslana á flugvellinum. Þetta mun án efa gera KEF að enn áhugaverðari viðkomustað fyrir gesti sem vilja gera góð kaup og næla sér í flottan tískufatnað,“ segir Gunnhildur Erla Vilbergsdóttir, deildarstjóri verslunar og veitinga hjá Isavia. Hönnun verslunarinnar er í höndum HAF Studio og einblínt var á stílhreina og nútímalega hönnun, fallega lýsingu og að skapa afslappaða og hlýlega stemningu þar sem gestir geta notið sín. Sérvalin tónlist mun þar að auki skapa skemmtilega stemningu fyrir gesti á leið í fríið, að því er segir í tilkynningunni.
Keflavíkurflugvöllur Verslun Fréttir af flugi Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira