Innlent

Mögu­leiki á 20 gráðum í dag

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Húsavík er á Norðausturlandi, en þar er spáð hvað hlýjustu veðri í dag.
Húsavík er á Norðausturlandi, en þar er spáð hvað hlýjustu veðri í dag. Vísir/Vilhelm

Útlit er fyrir að hlýjasta veðrið á landinu í dag verði á Norðausturlandi, þar sem hitinn gæti náð 20 gráðu markinu.

Í dag má búast við suðvestan 5 til 10 metrum á sekúndu víða um land, en hvessir töluvert á morgun, frá 8 til 13 metrum á sekúndu. Bjart verður að mestu norðaustantil, en þó kunna að myndast einhverjar skúrir þar síðdegis í dag.

Hiti á landinu verður á bilinu 8til 18 stig, en samkvæmt vef Veðurstofunnar er ekki loku fyrir það skotið að hitinn nái 20 gráðum á Norðausturlandi.

Á miðvikudag verður breytileg átt 3-8 og stöku skúrir um mest allt land, en bætir í úrkomu sunnan- og austantil seinnipartinn. Hiti 12 til 18 stig.

Veðurhorfur næstu daga, samkvæmt Veðurstofu Íslands

Á þriðjudag:

Suðvestan 5-13 m/s og skúrir. Yfirleitt bjart norðaustan- og austantil en líkur á stöku síðdegisskúrum þar. Hiti 8 til 15 stig, hlýjast á Norðausturlandi

Á miðvikudag:

Suðlæg eða breytileg átt 3-8, skúrir á víð og dreif og hiti 8 til 15 stig, svalast norðvestantil. Þykknar upp og fer að rigna sunnan- og austantil seinnipartinn.

Á fimmtudag:

Norðaustlæg átt 5-10 og rigning, en úrkomulítið á Suður- og Vesturlandi. Hiti 8 til 15 stig, hlýjast suðvestantil.

Á föstudag:

Norðvestanátt og bjart með köflum en skýjað og sums staðar rigning fyrir norðan. Hiti 6 til 15 stig, hlýjast syðst.

Á laugardag:

Útlit fyrir vestlæga átt. Bjart með köflum en skýjað með dálítilli vætu suðvestantil um kvöldið. Hiti 11 til 16 stig.

Á sunnudag:

Útlit fyrir suðaustlæga átt. Rigning um sunnan- og vestanvert landið en bjart norðaustantil. Hiti 10 til 20 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×