Lagði til breytingar á ræðuhöldum á sautjánda júní Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 23. júní 2024 00:29 Guðni Th. Jóhannesson frestaði formlega þingfundum 154. löggjafarþings á fyrsta tímanum í nótt. Vísir/Vilhelm Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands lagði til að forsetinn héldi ræðu á Austurvelli á þjóðhátíðardaginn í stað forsætisráðherra eins og tíðkast hefur. Þetta sagði hann þegar hann frestaði þingfundum 154. löggjafarþings á fyrsta tímanum í nótt. Fundum Alþingis verður fram haldið þann tíunda september. Við þingfrestun flutti Birgir Ármannsson forseti Alþingis ræðu þar sem hann talaði um hið nýafstaðna áttræðisafmæli lýðveldisins og minntist einnig á hið komandi afmæli Alþingis sem fagnar ellefu hundruð árum árið 2030. Þá mælti Hanna Katrín Friðriksson þingkona Viðreisnar fyrir hönd Alþingismanna. Að lokum flutti Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands ræðu þar sem hann lagði til að forseti héldi ræðu á Austurvelli á þjóðhátíðardaginn í stað forsætisráðherra og að forseta Íslands yrði búinn staður á Þingvöllum þannig að hann þurfi ekki að vera gestur þegar hann sinnir embættisverkum þar. Sagði Guðni forsetann gegna sameiningarskyldu við þjóðina. „Ekki hef ég viljað vekja máls á því opinberlega á meðan ég sit sjálfur á Bessastöðum en í ljósi hinnar einstöku stöðu forseta Íslands í stjórnskipun og samfélagi tel ég fara vel á því að sá eða sú sem því embætti gegnir flytji ávarp til þjóðarinnar á þjóðhátíðardaginn frekar en forsætisráðherra eins og venja hefur verið,“ sagði Guðni. „Þar fer stjórnmálaleiðtogi sem talar frá degi til dags fyrir hönd ríkisstjórnarinnar eða síns flokks. Sá maður er því í öðrum sporum en forseti hverju sinni,“ sagði hann þá. Svo áréttaði forsetinn að honum þætti að sá kafli stjórnarskrárinnar sem lýtur að völdum og verksviði þjóðhöfðingjans ætti að vera endurskoðaður. Þar megi til dæmis finna ákvæði um meint vald forseta til að veita undanþágur auk kostnaðarsamra og úreltra ákvæða um verksvið handhafa forsetavalds. Þá beindi forseti því til þingheims að æskilegt væri að setja lög um embætti forseta Íslands, ekki síst til að tryggja stjórnsýslulegt sjálfstæði þess. „Hér og víðar hef ég áður minnst á endurskoðun stjórnarskrár lýðveldisins sem ber þess enn glögg merki eins og Sveinn Björnsson sagði á sínum tíma að vera sniðin upprunalega fyrir annað land með öðrum viðhorfum,“ sagði Guðni. Í lok ræðu sinnar óskaði forseti nýkjörnum forseta, Höllu Tómasdóttur, velfarnaðar á vandasömum vettvangi. Þá færði hann þingmönnum góðar óskir og landsmönnum öllum kveðjur og þakkir fyrir samfylgdina. Guðni lýsti þingfundum formlega frestað til tíunda septmember þegar klukkan var gengin sautján mínútur í eitt. Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar 17. júní Guðni Th. Jóhannesson Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Innlent Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Fleiri fréttir Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Lýst eftir Atla Vikari Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Sjá meira
Við þingfrestun flutti Birgir Ármannsson forseti Alþingis ræðu þar sem hann talaði um hið nýafstaðna áttræðisafmæli lýðveldisins og minntist einnig á hið komandi afmæli Alþingis sem fagnar ellefu hundruð árum árið 2030. Þá mælti Hanna Katrín Friðriksson þingkona Viðreisnar fyrir hönd Alþingismanna. Að lokum flutti Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands ræðu þar sem hann lagði til að forseti héldi ræðu á Austurvelli á þjóðhátíðardaginn í stað forsætisráðherra og að forseta Íslands yrði búinn staður á Þingvöllum þannig að hann þurfi ekki að vera gestur þegar hann sinnir embættisverkum þar. Sagði Guðni forsetann gegna sameiningarskyldu við þjóðina. „Ekki hef ég viljað vekja máls á því opinberlega á meðan ég sit sjálfur á Bessastöðum en í ljósi hinnar einstöku stöðu forseta Íslands í stjórnskipun og samfélagi tel ég fara vel á því að sá eða sú sem því embætti gegnir flytji ávarp til þjóðarinnar á þjóðhátíðardaginn frekar en forsætisráðherra eins og venja hefur verið,“ sagði Guðni. „Þar fer stjórnmálaleiðtogi sem talar frá degi til dags fyrir hönd ríkisstjórnarinnar eða síns flokks. Sá maður er því í öðrum sporum en forseti hverju sinni,“ sagði hann þá. Svo áréttaði forsetinn að honum þætti að sá kafli stjórnarskrárinnar sem lýtur að völdum og verksviði þjóðhöfðingjans ætti að vera endurskoðaður. Þar megi til dæmis finna ákvæði um meint vald forseta til að veita undanþágur auk kostnaðarsamra og úreltra ákvæða um verksvið handhafa forsetavalds. Þá beindi forseti því til þingheims að æskilegt væri að setja lög um embætti forseta Íslands, ekki síst til að tryggja stjórnsýslulegt sjálfstæði þess. „Hér og víðar hef ég áður minnst á endurskoðun stjórnarskrár lýðveldisins sem ber þess enn glögg merki eins og Sveinn Björnsson sagði á sínum tíma að vera sniðin upprunalega fyrir annað land með öðrum viðhorfum,“ sagði Guðni. Í lok ræðu sinnar óskaði forseti nýkjörnum forseta, Höllu Tómasdóttur, velfarnaðar á vandasömum vettvangi. Þá færði hann þingmönnum góðar óskir og landsmönnum öllum kveðjur og þakkir fyrir samfylgdina. Guðni lýsti þingfundum formlega frestað til tíunda septmember þegar klukkan var gengin sautján mínútur í eitt.
Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar 17. júní Guðni Th. Jóhannesson Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Innlent Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Fleiri fréttir Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Lýst eftir Atla Vikari Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Sjá meira