Lagði til breytingar á ræðuhöldum á sautjánda júní Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 23. júní 2024 00:29 Guðni Th. Jóhannesson frestaði formlega þingfundum 154. löggjafarþings á fyrsta tímanum í nótt. Vísir/Vilhelm Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands lagði til að forsetinn héldi ræðu á Austurvelli á þjóðhátíðardaginn í stað forsætisráðherra eins og tíðkast hefur. Þetta sagði hann þegar hann frestaði þingfundum 154. löggjafarþings á fyrsta tímanum í nótt. Fundum Alþingis verður fram haldið þann tíunda september. Við þingfrestun flutti Birgir Ármannsson forseti Alþingis ræðu þar sem hann talaði um hið nýafstaðna áttræðisafmæli lýðveldisins og minntist einnig á hið komandi afmæli Alþingis sem fagnar ellefu hundruð árum árið 2030. Þá mælti Hanna Katrín Friðriksson þingkona Viðreisnar fyrir hönd Alþingismanna. Að lokum flutti Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands ræðu þar sem hann lagði til að forseti héldi ræðu á Austurvelli á þjóðhátíðardaginn í stað forsætisráðherra og að forseta Íslands yrði búinn staður á Þingvöllum þannig að hann þurfi ekki að vera gestur þegar hann sinnir embættisverkum þar. Sagði Guðni forsetann gegna sameiningarskyldu við þjóðina. „Ekki hef ég viljað vekja máls á því opinberlega á meðan ég sit sjálfur á Bessastöðum en í ljósi hinnar einstöku stöðu forseta Íslands í stjórnskipun og samfélagi tel ég fara vel á því að sá eða sú sem því embætti gegnir flytji ávarp til þjóðarinnar á þjóðhátíðardaginn frekar en forsætisráðherra eins og venja hefur verið,“ sagði Guðni. „Þar fer stjórnmálaleiðtogi sem talar frá degi til dags fyrir hönd ríkisstjórnarinnar eða síns flokks. Sá maður er því í öðrum sporum en forseti hverju sinni,“ sagði hann þá. Svo áréttaði forsetinn að honum þætti að sá kafli stjórnarskrárinnar sem lýtur að völdum og verksviði þjóðhöfðingjans ætti að vera endurskoðaður. Þar megi til dæmis finna ákvæði um meint vald forseta til að veita undanþágur auk kostnaðarsamra og úreltra ákvæða um verksvið handhafa forsetavalds. Þá beindi forseti því til þingheims að æskilegt væri að setja lög um embætti forseta Íslands, ekki síst til að tryggja stjórnsýslulegt sjálfstæði þess. „Hér og víðar hef ég áður minnst á endurskoðun stjórnarskrár lýðveldisins sem ber þess enn glögg merki eins og Sveinn Björnsson sagði á sínum tíma að vera sniðin upprunalega fyrir annað land með öðrum viðhorfum,“ sagði Guðni. Í lok ræðu sinnar óskaði forseti nýkjörnum forseta, Höllu Tómasdóttur, velfarnaðar á vandasömum vettvangi. Þá færði hann þingmönnum góðar óskir og landsmönnum öllum kveðjur og þakkir fyrir samfylgdina. Guðni lýsti þingfundum formlega frestað til tíunda septmember þegar klukkan var gengin sautján mínútur í eitt. Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar 17. júní Guðni Th. Jóhannesson Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin Innlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira
Við þingfrestun flutti Birgir Ármannsson forseti Alþingis ræðu þar sem hann talaði um hið nýafstaðna áttræðisafmæli lýðveldisins og minntist einnig á hið komandi afmæli Alþingis sem fagnar ellefu hundruð árum árið 2030. Þá mælti Hanna Katrín Friðriksson þingkona Viðreisnar fyrir hönd Alþingismanna. Að lokum flutti Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands ræðu þar sem hann lagði til að forseti héldi ræðu á Austurvelli á þjóðhátíðardaginn í stað forsætisráðherra og að forseta Íslands yrði búinn staður á Þingvöllum þannig að hann þurfi ekki að vera gestur þegar hann sinnir embættisverkum þar. Sagði Guðni forsetann gegna sameiningarskyldu við þjóðina. „Ekki hef ég viljað vekja máls á því opinberlega á meðan ég sit sjálfur á Bessastöðum en í ljósi hinnar einstöku stöðu forseta Íslands í stjórnskipun og samfélagi tel ég fara vel á því að sá eða sú sem því embætti gegnir flytji ávarp til þjóðarinnar á þjóðhátíðardaginn frekar en forsætisráðherra eins og venja hefur verið,“ sagði Guðni. „Þar fer stjórnmálaleiðtogi sem talar frá degi til dags fyrir hönd ríkisstjórnarinnar eða síns flokks. Sá maður er því í öðrum sporum en forseti hverju sinni,“ sagði hann þá. Svo áréttaði forsetinn að honum þætti að sá kafli stjórnarskrárinnar sem lýtur að völdum og verksviði þjóðhöfðingjans ætti að vera endurskoðaður. Þar megi til dæmis finna ákvæði um meint vald forseta til að veita undanþágur auk kostnaðarsamra og úreltra ákvæða um verksvið handhafa forsetavalds. Þá beindi forseti því til þingheims að æskilegt væri að setja lög um embætti forseta Íslands, ekki síst til að tryggja stjórnsýslulegt sjálfstæði þess. „Hér og víðar hef ég áður minnst á endurskoðun stjórnarskrár lýðveldisins sem ber þess enn glögg merki eins og Sveinn Björnsson sagði á sínum tíma að vera sniðin upprunalega fyrir annað land með öðrum viðhorfum,“ sagði Guðni. Í lok ræðu sinnar óskaði forseti nýkjörnum forseta, Höllu Tómasdóttur, velfarnaðar á vandasömum vettvangi. Þá færði hann þingmönnum góðar óskir og landsmönnum öllum kveðjur og þakkir fyrir samfylgdina. Guðni lýsti þingfundum formlega frestað til tíunda septmember þegar klukkan var gengin sautján mínútur í eitt.
Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar 17. júní Guðni Th. Jóhannesson Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin Innlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira