Margir feitir bitar með lausa samninga Siggeir Ævarsson skrifar 22. júní 2024 23:30 Tyrese Maxey gæti orðið eftirsóttur í sumar vísir/Getty Framundan gæti verið töluvert fjör á leikmannamarkaði NBA-deildarinnar en fjölmargir öflugir leikmenn eru með lausa samninga. Samningar margra þeirra eru þó ekki laflausir en þann 30. júní næstkomandi mega lið semja við nýja leikmenn. Markaðurinn er kvikur og margt sem getur breyst á stuttum tíma, en vefsíðan HoopsHype hefur tekið saman lista yfir þá leikmenn sem ritstjórn miðilsins telur vera feitustu bitana á markaðnum. Hér á eftir eru fimm efstu nöfnin á þeirra blaði. 1. Tyrese Maxey Leikstjórnandi 76ers, Tyrese Maxey, er efstur á blaði að mati HoopsHype. Hinn 23 ára Maxey átti frábært tímabil í vetur, skoraði tæp 26 stig í leik og gaf rúmar sex stoðsendingar. Maxey er með svokallað „qualifying offer“ frá 76ers fyrir næsta tímabil sem liðið hefur þegar boðið honum, 8.486.620 dollara í árslaun. Maxey gæti þó sennilega samið um töluvert hærri laun og lengri samning. 2. Paul George George er kominn af léttasta skeiði, orðinn 34 ára, en spilaði þó 74 leiki með Clippers í vetur og skilaði rúmlega 22 stigum að meðaltali og fimm fráköstum. Þá er hann mjög stöðug skytta og skaut 41,3 prósent fyrir utan í vetur. George var með laufléttar 45,6 milljónir í laun í vetur og er með svokallað „player option“ í sínum samningi fyrir næsta tímabil. Kjósi hann að framlengja samninginn um eitt ár fær hann 48,7 milljónir í laun. Hann er þó sagður vilja framlengja til fjögurra ára og Clippers hafa ekki boðið honum slíka framlengingu. Hefur hann m.a. verið orðaður við 76ers 3. LeBron James Er LeBron James yfirhöfuð á leið á leikmannamarkaðinn? James, sem verður fertugur 30. desember, hefur leikið með Lakers síðan 2018 og er með „player option“ fyrir næsta tímabil sem myndi tryggja honum 51,4 milljónir í árslaun. Hann er þó talinn líklegur til að afþakka þá framlengingu en að sama skapi talinn líklegur til að semja aftur við Lakers. Ef hann afþakkar auka árið gerist tvennt. Hann getur vissulega samið við hvaða lið sem ef honum dettur í hug en ef hann gerir nýjan samning við Lakers getur hann sett inn nýtt ákvæði sem meinar liðinu að skipta honum í annað lið. Ákveði James að fara þessa leið mun hann lækka örlítið í launum en ætti þó ekki að vera á flæðiskeri staddur en hann hefur þénað tæplega hálfan milljarð dollara á ferli sínum í NBA. 4. OG Anunoby Næstur á lista HoopsHype er OG Anunoby, leikmaður New York Knicks. Hann er með „player option“ fyrir næsta tímabil með laun upp á tæpar 20 milljónir en allt hvísl bendir til þess að hann muni afþakka þann valmöguleika og gera nýjan langtímasamning við Knicks. Nema auðvitað að eitthvað annað lið stökkvi inn og bjóði framherjanum breska svimandi háar upphæðir en Anunoby skoraði tæp 15 stig í leik í vetur og tók fjögur fráköst. 5. James Harden Harden er í raun eini leikmaðurinn á þessum lista sem er laus allra mála og getur samið við hvaða lið sem er án nokkurra kvaða. Harden, sem verður 35 ára í ágúst, hefur hoppað nokkuð reglulega á milli liða síðan hann yfirgaf Houston Rockets haustið 2020 og er sennilega ekki jafn eftirsóttur og oft áður. Clippers þurftu að leggja ýmislegt á sig til að landa Harden fyrir tímabilið og eru mestar líkur taldar á að hann verði áfram í herbúðum þeirra. Hann þénaði 35,6 milljónir í vetur og eru ágætis líkur á að hann semji að lokum um eitthvað svipað, eða um 70 milljónir til tveggja ára. Körfubolti NBA Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ Sjá meira
Markaðurinn er kvikur og margt sem getur breyst á stuttum tíma, en vefsíðan HoopsHype hefur tekið saman lista yfir þá leikmenn sem ritstjórn miðilsins telur vera feitustu bitana á markaðnum. Hér á eftir eru fimm efstu nöfnin á þeirra blaði. 1. Tyrese Maxey Leikstjórnandi 76ers, Tyrese Maxey, er efstur á blaði að mati HoopsHype. Hinn 23 ára Maxey átti frábært tímabil í vetur, skoraði tæp 26 stig í leik og gaf rúmar sex stoðsendingar. Maxey er með svokallað „qualifying offer“ frá 76ers fyrir næsta tímabil sem liðið hefur þegar boðið honum, 8.486.620 dollara í árslaun. Maxey gæti þó sennilega samið um töluvert hærri laun og lengri samning. 2. Paul George George er kominn af léttasta skeiði, orðinn 34 ára, en spilaði þó 74 leiki með Clippers í vetur og skilaði rúmlega 22 stigum að meðaltali og fimm fráköstum. Þá er hann mjög stöðug skytta og skaut 41,3 prósent fyrir utan í vetur. George var með laufléttar 45,6 milljónir í laun í vetur og er með svokallað „player option“ í sínum samningi fyrir næsta tímabil. Kjósi hann að framlengja samninginn um eitt ár fær hann 48,7 milljónir í laun. Hann er þó sagður vilja framlengja til fjögurra ára og Clippers hafa ekki boðið honum slíka framlengingu. Hefur hann m.a. verið orðaður við 76ers 3. LeBron James Er LeBron James yfirhöfuð á leið á leikmannamarkaðinn? James, sem verður fertugur 30. desember, hefur leikið með Lakers síðan 2018 og er með „player option“ fyrir næsta tímabil sem myndi tryggja honum 51,4 milljónir í árslaun. Hann er þó talinn líklegur til að afþakka þá framlengingu en að sama skapi talinn líklegur til að semja aftur við Lakers. Ef hann afþakkar auka árið gerist tvennt. Hann getur vissulega samið við hvaða lið sem ef honum dettur í hug en ef hann gerir nýjan samning við Lakers getur hann sett inn nýtt ákvæði sem meinar liðinu að skipta honum í annað lið. Ákveði James að fara þessa leið mun hann lækka örlítið í launum en ætti þó ekki að vera á flæðiskeri staddur en hann hefur þénað tæplega hálfan milljarð dollara á ferli sínum í NBA. 4. OG Anunoby Næstur á lista HoopsHype er OG Anunoby, leikmaður New York Knicks. Hann er með „player option“ fyrir næsta tímabil með laun upp á tæpar 20 milljónir en allt hvísl bendir til þess að hann muni afþakka þann valmöguleika og gera nýjan langtímasamning við Knicks. Nema auðvitað að eitthvað annað lið stökkvi inn og bjóði framherjanum breska svimandi háar upphæðir en Anunoby skoraði tæp 15 stig í leik í vetur og tók fjögur fráköst. 5. James Harden Harden er í raun eini leikmaðurinn á þessum lista sem er laus allra mála og getur samið við hvaða lið sem er án nokkurra kvaða. Harden, sem verður 35 ára í ágúst, hefur hoppað nokkuð reglulega á milli liða síðan hann yfirgaf Houston Rockets haustið 2020 og er sennilega ekki jafn eftirsóttur og oft áður. Clippers þurftu að leggja ýmislegt á sig til að landa Harden fyrir tímabilið og eru mestar líkur taldar á að hann verði áfram í herbúðum þeirra. Hann þénaði 35,6 milljónir í vetur og eru ágætis líkur á að hann semji að lokum um eitthvað svipað, eða um 70 milljónir til tveggja ára.
Körfubolti NBA Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ Sjá meira
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum