„Þetta er ekki það sem ég kalla að vinna frítt“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 22. júní 2024 16:18 Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, og Dagur B. Eggertsson, fyrrverandi borgarstjóri. Vilhelm/Arnar „Þetta er ótrúleg fullyrðing. Það er svo margt í þessari stuttu færslu sem maður gæti gert athugasemdir við. Ég gæti í allan dag nefnt dæmi um það hvernig borgin hefur orðið fyrir miklu fjárhagslegu tjóni með því að hafa Dag í stóli borgarstjóra. Ég held að borgarbúar hefðu farið betur úr því að fá nýjan borgarstjóra og greiða biðlaun.“ Þetta segir Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, í samtali við Vísi um Facebook-færslu Dags B. Eggertssonar, fyrrverandi borgarstjóra, þar sem hann sagðist vinna frítt sem formaður borgarráðs á biðlaunatíma sínum. Dagur sagði jafnframt að í raun væri um sparnað að ræða þar sem ekki þurfti að greiða biðlaun þegar hann sat sem borgarstjóri í tíu ár. „Hann er að þiggja um 2,6 milljónir í laun fyrir vinnuna sína í dag og kallar það að vinna frítt. Þetta er ekki það sem ég kalla að vinna frítt og ég efast um að nokkur annar geri það. Þetta er mjög sérkennilegt orðaval,“ segir Hildur. Greiðslan nemi niðurskurði í bókakaupum Hildur svaraði færslu Dags með sinni eigin færslu. Þar segir hún orlofsgreiðslu Dags nema sömu upphæð og niðurskurður í bókakaupum til skólabókasafna. „Í sundurliðun á uppgjöri vegna starfsloka Dags B. Eggertssonar kemur í ljós að hann hefur farið fram á 10 milljónir króna í orlofsgreiðslur frá borginni! Bókakaup til skólabókasafna voru skorin niður um 10 milljónir króna á síðasta ári - mitt í umræðu um alvarlegan læsisvanda barna. En það er greinilega nóg til þegar skrifstofa borgarstjóra er annars vegar,“ segir í færslunni. „Fæ þetta ekki alveg til að ganga upp“ Rétt er að laun og launatengdur kostnaður vegna orlofsuppgjörs Dags nemur 9.773.617 krónum. Hildur segir að henni finnist orlofsgreiðslan verulega há og að hún sé búin að óska eftir ítarlegum skýringum um hvað býr þar að baki. Spurð hvort að Dagur eigi ekki rétt á svo hárri orlofsgreiðslu eftir tíu ár í starfi sem borgarstjóri samkvæmt ráðningarsamning segir Hildur: „Þetta er bara verulega hátt og ég fæ þetta ekki alveg til að ganga upp. Ég mun upplýsa um þær skýringar sem ég fæ. Við erum að horfa á niðurskurð í borgarkerfinu. Við Sjálfstæðismenn hefðum frekar viljað sjá niðurskurð í stjórnkerfinu en meirihlutinn hefur valið að skera niður í þjónustu íbúanna.“ Hefðbundið orðaskak í heimi stjórnmálanna Spurð hvað hún hefði viljað sjá Dag gera við borgarstjóraskiptin segir Hildur: „Ég spurði fyrir um hvernig þessum biðlauna málum yrði háttað. Ég fékk þau svör að hann fengi full borgarstjóralaun í sex mánuði og það yrðu laun hans sem formaður borgarráðs. Það er gott og vel. Mér er hins vegar mjög brugðið yfir þessum orlofslaunum. Mér þykir þær full háar og af þeim ástæðum hef ég óskað eftir skýringum.“ Í færslunni hnýtti Dagur í Hildi og Morgunblaðið og sagði það óþarfi að gefa til kynna að hann væri á tvöföldum launum. Spurð um viðbrögð við þessu segir Hildur: „Þetta er nú bara hefðbundið orðaskak í heimi stjórnmálanna. Ég hef aldrei fullyrt að hann væri á tvöföldum launum. Ég fékk bara spurningu frá Morgunblaðinu og ég sagðist ætla skoða málið.“ Reykjavík Kjaramál Borgarstjórn Sjálfstæðisflokkurinn Samfylkingin Mest lesið Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Erlent Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Fleiri fréttir Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Sjá meira
Þetta segir Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, í samtali við Vísi um Facebook-færslu Dags B. Eggertssonar, fyrrverandi borgarstjóra, þar sem hann sagðist vinna frítt sem formaður borgarráðs á biðlaunatíma sínum. Dagur sagði jafnframt að í raun væri um sparnað að ræða þar sem ekki þurfti að greiða biðlaun þegar hann sat sem borgarstjóri í tíu ár. „Hann er að þiggja um 2,6 milljónir í laun fyrir vinnuna sína í dag og kallar það að vinna frítt. Þetta er ekki það sem ég kalla að vinna frítt og ég efast um að nokkur annar geri það. Þetta er mjög sérkennilegt orðaval,“ segir Hildur. Greiðslan nemi niðurskurði í bókakaupum Hildur svaraði færslu Dags með sinni eigin færslu. Þar segir hún orlofsgreiðslu Dags nema sömu upphæð og niðurskurður í bókakaupum til skólabókasafna. „Í sundurliðun á uppgjöri vegna starfsloka Dags B. Eggertssonar kemur í ljós að hann hefur farið fram á 10 milljónir króna í orlofsgreiðslur frá borginni! Bókakaup til skólabókasafna voru skorin niður um 10 milljónir króna á síðasta ári - mitt í umræðu um alvarlegan læsisvanda barna. En það er greinilega nóg til þegar skrifstofa borgarstjóra er annars vegar,“ segir í færslunni. „Fæ þetta ekki alveg til að ganga upp“ Rétt er að laun og launatengdur kostnaður vegna orlofsuppgjörs Dags nemur 9.773.617 krónum. Hildur segir að henni finnist orlofsgreiðslan verulega há og að hún sé búin að óska eftir ítarlegum skýringum um hvað býr þar að baki. Spurð hvort að Dagur eigi ekki rétt á svo hárri orlofsgreiðslu eftir tíu ár í starfi sem borgarstjóri samkvæmt ráðningarsamning segir Hildur: „Þetta er bara verulega hátt og ég fæ þetta ekki alveg til að ganga upp. Ég mun upplýsa um þær skýringar sem ég fæ. Við erum að horfa á niðurskurð í borgarkerfinu. Við Sjálfstæðismenn hefðum frekar viljað sjá niðurskurð í stjórnkerfinu en meirihlutinn hefur valið að skera niður í þjónustu íbúanna.“ Hefðbundið orðaskak í heimi stjórnmálanna Spurð hvað hún hefði viljað sjá Dag gera við borgarstjóraskiptin segir Hildur: „Ég spurði fyrir um hvernig þessum biðlauna málum yrði háttað. Ég fékk þau svör að hann fengi full borgarstjóralaun í sex mánuði og það yrðu laun hans sem formaður borgarráðs. Það er gott og vel. Mér er hins vegar mjög brugðið yfir þessum orlofslaunum. Mér þykir þær full háar og af þeim ástæðum hef ég óskað eftir skýringum.“ Í færslunni hnýtti Dagur í Hildi og Morgunblaðið og sagði það óþarfi að gefa til kynna að hann væri á tvöföldum launum. Spurð um viðbrögð við þessu segir Hildur: „Þetta er nú bara hefðbundið orðaskak í heimi stjórnmálanna. Ég hef aldrei fullyrt að hann væri á tvöföldum launum. Ég fékk bara spurningu frá Morgunblaðinu og ég sagðist ætla skoða málið.“
Reykjavík Kjaramál Borgarstjórn Sjálfstæðisflokkurinn Samfylkingin Mest lesið Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Erlent Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Fleiri fréttir Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Sjá meira