Auka við listamannalaun í fyrsta sinn í fimmtán ár Tómas Arnar Þorláksson skrifar 22. júní 2024 14:43 Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra. Vísir/Vilhelm Alþingi samþykkti í dag breytingu á lögum um listamannalaun sem fela í sér fjölgun launasjóða sem starfslaun eru veitt úr og umtalsverða fjölgun árlegra úthlutunarmánaða. Fjöldi starfslauna hefur verið óbreyttur í fimmtán ár frá því að lögin tóku gildi árið 2009. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins. Starsflaunamánuðum verður fjölgað úr 1.600 í 2.490 á fjórum árum en jafnframt verða til tveir nýir sjóðir, Launasjóður kvikmyndahöfunda og Vegsemd, sjóður listamanna 67 ára og eldri. Tækifæri felast í að fjárfesta í listafólki „Ég er ákaflega glöð með að samstarfsfólk mitt í þinginu hafi séð tækifærin sem felast í því að fjárfesta í listafólkinu okkarÞað gleymist oft í þessari umræðu að listir auðga ekki bara andann heldur eru þær líka tekjulind. Dæmi er um að verkefni sem hlaut listamannalaun í sex mánuði hafi leitt til meira en þriggja ársverka og 7,5 milljóna í skatttekjur,“ er haft eftir Lilju Dögg Alfreðsdóttur, menningar- og viðskiptaráðherra, í tilkynningunni. Listafólk sem sendiherrar landsins Lilja ítrekar jafnframt að listafólk séu mikilvægir sendiherrar landsins og haldi Íslandi á lofti í alþjóðasamfélaginu. „Eitt eru tekjur, þær skipta máli en það skiptir ekki síður máli að hlúa að sjálfsmynd okkar sem þjóðar. Hvernig umhverfi viljum við búa við og hvað viljum við bjóða listafólkinu okkar upp á? Það er nauðsynlegt að tryggja að listamenn vilji búa og starfa hér.“ Listamannalaun Menning Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Innlent Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Innlent Ragnheiður Torfadóttir er látin Innlent Eldar sagðir loga víða í Rússlandi eftir árásir Erlent Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Innlent Fleiri fréttir Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Óljóst hve mörg atkvæði voru í pappakassanum sem barst of seint Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Óvissustig vegna skjálfta í Bárðarbungu Öflug hrina í Bárðarbungu og Íslandsbankasala í augsýn Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins. Starsflaunamánuðum verður fjölgað úr 1.600 í 2.490 á fjórum árum en jafnframt verða til tveir nýir sjóðir, Launasjóður kvikmyndahöfunda og Vegsemd, sjóður listamanna 67 ára og eldri. Tækifæri felast í að fjárfesta í listafólki „Ég er ákaflega glöð með að samstarfsfólk mitt í þinginu hafi séð tækifærin sem felast í því að fjárfesta í listafólkinu okkarÞað gleymist oft í þessari umræðu að listir auðga ekki bara andann heldur eru þær líka tekjulind. Dæmi er um að verkefni sem hlaut listamannalaun í sex mánuði hafi leitt til meira en þriggja ársverka og 7,5 milljóna í skatttekjur,“ er haft eftir Lilju Dögg Alfreðsdóttur, menningar- og viðskiptaráðherra, í tilkynningunni. Listafólk sem sendiherrar landsins Lilja ítrekar jafnframt að listafólk séu mikilvægir sendiherrar landsins og haldi Íslandi á lofti í alþjóðasamfélaginu. „Eitt eru tekjur, þær skipta máli en það skiptir ekki síður máli að hlúa að sjálfsmynd okkar sem þjóðar. Hvernig umhverfi viljum við búa við og hvað viljum við bjóða listafólkinu okkar upp á? Það er nauðsynlegt að tryggja að listamenn vilji búa og starfa hér.“
Listamannalaun Menning Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Innlent Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Innlent Ragnheiður Torfadóttir er látin Innlent Eldar sagðir loga víða í Rússlandi eftir árásir Erlent Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Innlent Fleiri fréttir Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Óljóst hve mörg atkvæði voru í pappakassanum sem barst of seint Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Óvissustig vegna skjálfta í Bárðarbungu Öflug hrina í Bárðarbungu og Íslandsbankasala í augsýn Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Sjá meira